Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KOSTNAÐARGREINING HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Óhagkvæmt að flytja ferliverkin til baka - Rætt við Stein Jónsson um kostnaðargreiningu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands á nokkrum tegundum heilbrigðisþjónustu Þröstur Haraldsson Eins og kunnugt er af fréttum gerði Hagfræðistofn- un Háskóla íslands kostnaðargreiningu á heilbrigðis- þjónustu og birti skýrslu um hana á haustdögum. I henni er borinn saman kostnaður við móttöku sjúk- linga á fjórum heilsugæslustöðvum, Læknavaktinni, stofum sjálfstætt starfandi sérfræðinga og fjórum dag- og göngudeildum Landspítala. Skýrslan var unnin að beiðni Delfí sem eru samtök einkarekinna læknastöðva í Reykjavík og með stuðningi læknafélaganna. Höfundar skýrslunnar eru Axel Hall og Sólveig Jóhannsdóttir starfsmenn Hagfræðistofnunar HI og þau viðurkenna í inngangi að samanburður sé erfið- ur á milli ólíkra rekstrareininga og þar komi ýmislegt til. „Af kostnaðargreiningunni má þó ráða að heilsu- gæsluþjónusta lækna er almennt ódýrari en sams konar þjónusta sérgreinalækna. Samanburður sér- greinalækna við göngudeildarþjónustu er öllu erfiðari þar sem þjónustan er í sumum tilfellum nokkuð ólík. Meðalkostnaður sérgreinalækna virðist hins vegar vera lægri en nemur kostnaði við göngudeildarþjón- ustu LSH. Það er hins vegar háð öllum þeim fyrir- vörum sem gera verður um þá ólíku þjónustu sem aðilarnir veita.“ Þetta er orðað af mikill varkárni enda erfiðleik- arnir miklir við samanburð. Þannig segir til dæmis í samantekt um kostnað á göngudeildum Landspítala að erfitt sé „að aðgreina algjörlega allan kostnað sem við kemur göngudeildunum. Tölvukerfi sjúkrahússins býður einfaldlega ekki upp á það. Einnig er erfitt að flokka allar komur á göngudeildirnar eftir því hvort sjúklingur sé að koma til læknis eða annars starfs- manns deildarinnar." En með öllum þessum fyrirvörum er það samt niðurstaða skýrslunnar að meðallæknakostnaður við komu sjúklinga á göngudeildir sé í flestum tilvikum talsvert hærri en til sérgreinalæknis. Kostnaðurinn með leyfilegum afslætti er allt frá 2328 kr. upp í 8288 kr. hjá sérgreinalæknum og að meðaltali á bilinu 4200-4300 krónur. Á göngudeild bæklunarlækninga á Landspítala er kostnaðurinn langlægstur þar á bæ, eða 4583 krónur, en á hinum þremur er hann á bilinu 8001-14.508 krónur. Er göngudeildarþjónustan hagkvæm? Steinn Jónsson lungnalæknir er formaður félagsskap- arins Delfí sem átti frumkvæði að því að skýrsla Hag- fræðistofnunar var unnin. Læknablaðið hitti hann að máli og spurði fyrst um aðdraganda þess að ráðist var í gerð skýrslunnar. „Læknar hafa að undanförnu staðið í töluverðum rökræðum á almennum vettvangi um heilbrigðismál og oft verið á öndverðum meiði við aðra, sérstaklega hvað varðar sjálfstæða starfsemi lækna utan sjúkra- húsa. Okkur hefur fundist að það vanti haldgóðar tölulegar upplýsingar sem hægt væri að byggja um- ræðuna á. Þess vegna hefur mönnum haldist uppi að setja fram alls konar fullyrðingar, lítið rökstuddar, í þá veru að þjónusta okkar sé dýr og óþörf. Einkum hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið haft allt á hornum sér varðandi þessa starfsemi og beitt Ríkisendurskoðun fyrir sig með ýmsu móti. Einnig má í þessu sambandi vitna til deilunnar um tilvísana- kerfið fyrir áratug og ýmis ummæli sem féllu meðan á samningaviðræðum stóð milli sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins um síðustu áramót. I nóvember í fyrra kom út skýrsla Ríkisendur- skoðunar um sameiningu sjúkrahúsanna en þar kom fram að stofnunin taldi nauðsynlegt að stórefla dag- og göngudeildarþjónustu Landspítalans. Það getur út af fyrir sig verið rétt en í skýrslunni var því haldið fram að það væri hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að stýra ferliverkunum sem mest inn á sjúkrahúsin. Sams kon- ar fullyrðingar komu síðar fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um FSA. Við vorum ekki vissir um að þetta væri rétt og vildum fá nánari upplýsingar um kostnað- inn við göngudeildarþjónustu spítalans annars vegar og þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna hins vegar. Við vildum líka fá samanburð við heilsugæsl- una því hún hefur einnig verið nefnd í umræðunni. Þess vegna var ákveðið að leita til þess aðila hér á landi sem hefur mesta reynslu af heilsuhagfræði- legum úttektum og Hagfræðistofnun Háskóla íslands var beðin að gera þessa úttekt.“ Athyglisverð niðurstaða - Hvað þykir þér standa upp úr í skýrslunni? „Mér sýnist allt vera í eðlilegum farvegi og ekk- ert sem kemur á óvart. Viðtal hjá heilsugæslulækni er ódýrast, aðeins ódýrara en hjá sérfræðingi á stofu, en munurinn þar á milli er lítill og sennilega minni en margir hafa haldið. Þannig var meðaltalskostn- aður Tryggingastofnunar af komum til sérfræðinga árið 2002 kr. 4320 en kostnaður við komur til lækna á heilsugæslu var 2870 kr. í Hafnarfirði, 3500 kr. á Akur- 866 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.