Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 16

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 16
FRÆÐIGREINAR / NÝGENGI ÖRORKU Sérstaklega athyglisvert er hve sterk fylgni er milli mikillar aukningar atvinnuleysis, umfangs langtímaat- vinnuleysis og nýgengis örorku á árinu 2003.1 könnun sem Gailup á fslandi gerði í október árið 2003 meðal starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 25- 65 ára var fólk spurt hvort vinnuálag þess hefði aukist eða minnkað á síðastliðnum 12 mánuðum (13). Það er einmitt tímabilið sem atvinnuleysi var að aukast. Um 44% sögðu að álag í vinnu hefði aukist hjá þeim á síðustu 12 mánuðum, 45% sögðu það hafa staðið í stað og tæp 11% sögðu það hafa minnkað. Það er því hátt í helmingur vinnandi fólks sem segir álag hafa aukist. Þetta ásamt auknu nýgengi örorku á sama tíma styður þá tilgátu að þeir sem veikari eru fyrir á vinnumarkaði geti frekar hafa orðið fyrir þrýstingi sem þeir ekki hafi staðist eða þá að þeir hafi einfald- lega misst vinnu sína og lent í heilsufarslegum erfið- leikum í kjölfarið. Sterkt tölfræðilegt samband milli þróunar atvinnu- leysis og nýgengis örorku sem hér hefur verið sýnt bendir til þess að um orsakatengsl geti verið að ræða. Þeir sem búa við skerta færni vegna heilsubrests eru líklegir til að hrökklast fyrr úr vinnu en aðrir þegar kreppir að á vinnumarkaði (5,14,15) og sækja þá um örorkubætur (15). Langvarandi atvinnuleysi getur auk þess valdið heilsubresti, svo sem þunglyndi og hjartasjúkdómum (15-19). Langvarandi atvinnuleysi rýrir augljóslega fjárhagslega og félagslega stöðu fólks (18). Jafnframt hefur hjá mörgum þjóðum ver- ið sýnt fram á að heilsufar versnar og dánartíðni eykst í kjölfar tímabila með miklu og langvarandi at- vinnuleysi (18, 19). Langvarandi atvinnuleysi getur meðal annars leitt til lakara heilsufars og aukinnar dánartíðni með því að stuðla að breyttum lífshátt- um með aukinni neyslu áfengis, tóbaks og fitu og hreyfingarleysi. Atvinnuleysi getur valdið kvíða og þunglyndi og það og lakari fjárhagur af þess völd- um geta orðið til þess að draga úr að fólk nýti sér heilbrigðisþjónustu. Þá getur atvinnuleysi skaðað fé- lagslegt stuðningsnet fólks með því að rjúfa tengsl við starfsfélaga og sundra fjölskyldum (18). Loks er þess að geta að atvinnuleysi eykur efnahagslegan ójöfnuð í þjóðfélaginu. Markt bendir til að heilsuleysi og dán- artíðni aukist með auknum ójöfnuði (20). Hvað hér býr á bak við er ekki með öllu ljóst, en leiða má að því líkum að sálfélagslegar ástæður séu mikilvægar engu síður en efnislegar og félagslegar aðstæður (21,22). í Svíþjóð hefur vaxandi örorka meðal annars ver- ið tengd auknu atvinnuleysi (23). í könnun á högum þeirra sem urðu öryrkjar á íslandi árið 1997 reyndust 45% þátttakenda einhvern tíma hafa verið atvinnu- lausir, þar af 35% á undanförnum fimm árum (24). í Svíþjóð hefur stór hluti öryrkja einnig verið atvinnu- laus áður en sótt var um örorkubætur (15). Þar sem hér er um athyglisverð tölfræðileg tengsl nýgengis örorku og atvinnuleysis að ræða telja höf- undar ástæðu til að þessari rannsókn verði fylgt eftir með rannsókn sem greini ítarlega tengsl vinnu og ör- orku og byggi á sjálfstæðu úrtaki eða langtíma eftir- fylgni (panel-hópi). Vegna þess samspils atvinnuleysis og heilsufars sem hér hefur verið fjallað um er mjög mikilvægt að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til þess að draga úr heilsubresti af völdum atvinnuleysis og hins vegar til að bæta stöðu fólks sem stendur höll- um fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu. Heimildaskrá 1. Thorlacius S, Stefánsson SB. Algengi örorku á íslandi 1. desem- ber 2002. Læknablaðið 2004; 90: 21-5. 2. Heimasíða Hagstofu íslands: www.hagstofa.is 3. Heimasíða Vinnumálastofnunar: www.vinmunalastofnun.is 4. Lög um almannatryggingar nr. 117/1993 með síðari breytingum. 5. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni ör- orku á Íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84:629-35. 6. Baldursson H, Jóhannsson H. Nýr staðall fyrir örorkumat á íslandi. Læknablaðið 1999; 85:480-1. 7. Thorlacius S. Breytt fyrirkomulag örorkumats á íslandi og starf- ræn endurhæfing á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Lækna- blaðið 1999; 85:481-3. 8. Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87:721-3. 9. Thorlacius S. Stefansson S, Johannsson H. Incidence of disability pension in Iceland before and after introduction of the British functional capacity evaluation „All work test“. Disability Medi- cine 2003; 3:5-8. 10. Bland M. An Introduction to Medical Statistics. Oxford Univer- sity Press, 1995. 11. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S, Rafnsson V. Breytingar á algengi örorku á fslandi 1976-1996. Læknablaðið 2001; 87: 205- 9. 12. Thorlacius S, Stefánsson SB. Ólafsson S, Rafnsson V. Changes in the prevalence of disability pension in Iceland 1976-1996. Scand J Publ Health 2002; 30: 244-8. 13. Gallup á íslandi (2003), Að kaupa sér tíma. Könnun fyrir Hið gullna jafnvægi, www.hgj.is 14. Ólafsson S. fslenska leiðin. Almannatryggingar og velferð í fjöl- þjóðlegum samanburði. Reykjavík: Tryggingastofnun ríkisins - Háskólaútgáfan, 1999. 15. Selander J, Marnetoft SU, Ekholm J, Bergroth A. Unemploy- ment among the long-term sick. Eur J Phys Med Rehabil 1996; 6: 150-3. 16. Jónsdóttir GA, Ólafsson S. Atvinnulausir á fslandi 1993. Félags- vísindastofnun Háskóla fslands, 1993. 17. Marnetoft SU, Selander J, Bergroth A, Ekholm J. Unemployed long-term sicklisted people in rural Jamtland compared with circumstances in the city of Stockholm, Sweden. Work 1998; 10: 3-8. 18. Brenner MH. Final report to the European Commision Direc- torate General for Employment, Industrial Relations and Social Affairs. VC 2001/0224. The European Commision, Employment and Social Affairs, 2001. 19. Bellaby P, Bellaby F. Unemployment and ill healh: Local labour markets and ill health in Britain 1984-1991. Work, Employment & Society 1999; 13:461-82. 20. Wilkinson RK. Income distribution and life expectancy. BMJ, 1992,304:165-8. 21. Lynch JW, Davey Smith G, Kaplan GA, House JS. Income in- equality and mortality: importance to health of individual in- come, psychosocial environment, or material conditions. BMJ 2000; 320:1200-4. 22. Marmot M, Wilkinson RG. Psychosocial and material pathways in relation between income and health: a response to Lynch et al. BMJ 2001; 322:1233-6. 23. Lidwall U, Thoursie PS. Sjukfránvaro och förtidspension - en beskrivning och analys av utvecklingen under de senasta decen- nierne. Riksförsákringsverket, Stokkhólmi, febrúar 2000. 24. Thorlacius S, Stefánsson SB, Jónsson FH, Ólafsson S. Social circumstances of recipients of disability pension in Iceland. Dis- ability Medicine 2002; 2:141-6. 836 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.