Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / VÍSINDASTÖRF Á LANDSPÍTALA endanlegan árangur sameiningarinnar á vísindavinnu sem hefur langan aðdraganda og þróunartíma. Tilgangur þessarar greinar er að leggja mat á vís- indavirkni við Landspítala á síðustu árum og leggja þannig grunn að framtíðarmati á áhrifum samein- ingarinnar á þennan þátt starfseminnar. Jafnframt er gerð tilraun til meta framlag spítalans til íslenskra og alþjóðlegra vísinda. Aðferðir Vísindastarf á Landspítala birtist í mörgum myndum og ýmis aðferðafræðileg vandamál eru við að skrá þau og meta. Önnur háskólasjúkrahús hafa glímt við sama vandamál og var meðal annars höfð til hlið- sjónar grein frá Mayo Clinik í Rochester í Bandaríkj- unum sem lýsti því hvernig þetta var framkvæmt þar (2). í okkar úttekt verður einungis fjallað um greinar sem hafa birst í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og koma fram í Institude of Scientific Information (ISI) gagnagrunninum. Ennfremur var kannaður fjöldi til- vitnana í greinarnar og í einstaka starfsmenn Land- spítala í Science Citation Index (SCI). Forsendurnar eru þær að fjöldi greina í ISI gagnagrunninum sé vís- bending um magn vísinda eða nýrrar þekkingar og að fjöldi tilvitnana sé vísbending um gæði vísinda. UmlSIogSCI Það er til fjöldi af gagnagrunnum fyrir vísindarit en ástæður fyrir vali á þessum grunnum er að þeir eru elstir og best þróaðir. ISI og SCI gagnagrunnarnir eru staðsettir í Philadelphiu í Bandaríkjunum og stofnaðir 1963. Hugmyndafræðingur og stofnandi var Eugene Garfield sem setti fram kenningar um að ekki væri mögulegt eða nauðsynlegt að skrá öll tímarit í grunninn heldur myndu 500-1000 tímarit nægja til að fá yfirsýn yfir framgang allra vísinda (3). Hann notaði kenningar úr upplýsingatækni, Bradfords lögmál (4), sem var sett fram 1950 og þróaði það enn frekar með því að nota tilvitnanir til að velja þau tímarit sem skrá skyldi í grunninn (5). Árið 1981 voru aðeins 1000 vísindarit skráð í grunninn en þá voru gefin út 70.000 tímarit. Gagnagrunnarnir hafa stækkað og þróast og þeir þjóna enn því markmiði að gera grein fyrir meginstraumum í grunnvísindum og líf- og læknisfræði en þeir gefa ekki fullnægjandi mynd af félagsvísindum og listum. Fyrir þessar greinar hafa verið stofnaðir nýir gagnagrunnar: Social Science Citation Index (SSCI) og Arts & Humanities Citation Index (AHCI) (6). Einn megin kostur SCI umfram aðra gagnagrunna er að hann gerir mögulegt að sjá tilvitnanir í alla höfunda að greinum en ekki bara fyrsta höfund eins og var reyndar fyrst í þróun SCI. Gagnagrunnur ISI hefur verið gefinn út á geisladiski, National Science Indicators on Diskette (NSIOD), sem gefur upplýs- ingar um fjölda útgefinna greina og tilvitnanir í þær fyrir lönd og fagsvið yfir tímabilið 1981-1999. NSIOD skráir 5500 tímarit í grunnvísindum og á tæknisviðum, 1800 í félagsvísindum og 1200 í listum og bókmenntum. Alls eru skráðar 11 milljónir greina á NSIOD fyrir þetta tímabil. Stuðst var við upplýsingar af NSIOD í erlendum samanburði. Bókasafn Landspítala hefur ekki aðgang að NSIOD og voru upplýsingarnar því fengnar úr norskri (7) og finnskri (8) skýrslu og af vefsíðu RANNÍS. Ennfremur var stuðst við OECD skýrslur (9, 10) en önnur þeirra byggir á NSIOD 1981-2003 (18). Það er ekki hægt að gera beinan al- þjóðlegan samanburð á framlagi Landspítala en óbeinn samanburður er mögulegur þar sem hlutfall spítalans af framlagi íslands til ISI greinasafnsins kemur fram. Flokkun greina eftir fagsviðum var samkvæmt tímaritum sem þær voru birtar í og voru greinar ekki tvítaldar þó fleiri enn eitt fagsvið stæði að þeim. Upplýsingar um þessa flokkun má finna í heimild (7). Gert er ráð fyrir að birtar greinar á tímabilinu 1999-2003 sýni vísindavirkni eins og hún var fyrir sam- einingu sjúkrahúsanna en venjulegur tími frá upphafi rannsókna þar til þær birtast í ritrýndu tímariti er 3-5 ár. Til samanburðar var gerð samskonar úttekt fyrir helstu samstarfsaðila innanlands, Hjartavernd (HV) og íslenska erfðagreiningu (ÍE). Tímabilið 1970-2003 var skoðað í SCI varðandi tilvísanir í greinar og var það gert á Web of Science. Fjöldi greina Notaðar voru tvær meginaðferðir við að finna birtar ritrýndar greinar. 1. Gerð var leit í ISI gagnagrunninum að öllum greinum sem skráðar (lyklaðar) voru á gömul og ný heiti Landspítala fyrir tímabilið 1999-2003. Notaður var hugbúnaðurinn EndNote og í gegnum hann tengt á gagnagrunninn PubMed og leitað að nöfnum spítalans í lyklinum „affiliation". Gerð var samskonar leit að greinum fyrir ÍE og HV. Gallinn við þessa aðferð er að leitin verður aldrei tæmandi vegna mismunandi heita sem notuð voru og þess að skráningu rannsóknarstofnunar var stundum ábótavant. Greinar frá ÍE voru best skráðar. Fjöldi greina fyrir ísland allt var fundinn á sama hátt, með því að finna greinar í ISI grunninum sem voru skráðar á ísland. 2. Undanfarin þrjú ár hefur Skrifstofa kennslu, vís- inda og þróunar (SKVP) gefið út vísindahefti (11- 13) sem fyrstu tvö árin var þannig unnið að send var beiðni til allra forstöðumanna sérgreina og fræðasviða og þeir beðnir að gera grein fyrir vísinda- vinnu á árinu. Gallinn við þessa aðferð var sá að skil voru aldrei tæmandi og nokkur vinna var við að finna út hvaða útgáfur uppfylltu ISI skilmerkin. Við öflun upplýsinga fyrir árið 2003 voru aðferðir 1&2 notaðar saman og bættu hvor aðra upp. Það 840 Læknablaðið 2004/90 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.