Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / EINELTI Á VINNUSTAÐ Spurningalisti var lagður fyrir alla starfsmenn, sem voru í vinnu hjá útibúum banka og sparisjóða um allt land í mars/apríl 2002, samtals 1847 manns. Samband íslenskra bankamanna sendi listana út til trúnaðar- manna, sem dreifðu þeim til starfsfólksins. Það sá síðan um að senda þá til Vinnueftirlitsins. Spurningalistinn sem var lagður fyrir byggist að mestu leyti á Norræna spurningalistanum um sálfé- lagslega þætti í vinnunni (General Nordic Questionn- aire for Psychological and Social Factors at Work) (11) sem unninn var með tilstyrk Norrænu ráðherra- nefndarinnar og gefinn út á hennar vegum í ársbyrjun 2002. Að auki var bætt inn nokkrum spurningum úr spurningalistum, sem hafa verið lagðir fyrir nokkrar starfsstéttir á vegum Vinnueftirlitsins, eins og talsíma- verði, starfsfólk í leikskólum, öldrunarstofnunum, fiskvinnslu og verðbréfafyrirtækjum. Flestar spurning- arnar voru með fimm svarmöguleikum (mjög sjaldan eða aldrei, frekar sjaldan, stundum, frekar oft, mjög oft eða alltaf). Útreikningarnir voru gerðir með SPSS tölfræðiforritinu (12). Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar og Vísindasiðanefnd veitti leyfi til rannsóknarinnar (VSN 02-011). Niðurstöður Alls svöruðu 1475 starfsmenn spurningalistanum og var svarhlutfallið 80%. Af þeim sem svöruðu voru konur 86% (n=l 192) og karlar 14% (n=188), en það hlutfall endurspeglar kynjahlutfallið í útibúunum eins og það var þegar rannsóknin fór fram. Rúmlega helm- ingur svaranna eða 54%, komu frá starfsmönnum á höfuðborgarsvæðinu en 46% frá starfsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins. Meðalaldur starfsfólks útibúa banka og sparisjóða var nokkuð hár, því 65% starfs- manna voru 40 ára og eldri, en samkvæmt tölum Hag- stofunnar frá þessum tíma voru tæplega 50% vinnandi fólks á öllu landinu 40 ára eða eldra (13). Hæst hlut- fall starfsmanna eða þriðjungur var á aldrinum 40-49 ára en næst hæst hlutfall 50-59 ára eða 27%. Einungis 13% starfsmanna voru yngri en þrítugir. I ljós kom að 15% starfsmanna (n=209) höfðu orð- ið fyrir áreitni af ýmsu tagi í tengslum við starf sitt. Rúmur helmingur þeirra eða 8% starfsmanna (n=l 10) höfðu orðið fyrir einelti. Engin tengsl reyndust vera á milli þess að vera þolandi eineltis og búsetu, aldurs eða kynferðis starfsmanna. Þeir sem höfðu orðið fyrir einelti, reyndust hins vegar vera með heldur hærri starfsaldur (Mann-Whitney U p<0,01). Yfirmenn höfðu síst orðið fyrir einelti eða 3,8% en bankaritarar helst 11,2%. Meðal annarra starfshópa var algengi eineltis um 8% (x2=9,25 df 4 p=0,05). Skýr tengsl voru á milli svara starfsmanna um sálfélagslegt vinnuumhverfi þeirra og eineltis. Eins og sjá má í töflu I voru þolendur eineltis líklegri en aðrir starfsmenn til að búa við slæmt sálfélagslegt Tafla II. Fjarverandi frá vinnu vegna eigin veikinda síðustu 12 mánuði. Þolendur eineltis Vegið meðaltal (staðalfrávik) Aðrir Vegið meðaltal (staðalfrávik) Mann Withney U P-gildi Hversu oft varstu tjarverandi frá vinnu vegna eigin veikinda á síð- ustu 12 mánuðum (fjöldi skipta)"? 2,6(2,5) 2,1 (2,2) 0,008 Hversu lengi varstu fjarverandi frá vinnu vegna eigin veikinda á síð- ustu 12 mánuðum (fjöldi daga)"? 6,9 (15,6) 5,7 (11,9) 0,027 Hefurðu mætt veik(ur) í vinnu vegna álags á síðustu 12 mánuð- um (fjöldi skipta)’? 2,5 (3,1) 1,5 (2,2) 0,0001 'Til að auóvelda mat á nióurstöóum voru gögn umkóöuö skv. Aldrei= 0,1-3 sinnum =2, 4 -6 sinnum=5, 7 -11 sinnum = 8,12 sinnum eða oftar =12 " Til aó auóvelda mat á nióurstöóum voru gögn umkóóuó skv. Aldrei = 0 dagar. 1-7 dagar=4 dagar, 8 -14 dagar=10 dagar, 3-4 vikur= 20 dagar, 1-2 mánuðir= 40 dagar, 3-4 mánuðir=100 dagar, meir en 4 mánuöir=125 dagar. Tafla III. Einelti á vinnustað og tengsl þess við líðan í starfi. Þolendur eineltis Vegið meðaltal (staðalfrávik) Já (N =108)" Aörir Vegiö meðaltal (staöalfrávik) Nei (N=1279)" Mann Withney U P-gildi p-gildi Hefur þú fundiö fyrir streitu ný- lega? (1-5) 2,61 (1,18) 2,34(1,12) 0,025 Hversu andlega erfitt eða létt finnst þér starfiö vera? (1-4) 2,77 (0,73) 2,70 (0,62) 0,37 Ertu andlega úrvinda eftir vinnu- daginn? (1-5) 2,85 (0,88) 2,65 (0,95) 0,013 Áttu við svefnvandamál að stríða? (1-5) 2,08(1,07) 1,74 (0,93) 0,001 Ertu líkamlega úrvinda eftir vinnu- daginn? (1-5) 2,27 (1,07) 2,18(0,95) 0,45 Hversu líkamlega erfitt eða létt finnst þér starfiö vera? (1-5) 3,27 (0,60) 3,20 (0,60) 0,25 Hversu góð eða slasm er líkamleg líðan þín? (1-10) 7,34 (1,90) 7,74(1,71) 0,018 Hversu góð eða slæm er andleg líðan þín? (1-10) 7,32 (1,65) 8,08(1,65) 0,0001 Hve sátt(ur) ertu við vinnuna þína? (1-10) 7,06 ( 1,97) 7,96 (1,69) 0,0001 Hve sátt(ur) ertu við fjölskyldu þtna? (1-10) 5,46 (3,90) 5,34 (4,00) 0,855 vinnuumhverfi. Þeir voru til dæmis síður lfldegir til að geta haft áhrif á ákvarðanir sem eru mikilvægar fyrir starfið (líkindahlutfall, OR=2,0), og voru óánægðari með ýmsa samskiptaþætti svo sem starfsandann og möguleikann á að fá stuðning í starfi. Þá kom í ljós að þolendur eineltis höfðu síður en aðrir starfsmenn upplifað jákvæð tengsl á milli starfsmanna og stjórn- enda/yfirmanna. Þannig voru þeir líklegri en aðrir til að segja að stjórnendur beri litla eða enga umhyggju fyrir heilsu og líðan starfsmanna (OR=2,5), og að þeir fái sjaldan eða aldrei hjálp með verkefni hjá næsta yfir- manni (OR=2,2). Þegar samband eineltis og þess hvort starfsmenn hafi leitað læknis vegna ýmissa kvilla var skoðað kom í ljós að einungis voru tengsl á milli eineltis og þess að hafa leitað læknis vegna kvefs og umgangspesta Læknablaðið 2004/90 849
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.