Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / MERGÆXLI í BEINAGRIND Mergæxli í fornri beinagrind frá Hofstöðum í Mývatnssveit Ágrip Hildur Gestsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR Guðmundur I. Eyjólfsson SÉRFRÆÐINGUR í ULÓÐSJÚKDÓMUM OG LYFLÆKNINGUM Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir í kirkjugarð- inum á Hofstöðum í Mývatnssveit frá því sumarið 1999. Nú þegar hafa leifar tveggja bænhúsa og 78 beinagrindur frá 11.-15. öld verið grafnar upp. Sumarið 2003 fannst beinagrind í kirkjugarðinum með meinafræðilegar breytingar sem bentu til ill- kynja meins. Slík fornleifafræðileg tilfelli eru mjög sjaldséð og þykir því vert að birta hvert einasta tilfelli. Beinagrindin sem um ræðir, HST-027, var úr konu sem hefur verið á aldrinum 45-50 ára þegar hún lést. Staðlaðar beinafræðilegar aðferðir voru notaðar til að greina kyn, lífaldur og líkamshæð. Fornmeinafræðileg rannsókn var gerð þar sem öllum sýnilegum breytingum á hverju einasta beini var lýst. Pvf næst voru höfuðkúpa, rifbein, vinstri mjaðmarspaði, og öll vinstri leggjarbein röntgen- mynduð til að aðstoða við sjúkdómsgreiningu. Rannsókn leiddi í ljós beineyður í nánast öllum flötu beinum líkamans, auk hryggjarliða, rif- beina og efri hluta vinstri lærleggs, einkennandi fyrir mergæxli. í fornleifafræðilegum tilfellum getur verið erfitt að greina á milli mergæxlis og meinvarps (þá líklegast frá brjóstakrabbameini, sérstaklega hjá konum), en ólíklegt er að um meinvarp sé að ræða þar sem engin merki eru um nýmyndun beins umhverfis vefskemmdirnar. Beinagrind HST-027 frá Hofstöðum er fyrsta birta tilfellið af illkynja meini á Islandi og með öruggari greiningum af mergæxli í fornum beinum sem birt hafa verið almennt, en aðeins hafa um 20 tilfelli verið birt til þessa hvaðanæva úr heim- inurn. Inngangur ‘Fornleifastofnun íslands, 2Læknasetriö í Mjódd. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Hildur Gestsdóttir Fornleifastofnun íslands, Bárugötu 3, 101 Reykjavík. hildur@instarch. is Lykilorö: fornleifafrœði, mannabeinarannsóknir, merg- œxli, Hofstaðir í Mývatnssveit. Einstaka sinnum finnast við fornleifauppgröft beinagrindur sem bera þess merki að einstakling- urinn hafi þjáðst af illkynja meini. Slík tilfelli eru þó mjög fátíð og hafa ýmsar skýringar verið settar fram til að útskýra það, til dæmis var meðalævi styttri á fyrri öldum sem þýddi að fæstir náðu þeim aldri þegar þessir sjúkdómar gera oftast vart við sig. Varðveisla beina getur líka haft áhrif og ekki er óalgengt að bein einstaklinga sem voru veikir lengi fyrir andlát varðveitist verr þar sem að þau eru veikbyggðari en bein hinna heilsuhraustari. Mörg illkynja mein eru ekki í beinum og því grein- ENGLISH SUMMARY Gestsdóttir H, Eyjólfsson Gl Myeloma in an archaeological skeleton from Hofstaðir in Mývatnssveit Læknablaðið 2005; 91: 505-9 Archaeological investigations have been ongoing in the cemetery at Hofstaðir in Mývatnssveit since the summer of 1999. To date, the remains of two chapels as well as 78 skeletons have been excavated, dated to between the 11th and 15th century. A skeleton was excavated in the summer of 2003 which showed pathological changes indicative of a malignant disease. Palaeopathological cases of malignancies are very rare, and it is therefore important to report on each case. Skeleton HST-027 was a female, aged 45-50 years at the time of death. Standard osteological methods were used to determine the sex, age and stature. Macroscopic analysis was carried out on the skeleton and all pathological changes on each bone described. The cranium, ribs, left os coxa and all left long bones were then radiographed to aid in the diagnosis. The analysis showed lytic lesions in all the flat bones, as well as the vertebrae, ribs and the proximal end of the left femur, all changes indicative of multiple myeloma. Palaeopathologically myeloma and metastatic cancer (then usually due to breast cancer in the case of women) are often difficult to distinguish. However there is no new bone formation surrounding the lesions, which means that metastatic cancer is unlikely to be the cause. Skeleton HST-027 from Hofstaðir is the first published case of malignant disease in lceland, and one of the clearer cases of myeloma in an archaeological specimen, but to date, approximately twenty cases have been reported world-wide. Keywords: archaeology, human osteology, multiple myeloma, Hofstaðir in Mývatnssveit. Correspondence: Hildur Gestsdóttir, hildur@instarch.is ast þau ekki við fornleifafræðilegar rannsóknir þar sem óalgengt er að aðrir vefir en bein varðveitist. Einnig hafa margir bent á að aukin iðnvæðing þýðir að nú á dögum eru mun fleiri krabbameins- valdandi efni í umhverfinu (1). Hverjar sem skýr- ingarnar eru þá þykir vert að greina sérstaklega frá nýjum fundum. I þessari grein er lýsing og greining á einni slíkri beinagrind sem grafin var upp við fornleifarannsóknir í kirkjugarðinum á Hofstöðum í Mývatnssveit sumarið 2003. Læknablaðið 2005/91 505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.