Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILSUVERND BARNA
Miðlæg þjónusta heilsuvemdar barna:
ný verkefni á nýrri öld
Fyrri grein Geirs um
Miðstöð heilsuverndar barna
(MHB), fyrrum barnadeild
Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur, birtist í
maítölublaði Læknablaðsins
(1). Hér verður greint frá
verkefnum á þremur sviðum
MHB sem hafa það að
markmiði að styrkja starf
heilsugæslunnar fyrir börn
og fjölskyldur með öflugri
þverfaglegri og miðlægri 2.
stigs þjónustu.
Höfundur er barnalæknir og
forstöðumaður á Miðstöð
heilsuverndar barna.
Svið ung- og smábarnaverndar
Þetta svið á hvað dýpstar rætur í starfi Miðstöðvar
heilsuverndar barna (MHB). Umfang hefðbund-
innar ung- og smábarnaverndar hefur farið minnk-
andi á sl. árum samhliða vaxandi áherslu á ný verk-
efni á sviði sértækrar ung- og smábarnaverndar.
Ung- og smábarnasvið MHB - Helstu markmið
• Stuðla að ánægjulegri brjóstagjöf fyrir móður
og barn.
• Skipuleggja og samhæfa forvarnir og þjónustu
um svefn- og svefnvandamál í ung- og smá-
barnavernd.
• Bæta geðheilsu með því að fyrirbyggja hegó-
unarfrávik barna og draga úr vandamálum
sem þegar eru til staðar.
• Ung- og smábarnavernd sé í stakk búin til að
veita þroskaheftum foreldrum þjónustu I sam-
ræmi við þarfir hvers og eins.
Brjóstagjöf
Brjóstagjöf er mikilvæg móður og barni og
rannsóknir sýna margvísleg jákvæð skamm- og
langtímaáhrif á heilsu barna. Þó brjóstagjöf sé
almenn hér á landi (2) má efla hana enn frekar
(3) með samræmdri fræðslu og ráðgjöf til mæðra.
Þróa þarf námskeið til að efla þekkingu þeirra
sem vinna með mæður með barn á brjósti. Góð
fagþekking á brjóstagjöf, eins og IBCLC-viður-
kenndir (International Board Certified Lactation
Consultant) brjóstaráðgjafar heilsugæslunnar hafa,
skapar mörg tækifæri til framfara á þessu sviði.
Svefn ungbarna
Svefn ungbarna, eða svefnleysi og grátur, veldur
áhyggjum hjá foreldrum og rannsóknir sýna að
mikill grátur geti verið undanfari ofbeldis á fyrstu
sex mánuðum lífsins (4). Vaxandi þjónusta fyrir
börn með svefnvanda á Barnaspítala Hringsins
endurspeglar þetta vandamál en er um leið ábend-
ing til heilsugæslunnar um að gera betur. MHB
vinnur að skipulagningu verkefnis um svefn ung-
barna sem felst í að auka þekkingu og færni starfs-
fólks að kljást við vandamál á þessu sviði.
Agi og uppeldi
Á síðustu misserum hefur MHB unnið að því að
efla þekkingu foreldra og fagfólks á aga og uppeldi
(5). Námskeið hafa verið hönnuð fyrir fagfólk til að
vera leiðbeinendur á foreldranámskeiðum og æski-
legt að slík námskeið verði sjálfsagður þáttur í ung-
og smábamavernd, foreldrum að kostnaðarlausu.
Proskaheftir foreldrar
Þroskaheftir einstaklingar, með greind undir 70-
75, eignast börn í samræmi við rétt sinn sem frjálsir
þegnar. Við þungun þarf að sinna þessum foreldr-
um sérstaklega og veita þeim aðstoð við að sinna
börnum sínum eftir fæðingu. MHB hefur á liðnum
misserum veitt slíka þjónustu og stutt við þróun
fræðsluefnis (6). Efnið er aðgengilegt á rafrænu
formi á MHB fyrir allt starfsfólk heilsugæslunnar.
Svið skólaheilsugæslu
Skólaheilsugæsla í Reykjavík var frá opnun Heilsu-
verndarstöðvarinnar árið 1957 stýrt þaðan. Með
tilkomu heilsugæslustöðva færðist ábyrgðin yfir á
heilsugæslustöð í hverfi skólans, ekki síst eftir að
embætti skólayfirlæknis var lagt niður árið 1992.
Skólasvið MHB er nýr miðlægur vettvangur innan
heilsugæslunnar til að þróa og efla skólaheilsu-
gæslu.
Skólasvið MHB - Helstu markmið
• Innflytjendur og börn þeirra njóti fræðslu,
stuðnings og þjónustu heilsugæslunnar til
jafns við aðra.
• Börn með langvinnan heilsuvanda njóti skóla-
heilsugæslu sem tekur tillit til sérstakra þarfa
þeirra og fjölskyldna.
Langveik börn
Með betri meðferð erfiðra sjúkdóma og stefnu-
mörkun skólayfirvalda um skóla án aðgreiningar,
hefur börnum með erfiða og langvinna sjúkdóma
fjölgað í skólum á síðastliðnum árum. Þverfaglegur
verkefnishópur á MHB kannar nú með stuðningi
ráðuneytis heilbrigðismála umfang þessa hóps
barna hér á landi og þörf þeirra á þjónustu í skól-
um.
Innflytjendur
Fjöldi barna með erlendan bakgrunn hefur vaxið
mjög hér á landi á síðustu árum. Börnin og for-
eldrar þeirra koma mörg hver frá samfélögum með
breytileg viðrnið og reynslu hvað snertir heilsu og
542 Læknaulaðið 2005/91