Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 5
y M R Æ fl fl 0 G F R É T T I R 864 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Lífeyrir - tryggingar - bankaviðskipti Birna Jónsdóttir Minnum lækna á að taka þátt í rannsókn á umgjörð og heilsu í starfi lækna 865 Framhaldsnám í lyflækn- ingum á Landspítala: Fyrstu deildarlæknarnir útskrifaðir 866 Óhagkvæmt að flytja ferli- verkin til baka Rætt við Stein Jónsson um kostn- aðargreiningu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands á nokkrum teg- undum heilbrigðisþjónustu Þröstur Haraldsson 868 Vísvitandi sjálfsskaðar. Sj álfs vígstilr aunir Brynjólfur Ingvarsson 869 Orlofskostum fjölgar 870 Heilbrigðiskerfið sem hag- stjórnartæki Ingólfur S. Sveinsson 873 Rekstrarvandi og uppbygg- ing Landspítala Ólafur Örn Arnarson 874 Eru barna- og unglingageð- lækningar að deyja út? Viðhorf stjórnvalda til barna þarf að breytast segja þær Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Dag- björg Sigurðardóttir og Helga Hannesdóttir Þröstur Haraldsson 875 Afmælisboð Læknablaðsins 876 Bókarumfjöllun: Hugsjónir og hugarvingl Tómas Helgason 877 Frá fulltrúa LÍ í fastanefnd evrópskra lækna Katrín Fjeldsted 878 Þegar Henry Gray kom fyrst í læknadeild Háskóla Islands Örn Bjarnason 879 Félagið er afrakstur nor- rænnar samvinnu Rætt við Atla Þór Ólason for- mann Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar en félagið verður fertugt á jólaföstunni Þröstur Haraldsson 881 Ráðstefna til minningar um Jón Steffensen 882 Minning: George W. Simmons M.D. Halldór Baldursson 883 Frá Eli Lilly: Niðurstöður rannsókna birtar opinberlega 884 Reglur Fjölskyldu- og styrktarsjóðs sjúkrahús- lækna og heilsugæslulækna Fastir pistlar 887 íðorð 172: Blóðgjöf Jóhann Heiöar Jóhannsson 889 Faraldsfræði 42: Þáttagreining Anna Birna Almarsdóttir 891 Broshorn 54: Ofeldi og falskar Bjarni Jónasson 892 Læknadagar 2005 898 Styrkir/lausar stöður/ þjónusta 899 Okkar á milli 902 Sérlyfjatextar 907 Minnisblaðið Hin margumrædda vinnu- tímatilskipun Katrín Fjeldsted LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Birgir Andrésson (f. 1955) er myndlistarmaður sem segja má að sé mjög íslenskur en um leið fæst hann við málefni sem ofarlega eru á baugi í alþjóðlegu samhengi. Hann hefur leitað fanga í sögum, hefðum og handverki þjóðarinnar og dregið fram í verkum sínum sem unnin eru í ólíka listmiðla. Þau eiga það sam- eiginlegt að vera aðlaðandi, litrík og oft á tíðum gamansöm en geta um leið vakið áhorfendur til umhugsunar um knýjandi málefni okkar tíma. Fáir hérlendir listamenn hafa tekist á við sjálfsmynd þjóðar og rýni í menn- ingarsögu með þeim hætti að af því megi bæöi hafa gagn og gaman. ( sinni nýjustu myndaseríu, Nýbúar, frá þessu ári, sækir hann ekki langt aftur í tímann en Ora niðursuðudósirnar skipa óneitanlega sérstakan sess hjá þjóðinni sem vinsæl neysluvara. Á hverri Ijósmynd hefur Birgir plantað framandi plöntu í dós undan mis- munandi framleiðsluvöru niðursuðu- fyrirtækisins og tilgreinir með texta á myndinni hvað um sé að ræða. Allar eru plönturnar í dósunum gróskum- iklar og gefa von um að með frekari umönnun og umpottun í varanlegan jarðveg komi þær til með að dafna vel. Hér er ekki flókið myndmál á ferðinni og boðskapurinn Ijós, ef til vill pólitískari en áður hefur sést frá listamanninum. Önnur ný verk Birgis eru af svipuðum toga en það eru textamálverk þar sem titlar þekktra, erlendra, svart/hvítra kvikmynda eru málaðir með „íslenskum litum". Hann hefur lagt sig eftir að finna séríslenska liti sem hann leitar uppi í íslenskri byggingarlist og á minja- söfnum og flokkar eftir alþjóðlegum litakerfum. Hvort tveggja, Ijósmynd- irnar og málverkin, eru góð dæmi um hugmyndafræði listamannsins og húmor sem sjaldan er langt undan. Hann hefur verið fulltrúi Islands á Feneyjatvíæringnum þar sem hann sýndi m.a. handprjónaða fána í sauðalitunum. Ný verk prýða nú hina endurnýjuðu ferju Norrænu þar sem hann vann með gömul, íslensk frímerki. Ef til vill er hann þekktastur fyrir textaverk sem eru portrett eða lýsingar, þar sem fjallað er um fólk, hross, byggingar og sjórekin lík svo dæmi séu tekin. Þá er hann mikill teiknari auk þess sem hann vinnur með Ijósmyndir, skúlptúra, mynd- bönd og hljóð. Fram í janúar stendur yfir kynning á verkum Birgis í Safni á Laugavegi. Gleðileg jól! Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2004/90 825
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.