Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF ALDRAÐRA TIL DAUÐANS hjálpa fólki. „ Lœknisgáfan er til að hjálpa og því sjálfsagt að þiggja meðöl. “ b. Annar einstaklingur vísaði til ráðlegginga lækna varðandi meðferð við lífslok, treysti sér ekki til að taka afstöðu: „Eg myncii spyrja lœknana afþví þeir hafa mesta vitið á því. “ Hér á eftir verða einstakir þættir teknir og kafað dýpra í þá. Læknisfræðilegar eða heilsufars- legar upplýsingar er það fyrsta sem sjúklingurinn heyrir og tekur afstöðu til. Þar sem markmið þess- arar rannsóknar er að skoða afstöðu sjúklingsins til upplýsinganna verður ekki frekar rætt hér um þær. Fyrst verða viðhorf til lífsins og dauðans tekin fyrir því þau viðhorf liggja til grundvallar því hvenær lífið er betra en dauðinn og þess virði að lifa því og á hinn bóginn hvenær verður dauðinn betri en lífið? Hvernig nálgast menn dauðann og horfast í augu við hann og takast á við lífið og tilveruna? Viðhorf til lífsins, lífsgildi Hvers vegna er betra að lifa en að deyja? Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Þessar spurningar eru mikilvægar þegar rætt er um meðferð sem varðar líf og dauða. Að lífið sé betra en dauðinn er forsenda þess að þiggja meðferð við lífshættu- legum sjúkdómi, annars væri betra að deyja: 1. Andleg gildi, guðstrú og tengsl við náttúruna gefur lífinu gildi: „Ég trúi á almœttið og ég trúi á Jesú Krist og kannski trúi ég númer eitt á almœttið. Ég trúi að fyrir öllu sé séð. Ég held að náttúran sé svo full- komin, lífið sé svo fullkomið að það verði fyrir ölltt séð hvað sem hendir mann. “ 2. Tengsl við ástvini: „ Góðir œttingjar, góðir vinir, tengsl við lífið og fegurðina, mér finnst það vera það sem maður lifir á.“ 3. Að njóta lífsins á ýmsan hátt til dæmis með bókalestri, tónlist eða skemmtunum: „Hlusta á músík og fara í leikhús, nr. 1. að lesa. Útivera, ferðast um ekki síður hérna heldur en í útlöndum finnst mér eiginlega vera mjög skemmtilegt.“ 4. Góð heilsa er oft forsenda þess að njóta þess sem lífið býður uppá: „ Ég lít nú þannig á það með líftð að mér finnst það vera yndislegt og er jákvœður að því leyti ... að vera lifandi og heilbrigður, finnst mér dá- samlegt. Maður veit um marga á mínum aldri, að þeir eru orðnir leiðir á lífinu vegna þess að heilsan er slœm. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hef verið heppinn með heilsuna og gert mikið til að rœkta mína heilsu, farið í sund og gönguferðir ogfleira. Pað hefur hjálpað mjög mikið. Maður lítur bjartar á lífið efmaður hreyftr sig mátulega og stundar íþróttir. Pað finnst mér bara líftð. “ 5. Að starfa er uppspretta lífsánægju: „Ég hef alltafverið ánœgð, ánœgð með mitt kaup og mér hefur bara fundist það svo dásamlegt að hafa verið út í samfélaginu og starfa. “ 6. Lífslöngun þrátt fyrir erfiðleika: a. Lífslöngun óháð aldri: „Mér finnst lífið dá- samlegt. Mig langar ekkert til að deyja strax, þótt ég sé orðin 82 ára gömul. Ég er svo hepp- in að ég hefverið heilsuhraust. “ b. Lífslöngun óháð heilsuleysi: „Ég held aðfólk sem er orðið svona illafarið, hugsa ég að það vilji frekar halda í lífið eins lengi og hœgt er. “ 7. Þroski við erfiðleika. Margir lýstu erfiðleikum sem þeir höfðu tekist á við og komist yfir og lífið verið gott og innihaldsríkt þrátt fyrir það. Sorg og missir lýsa þeim erfiðleikum helst: „Fyrst eftir að maðurinn minn dó [hélt ég] að ég hefði ekkert til að lifa fyrir en á seinni árum þá hef ég verið svo mikið í að aðstoða hann á einhvern hátt. En nú er rúmt ár síðan hann dó en sem beturfer hefég alltafnóg að gera og svo hef ég börnin og barnabörnin. “ Annar einstaklingur hefur „geymt en ekki gleymt" og lifað vel þrátt fyrir miklar hörmung- ar sem hún upplifði sem barn. Hún og aðrir að- standendur fundu sér mismunandi leiðir til að takast á við erfiðleika og allir áttu gott líf þrátt fyrir allt. „Þessa hluti hefég aldrei rifjað upp, ég hefaldrei sagt börnunum mínum frá þessu eins og var, nei ég vil ekki flytja þessa sorg yftr á aðra kynslóð, sem ekki er fœdd, það er engin þörf á því og ég hef alveg lifað lífmu vel eftir þó ég hafi ekki gleymt hlutunum . . . Maður er náttúrulega búin að sjá margar hliðar á þessu öllu, en ég hef verið dugleg að ýta frá mér því sem mér hefur fundist vera neikvœtt. “ Viðhorf til dauðans 1. Sátt við dauðann. Almennt voru viðmælendur sáttir við dauðann og enginn beinlínis óttaðist hann eða kveið honum. Ástæður þess eru ýmsar: a. Hár aldur: „Þegar maður er kotninn á þennan aldur þá ftnnst mér dauðinn vera eðlilegtir og ég er alltaf tilbúinn að taka á móti honum. “ b. Heilsuleysi undirbýr mann fyrir dauðann: „Ég er ekki að óska eftir að fara að deyja, en 520 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.