Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / SVÆSIN SÝKLASÓTT Sigrumst á sýklasótt - Leiðbeiningar um meðferð við svæsinni sýklasótt hjá fullorðnum Gísli H. Sigurðsson Alma D. Möller SÉRFRÆÐINGAR í SVÆF- INGA- OG GJÖRGÆSLU- LÆKNINGUM Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Alma D. Möller, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 5437457. almam@landspitali. is Lykilorð: sýklasótt, svœsin sýklasótt, blóðeitrun, sýklasótt- arlost, sýking, leiðbeiningar, gagnreynd lœknisfrœði. Inngangur Sýklasótt (sepsis), áður nefnd blóðeitrun’, er alvar- legt heilkenni sem orsakast af almennu bólguvið- bragði líkamans við alvarlegri sýkingu. Dánartíðni við svæsna sýklasótt (sjá skilgreiningar í töflu I) er á milli 30 og 50%. Þrátt fyrir miklar rannsóknir og aukna vitneskju um sjúkdóminn fer tala dauðsfalla hækkandi vegna vaxandi tíðni sjúkdómsins. Því hafa 11 alþjóðleg samtök lækna hleypt af stokkunum átaki þar sem markmiðið er að bæta greiningu og meðferð við sýklasótt og þannig lækka dánartíðni. Þetta átak nefnist „Surviving Sepsis Campaign" www.survi- vingsepsis.org sem á íslensku gæti heitið „Sigrumst á sýklasótt“. Markmiðið er að minnka dánartíðni af völdum sýklasóttar um 25% á næstu fimm árum. í þessu augnamiði hafa verið gefnar út allítarlegar leiðbeiningar um meðferð á svæsinni sýklasótt sem byggðar eru eins og kostur er á gagnreyndri lækn- isfræði (1). Þá hefur verið ráðist í kynningarátak í mörgum löndum, bæði meðal lækna og sumstaðar jafnvel meðal almennings. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að minnka dánartíðni af völdum sýkla- sóttar ef sjúklingar fá skjóta og markvissa meðferð í upphafi sjúkdómsferilsins (2). Þar skiptir meðferðin fyrstu klukkustundirnar sköpum. Þess vegna er mik- ilvægt að allir læknar séu vel meðvitaðir um snemm- búin einkenni sýklasóttar og fyrstu viðbrögð. Hér á eftir eru nefndar leiðbeiningar kynntar á íslensku og í einu af næstu tölublöðum Læknablaðsins er ætlunin að birta ítarlega yfirlitsgrein um sýklasótt. Skilgreiningar Sýklasótt er skilgreind sem almenn bólguviðbrögð líkamans við alvarlegri sýkingu. Til samræmingar hefur hópur sérfræðinga sameinast um skilgreiningar á sýklasótt (sepsis), svæsinni sýklasótt (severe sepsis) og sýklasóttarlosti (septic shock) og hafa þessar skil- greiningar orðið fastar í sessi, sjá töflu I (3). Sýklasótt án fylgikvilla er sennilega vangreind og ekki alltaf sem sjúklingar þurfa innlögn eða leita læknis. Svæsna * Jóhann Heiðar Jóhannsson stakk upp á því í pistli sínum nr. 63 (sjá Læknablaðið 2001; fylgirit 41) að „sepsis“ verði nefnd „sýklasótt“ en í Orðasafni eru nefnd orðin „graftrarsótt“, „blóð- sýking“ og „blóðeitrun“. Orðið blóðeitrun hefur gjarnan verið notað um sepsis en hefur þann ókost að leikmenn tengja orðið blóðeitrun gjarnan sýkingum sem upprunnar eru í húð, einkum vessaæðabólgu (lymphangitis). Undirrituð mæla með notkun orðsins „sýklasótt“, það er þjált og auðvelt að þýða „severe sepsis“ sem „svæsin sýklasótt“ og „septic shock“ sem „sýklasótt- arlost“. Pá á það einnig vel við orðið „bólgusótt“ sem er notað um „systemic inflammatory response syndrome“, sjá töflu I. ENGLISH SUMMARY Sigurðsson GH, Möller AD Surviving Sepsis Campaign Guidelines Læknablaðið 2004; 90: 855-60 The mortality of severe sepsis is growing due to increased incidense of the syndrome. The speed and appropriateness of therapy administered in the initial hours is likely to influence outcome. Thus, eleven organizations of experts have developed guidelines, evidence based as far as possible, for the bedside management of patients, aimed at improving diagnosis and outcome in sepsis. The guidelines are a part of a campaign named “surviving sepsis campaign", see www. survivingsepsis. org The present article is aimed at introducing the guide- lines to icelandic doctors. Key words: sepsis, severe sepsis, septic shock, infection, guidelines, evidence based medicine. Correspondence: Alma D. Möller, almam@landspitali.is Tafla I. Skilgreiningar á sýkiasótt, svæsinni sýkiasótt og sýklasóttarlosti. Sýklasótt (sepsis) Sjúklingurinn sýnir tvö eða fleiri neðantalinna einkenna í tengslum við sýkingu: (Þessi einkenni geta verið til staðar án þess að um sýk- ingu sé að ræða og er þá talað um heilkenni almennra bólguviðbragða eða bólgusótt (systemic inflammatory response syndrome, SIRS) 1. Lfkamshiti >38°C eða <36°C 2. Hjartsláttartíðni >90 slög/mínútu 3. Öndunartíðni >20 andartök/mínútu eða hlutþrýst- ingur koltvfsýrings í blóði (PaC02) <32 mmHg 4. Fjöldi hvítra blóökorna >12,000/mm3, <4000/ mm3, eða >10% óþroskuð hvít blóðkorn Svæsin sýklasótt (severe sepsis) Auk sýklasóttar hefur sjúklingurinn einkenni um van- starfsemi á líffærum, teikn um minnkaö gegnflæði um líffæri eða lágan blóðþrýsting. Einkenni um minnkað gegnflæði geta verið sýring í blóði, minnkaður þvagút- skilnaður eða nýtilkomnar breytingar á meðvitund. Sýklasóttarlost (septic shock) Sjúklingurinn hefur svæsna sýklasótt og lágan blóðþrýst- ing og/eða teikn um minnkað gegnflasði um Ifffæri þrátt fyrir fullnægjandi vökvameöferð. Sjúklingar sem hafa þörf fyrir asðavirk lyf falla undir þessa skilgreiningu. Læknablaðið 2004/90 855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.