Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / NÝGENGI ÖRORKU Figure 3. Incidence of disability pension (both pension levels combined) in Iceland from 2000 to 2003, by age groups and gender. samband nýgengis örorku við þróun atvinnuleysis að vekja athygli. Aldursdreifing þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku breyttist lítið hjá báðum kynjum á tímabil- inu frá 1992 til 2000. Eins og sést á mynd 3 varð hins vegar aukning á örorku hjá konum á aldrinum 21-35 ára 2003, hún minnkaði hjá konum eldri en 50 ára til 2002 en jókst svo aftur stórlega árið 2003. Hjá 16-20 ára varð frekar lítil aukning en hjá 36 til 50 ára konum varð talsverð aukning árið 2003. Nýgengi örorku hjá körlum tók stökk í aldurshópum 36-50 ára og 51-66 ára á árinu 2003. í eldri hópnum kom það í kjölfar lækkunar sem hafði orðið frá 2000-2002, eins og hjá konum. Breyting nýgengis var frekar lítil í yngstu ald- urshópum karla, þó nokkurrar aukningar hafi gætt þar á seinni hluta tímabilsins. Ef tillit er tekið til mismunandi stærðar aldurs- hópanna er Ijóst að mesta fjölgun einstaklinga með örorkumat á árinu 2003 var hjá konum á aldrinum 26-35 ára og konum sem eru eldri en 51 árs, en hjá körlum fjölgaði mest einstaklingum sem eru 41-50 ára og svo 56-66 ára. Aukningar atvinnuieysis 2002-2003 gætti í öllum aldurshópum, en þó hlutfallslega mest í hópnum 20-34 ára, sem á sér samsvörun í aukningu nýgengis örorku hjá konum það árið, en ekki í sama mæli hjá körlum. Ef atvinnuástand hefur bein áhrif á nýgengi örorku þá má ætla að eldra fólk á vinnu- markaði sé viðkvæmara fyrir atvinnuleysi og auknu álagi vegna aukinna krafna. Mynd 4 sýnir loks samband milli umfangs lang- tímaatvinnuleysis á íslandi og nýgengis hærra örorku- stigsins (75%) á tímabilinu 2000 til 2003. Sambandið er mjög sterkt (Pearson r=0,85) og hin sérstaka aukn- ing á fólki í hærra örorkustiginu á árinu 2003 á sér samsvörun í verulegri aukningu þess fjölda fólks sem hefur verið atvinnulaust í sex mánuði eða lengur. Umræða Algengi örorku í heild (bæði örorkustigin saman- lögð) á íslandi hafði ekki aukist árið 1996 í saman- burði við árið 1976 (11, 12). Frá 1996 til 2002 hafði algengi örorku hins vegar aukist. Líklegt þótti í fyrri rannsókn að þessa aukningu mætti einkum rekja til breyttra forsendna örorkumats með tilkomu örorku- matsstaðals og breyttra aðstæðna á vinnumarkaði (1). í kjölfar gildistöku staðalsins 1. september 1999 fjölg- aði konum sem metnar voru til hærra örorkustigsins á árinu 2000, en ekki urðu aðrar marktækar breytingar á fjölda nýrra öryrkja (8,9). Sú rannsókn náði aðeins fram til ársins 2000. í núverandi rannsókn eru skoðaðar breytingar á nýgengi örorku ár frá ári á tímabilinu 1992 til 2003. Nokkur aukning varð á nýgengi hærra örorkustigsins hjá konum frá 1999 til 2000. Petta fellur í tíma saman við gildistöku örorkumatsstaðalsins í september 1999, en á sama tíma varð hins vegar sambærileg aukning á atvinnuleysi hjá konum. f því ljósi verður ekki full- yrt að gildistaka staðalsins hafi sem slík orðið til þess að auka nýgengi örorku. Breytt fyrirkomulag örorku- mats skýrir heldur ekki þær breytingar sem urðu að öðru leyti á nýgengi örorku á því tímabili sem nú- verandi rannsókn nær til. Sveiflur í atvinnuleysi eiga sér sterka samsvörun í breytingum á nýgengi örorku á tímabilinu. Nýgengi örorku var tiltölulega hátt á árunum 1993 til 1995 samhliða mikilli aukningu at- vinnuleysis og þegar úr atvinnuleysi dró á næstu árum dró einnig úr nýgengi örorku. Hækkun nýgengis ör- orku meðal kvenna á árinu 2000, í kjölfar upptöku hins nýja örorkumatsstaðals, á sér einnig samsvörun í aukningu atvinnuleysis meðal kvenna það ár. Loks fylgist að mikil aukning á nýgengi örorku og bæði á atvinnuleysi almennt og langtímaatvinnuleysi hjá báð- um kynjum á árinu 2003. Figure 4. Relationship between unemployment of long duration (more than six months) and number ofnew cases of the higher level ofdisability pension (disability grade at least 75%) in Iceland from 2000 to 2003. Læknablaðið 2004/90 835
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.