Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 59 Man minna og dýrt orðið Ergilegt Sumir læknar geta verið hálf þreytandi. Maður getur þurft að bíða vikum saman eftir því að fá tíma hjá þeim á stofunni og þá leyfa þeir sér að segja: „Þú hefðir átt að koma fyrr til mín.“ Ný pilla Hafið þið heyrt um nýju getnaðarvarnarpilluna fyrir karlmenn? Hún er tekin daginn eftir og breyt- ir blóðflokknum hjá manni. Man minna Eldri herra virtist áhyggjufullur þegar hann kom til læknisins í árlega skoðun. „Er eitthvað sem veldur þér sérstökum áhyggj- um?“ spurði læknirinn af nærgætni. „Ef ég á að segja allan sannleikan þá verð ég að svara því játandi,“ sagði maðurinn. „Eg er orðinn nokkuð gleyminn. í raun er það vægt orðað hjá mér því ég man stundum ekki hvar ég lagði bílnum mínum eða hvert ég er að fara. Ef ég kemst þangað sem ég ætla að fara þá man ég stundum ekki hvað ég ætlaði að gera þar. Eins og þú getur rétt ímyndað þér, læknir, þá er mér brugð- ið. Ég þarf svo sannarlega á hjálp þinni að halda. Hvað get ég gert?“ Læknirinn varð þögull eitt andartak en sagði svo: „Ég held að það sé réttast að þú greiðir viðtal- ið fyrirfram." Gömul og hress Einstaklega ern og skemmtileg 89 ára kona var að útskrifast af sjúkrahúsinu eftir að hafa legið inni vegna lungnabólgu. Læknirinn sem kvaddi hana sagði hughreystandi: „Mér sýnist enn vera nokkuð góð hleðsla á batteríunum hjá þér, Sigrún mín.“ „Æ, finnst þér það?“ svaraði sú gamla að bragði, „ en það mætti að ósekju vera meira bensín eftir í tanknum.“ í tívolí Þeir segja að Viagra sé eins og rússíbani. Maður bíður fyrst í klukkutíma og svo er gamanið búið á þremur mínútum. Dýrt orðið Það var um 1970 að kona nokkur sem var nýorðin ekkja og bjó úti á landi kom á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á landsbyggðinni og vildi birta dánartil- kynningu um bónda sinn í blaðinu. „Orðið kostar 10 krónur,“ sagði ritstjórnarfull- trúinn. „Tíu krónur orðið,“ hváði konan, „ja, það er ekki gefins.“ Hún hugsaði sig um og sagði svo: „Þá skulum við hafa það „Jón Jónsson látinn“.“ „Það verða að vera í það minnsta sjö orð í til- kynningunni," sagði ritstjórnarfulltrúinn. Konunni var ekki skemmt. „Jæja þá, láttu standa „Jón Jónsson látinn. 1960 jeppi til sölu“.“ Önnur frá því í gamla daga Það var um 1960 þegar fyrst var verið að rannsaka hve áreiðanlegar getnaðarvarnartöflur væru að ung kona varð ófrísk þó svo að hún hefði notað pill- una reglulega. Þetta olli miklum heilabrotum þar til einum af læknunum sem að rannsókninni stóðu datt í hug að spyrja hvort konan hefði gleypt pill- una. „Gleypt hana. hvers vegna ætti ég að gleypa hana?“ spurði konan. Úr sjúkraskrám - Konan er miður sín og grætur stanslaust. Hún virðist einnig vera döpur. - Sjúklingurinn á tvo táninga en að öðru leyti er félagssagan ómarkverð. - Hún hefur hvorki verið með sjálfta né köldu- köst, en eiginmaðurinn staðhæfir að hún hafi verið mjög heit í rúminu í gærkvöldi. - Skar sig á loki af niðursuðudós sem hún var að setja í ruslið. Niðursuðudósin hafði innihaldið portúgalskar sardínur sem að sögn sjúklings smökkuðust vel. - Starfar sem lögmaður. Hefur reykt en hætti fimm ára. - Var að taka til í geymslunni sem maður skyldi aldrei gera og rak vinstra handarbak í öngul sem kræktist í hann og fékk sár á vinstra hand- arbakið. - Að öllum líkindum hefur sjúklingur útskrifast heim til sín 25.07.03. - Hafði hægðir klukkan 7 og vaknaði klukkan 8:30. - Tyllti fæti á klósett í gær. Skrikaði fótur og vinstri fótur hennar fór ofan í klósettið og hún datt svo aftur fyrir sig og sparkaði upp undir brúnina á klósettinu. Hefur verið með verki í vinstra fæti síðan. - Þessi kona hefur haft kolbikasvartar malbiks- hægðir síðan í gær. - Björk er kona sem er annars frísk. - Rúna var að dansa við bónda sinn á þorrablóti. Dönsuðu þau af ástríðu svo hann mjaðmar- brotnaði, en hún hlaut ákomu á höfði og hné. Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@hg. is Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2005/91 555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.