Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STJÓRNUNARVANDI LAN DSPÍTALA og síðast af ákvörðunum lækna. Þess vegna hafa stjórnvöld freistað þess að koma sér upp sveitum rekstrarfræðinga sem ætlað er að koma böndum á þessi útgjöld. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert en gallinn er sá að rekstrarfræðingar bera ekki skynbragð á fag- leg læknisstörf. Þeir eiga því erfitt með að greina á milli þess sem með réttu telst vera sóun og óráðsía og hins sem er nauðsynlegur þáttur í framkvæmd læknisfræðinnar. Þetta eiga hins vegar hæfustu fagmenn lækninga í hverri sérgrein að geta greint auðveldlega og þá ber að ráða í störf yfirlækna. Vandamálið er þekkt úr öðrum geirum samfé- lagsins. Um árabil hafa til dæmis staðið deilur um það meðal háskólamanna í hinum vestræna heimi hvort rétt sé að fela stjórnun háskóla fagmönnum, til dæmis heimspekingum svo nærtækt dæmi sé tekið, eða hvort réttara sé að ráða viðskiptafræð- inga í rektorsstöðurnar því allt snúist þetta hvort eð er um peninga. Undirritaður sat í vor fund þar sem fjallað var um mál sem við fyrstu sýn virtist allsendis óskylt heilbrigðiskerfinu, sem sé fréttastjóramál Ríkisútvarpsins. Þar var þó líka tekist á um það hvort réttast væri að fréttastjórinn væri fagmaður í blaðamennsku eða rekstrarfræðingur. Einn frummælenda var Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsfræði við Háskóla íslands. Hann sagði frá því að nú væri víðast hvar í Banda- ríkjunum og Evrópu verið að hverfa frá því að ráða viðskiptafræðinga til að stjórna háskólum. Meginröksemdin fyrir því væri nefnilega fallin en hún var sú að viðskiptafræðingar kynnu leiðir til að auka hagkvæmni í rekstri. Það hefði komið í ljós að vegna þess að viðskiptafræðinga skorti akadem- íska þekkingu á starfi háskóla hefðu þeir brugðist við með því að fjölga ráðgjöfum og millistjórn- endum sem geta sagt þeim hvað hinir akademísku starfsmenn væru að gera og haft eftirlit með þeim. Þetta stjórnunarlag reyndist á endanum svo dýrt og svifaseint að það var búið að éta upp allan ávinn- ing hagræðingaraðgerðanna. Hvert stefnir? Að áliti margra lækna og yfirlækna er stjórnunar- vandi Landspítalans þessarar gerðar. Vonandi bera menn þó gæfu til að tala saman og komast að sam- eiginlegri niðurstöðu sem allir geta unað við. Sem stendur virðist hins vegar ekki mikið að gerast sem geti leyst þennan rembihnút. Eins og áður sagði var undirritað samkomulag í byrjun apríl um það að allir eigi að vera vinir en síðan hefur ekki mikið gerst. Læknaráð hefur þó reynt að ýta vagninum áleiðis, meðal annars með bréfinu frá 22. apríl til setts forstjóra. Hann hefur raunar vikið fyrir Magnúsi Péturssyni sem kominn er aftur úr námsleyfi. Einhverjar þreifingar áttu sér stað fyrir aðalfund læknaráðs sem haldinn var eftir að blaðið fór í prentun en óljóst hvort eitthvað myndi gerast þar. Ekki voru menn sérlega yfirlýs- ingaglaðir heldur sögðu málið á viðkvæmu stigi. Við sjáum hvað setur og munum halda áfram að fylgjast með málinu. Greining formanns lækna- ráðs á vanda Landspítala í bréfi Friðbjörns Sigurðssonar formanns læknaráðs Landspítala til Jóhann- esar M. Gunnarssonar setts forstjóra þann 22. apríl síðastliðinn setur for- maðurinn fram eftirfarandi greiningu á vanda spítalans. Plássins vegna verð- um við því miður að sleppa tillögum hans til úrlausnar en bréfið má nálgast í ársskýrslu Læknaráðs sem lögð var fram á aðalfundi þess 27. maí. 1. LSH er sérgrcinaskipt sjúkraliús. Því þurfa allar sérgreinar lækninga að vera vel skilgreindar. Ljóst þarf að vera hver sé í forsvari fyrir viðkomandi sérgrein, og að sá aðili beri starfsheiti sem er aðgreinanlegt frá öðrum stjórnendum lækninga á sjúkrahúsinu. Sérgreinar lækninga þurfa að hafa skilgreinda aðstöðu með skrifstof- um Iækna og skrifstofustjóra. Stjórnkerfi LSH hefur verið gagnrýnt fyrir of mikla miðstýringu, og þurfa sérgreinar að fá aukið stjórnunarvægi og sjálfstæði. Fagleg og rekstrarleg ábyrgð þarf að fara saman á öllum stigum í lækningum og er því eðlilegt að sérgreinar verði meginrekstrareiningar lækninga á sjúkrahúsinu. 2. Hlutvcrk sviðstjóra cr að inörgu leyti óljóst og skarast að nokkru við störf yfir- lækna. Ágreiningur er um hvernig staðið er að vali á sviðstjórum, en sviðsljórar eru nú valdir af forstjóra. Starfsheitið sviðstjóri er ekki nægilega lýsandi fyrir for- ystumenn lækninga. Eðli málsins samkvæmt verða forystumenn lækninga að vera leiðtogar, en bent hefur veriö á að núverandi tilhögun á vali sviðstjóra hamli því. 3. Skcrpa þarf á hlutvcrkaskiptingu lækninga og hjúkrunar í stjórnun sjúkrahússins, en óljós mörk eru milli stjórnunarhlutverks forystumanna lækninga og hjúkrunar, ann- ars vegar sviðstjóra lækninga og hjúkrunar og hins vegar deildarstjóra og yfirlækna. Nauðsynlegt er að fyrir liggi nákvæm skilgreining á hlutverki og ábyrgð viðkomandi stjórnenda. Ástæðulaust er að þessir aðilar séu ávalll kallaðir saman við ákvarðana- töku. því sum mál eru vissulega annaðhvort viðkomandi hjúkrun eða lækningum. Núverandi fyrirkomulag er til þess fallið að hamla eðlilegri þróun hjúkrunar og lækn- inga, enda er hér ekki um sömu fræðigreinar að ræða. Samhliða þarf að tryggja að áfram ríki náin samvinna meðal þessara tveggja helstu faggreina sjúkrahússins. 4. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og gera þarf sjúkrahúsinu kleift að standa undir því nafni. Nú er kornið að endurskoðun samnings LSH og HÍ og verður að nýta það tæki- færi til að skilgreina betur en áður hefur verið gert, hlutverk HÍ í stjórnun LSH, þar á meðal stjómunarhlutverk forstöðumanna fræðasviða læknadeildar á sjúkrahúsinu. 5. I fjölmiðlum að undanförnu og í erindi læknaráðs til ráðherra hefur komið fram gagnrýni á stjórnsýslu sjúkrahússins. Nefnt hefur verið að stjórnsýshin sé ekki nægi- lega gcgnsæ og að sum erindi hafi ekki fengið tilhlýðilega afgreiðslu. Þá skorti á virðingu fyrir faglegum sjónarmiðum. Fjöldi fagaðila leggur á sig gríðarlega vinnu við þjónustu og þróun sjúkrahússins. Háskólasjúkrahús á stærð við LSH rúmar margar skoðanir. Þó svo að einstakir fagaðilar séu ekki alltaf sammála stjórn sjúkra- hússins á hverjum tíma merkir það ekki að þeir séu dottnir út úr „liði LSH“ enda er jákvæð gagnrýni nauðsynleg fyrir þróun háskólasjúkrahúss. Læknablaðið 2005/91 541
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.