Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKARDÓMUR / EVRÓPUSAMSTARF ekki á sig sjúklegan blæ fyrr en 1888. Á árunum 1894- 96 fær hann fjögur köst með ákveðnum sturlunarein- kennum. Þrátt fyrir þau hélt hann áfram ritstörfum en þó einkum eftir þau. Ýmsir töldu sturlunareinkennin svo mikil og viðvarandi að líklega væri um geðklofa að ræða, aðrir töldu að geðröskunin stafaði af eitrun, áfengiseitrun eða eitrun sem hann hefði fengið í sam- bandi við tilraunir til gullgerðar. Aðrir, þar á meðal Retterstöl (1), telja að sturlun- ina megi rekja til persónugerðar og áfalla, sem Strind- berg varð fyrir, þ.e. að um hafi verið að ræða aðsókn- arröskun með geðklofaívafi. Sumir af þeim sem fjallað er um í bókinni leituðu læknis eða voru jafnvel innlagðir á geðdeild, sbr. norsk-danski rithöfundurinn Amalie Skram, sem rit- aði svo heiftarlega skáldsögu eftir eina veru sína að yfirlæknir deildarinnar flæmdist úr starfi, en hún varð síðar að leggjast inn annars staðar. Pessi bók (1) er fróðleg og gagnleg lesning fyrir alla, en kannski sérstaklega fyrir heilbrigðisstarfs- menn og verðandi heilbrigðisstarfsmenn. Hún ætti að stuðla að auknum skilningi á geðröskunum og draga úr fordómum. Það á að vera hægt að tala um geðrask- anir eins og aðra sjúkdóma, eins og t.d. norski for- sætisráðherrann gerði er hann tilkynnti að hann þyrfti að taka sér frí frá störfum vegna geðlægðar, eða eins Nóbelsverðlaunahafi, sem talaði nýlega í sjónvarpi frjálslega um nokkrar innlagnir sínar á geðdeild. Heimild Retterstöl N. Store tanker, urolige sinn; 21 psykiatriske portrett- er. N.W. Damm & Sön 2004, Oslo. Frá fulltrúa LÍ í fastanefnd evrópskra lækna Fastanefnd evrópskra lækna, CPME, var stofnuð í Amsterdam 1959 og hefur haft aðsetur í Brússel síð- an 1992. Fundir fjögurra vinnuhópa og stjórnar eru haldnir í Brússel vor og haust og í nóvember ár hvert er aðalfundur. Núverandi forseti er Svíinn Bernard Grewin og framkvæmdastjóri Lisette Tiddens-Eng- wirda. Kalla má CPME sameiningartákn fyrir helztu evr- ópsku læknasamtökin enda rúmast innan þeirra um tvær milljónir lækna í Evrópu. Undirrituð hefur verið fulltrúi íslands hjá CPME síðastliðin fimm ár og er nú skoðunarmaður reikninga. Læknafélag Islands fær öll gögn frá CPME í hendur og heldur þeim til haga. Ég hef skrifað skýrslur um flesta fundi sem ég hef sótt og birt það efni sem ég hef talið sérlega áhugavert sem greinar í Læknablaðinu. Tvær birtust á síðasta vetri, önnur í desember 2003 og hin í aprfl 2004. Báðar fjöll- uðu um efni sem íslenzka lækna varðar um. Annars vegar var sagt frá meðferðaráætlun fyrir lækna með geðsjúkdóma og/eða fíkilshegðun en hin greinin var um samstarf lækna og lyfjafyrirtækja (sjá Læknablað- ið 2003; 89: 974-5 og 2004; 90: 427). Haustfundur CPME var haldinn í Brússel dagana 10. og 11. september. Fundinn sótti undirrituð ásamt varaformanni LÍ, Jóni G. Snædal. Þar sem við vorum tvö gátum við sótt fundi í öllum fjórum nefndunum, en í fyrra var ákveðið að halda fundi þeirra samhliða, tvo og tvo, í sparnaðarskyni. CPME kemur málum aðildarfélaganna á framfæri hjá viðeigandi yfirvöld- um í Brússel, með formlegum og óformlegum hætti, eða því sem kallað er lobbyismi. Fylgzt er af fremsta megni með því starfi sem fram fer á vegum ESB, svo sem vinnu að lagasetningu og reglugerðum sem fjalla um heilbrigðismál og öðru því sem læknar telja sér vera viðkomandi. Starf CPME er því mikilvægt til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og þar með heilbrigð- isyfirvalda í aðildarlöndum ESB og vert er að minna á að flestar ákvarðanir sem teknar eru þar skila sér inn í íslenzk lög og reglugerðir vegna aðildar Islands að EES samkomulaginu. Þá er CPME að sjálfsögðu einn- ig í ráðgjafahlutverki fyrir hlutaðeigandi stofnanir á vegum ESB. Flest alþjóðleg samtök lækna eiga í nokkrum fjárhagserfiðleikum og reyna eftir fremsta megni að skera niður kostnað, samnýta húsnæði, draga úr pappírsflóði, túlkaþjónustu á fundum og þýðingum svo eitthvað sé nefnt. Kostnaðargreining í bókhaldi CPME hefur aukizt mjög síðustu eitt til tvö ár og mið- ar að því að gera þetta sýnilegt og má segja að bók- haldið sé að verða vel gegnsætt. Fram hafa komið frekari sparnaðartillögur, svo sem að þau lönd sem þurfa að láta þýða öll skjöl af ensku á móðurmál sitt og túlka jafnharðan það sem sagt er á fundum beri sjálf kostnað sem af því hlýzt. Það er hagstætt fyrir norrænu læknafélögin því allir í sendinefndum þeirra láta sér nægja ensku. Skoðunar- maður reikinga hefur unnið að þessum sparnaðartil- lögum og breytingum á bókhaldi með gjaldkeranum sem er Daniel Mart frá Lúxemborg. Katrín Fjeldsted Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi LÍ í CPME. Læknablaðið 2004/90 877
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.