Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / MERGÆXLI í BEINAGRIND litað jarðveginn dökkan. Beinagrindurnar liggja flestar á bakinu, með hendur á mjöðmum og hefur aska verið lögð á bringu þeirra að kristnum sið. Varðveisla beina á Hofstöðum er nokkuð misjöfn, en í flestum tilfellum mjög góð. Þó að greiningu beinagrindanna sé ekki lokið benda fyrstu niður- stöður til þess að þær henti mjög vel til ýmissa mannabeinarannsókna (12). Beinagrindin Beinagrindin sem þessi grein fjallar um, HST-027, var grafin upp sumarið 2003. Hún er mjög vel varðveitt, flest bein eru til staðar þó að sum þeirra séu brotin (mynd 1). Staðlaðar beinafræðilegar aðferðir voru notaðar við að greina kyn (13-15), lífaldur (16, 17) og líkamshæð (18) og reyndist beinagrindin vera af konu á aldrinum 45-50 ára, 162±3 sm á hæð. Niðurstöður Fornmeinafræðileg rannsókn á beinunum leiddi í ljós sýnilegar beineyðandi vefskemmdir í þó nokkr- um beinum. • Höfuðkúpa: Hnakkabein, hægra og vinstra hvirfilbein (sjá mynd 2), hægra og vinstra gagnaugabein, ennisbein og kinnkjálki (sjá mynd 4). í öllum tilfellum eru vefskemmd- irnar algengari á ytra borði beinsins og nokkrar þeirra rjúfa bæði innra og ytra borð beinsins. Þær eru misstórar, flestar <1-10 mm. Svo virðist sem stærstu holurnar séu nokkrar mismunandi vefskemmdir sem hafa runnið saman. • Hryggjarliðir: Vefskemmdir hafa myndast í alla hryggjarliðina, en þeir eru flestir illa varðveittir. Skemmdirnar er aðallega að finna á liðbogum, en þó líka á liðbolum. Á hálsliðum eru vefskemmdirnar <1-5 mm í þvermál, en á brjóst- og lendarliðum eru þær <1-10 mm, og eru stærstu holurnar líklegast nokkrar vefskemmdir sem hafa sameinast. Þó er erfitt að segja um það með vissu vegna slæmrar varðveislu. • Rifbein: Varðveisla riRieina er ekki mjög góð, en greina má vefskemmdir, <1-5 mm í þvermál, á öllum rifbeinsbrotum. Engin þeirra nær alveg í gegnum beinið. • Herðablöð: Vefskemmdir, <1-6 mm í þver- mál, er að finna á báðum herðablöðum. Flestar eru umhverfis liðskálarnar og herða- blaðsnibburnar, einungis á blöðunum ná þær alveg í gegnum beinið. • Viðbein: Vefskemmdir er að finna á báðum viðbeinum, nálægt báðum endum. Þær eru <1-4 mm í þvermál. • MjaðmabeimVefskemmdirábáðummjaðma- Mynd 2. beinum. Þær eru <1-4 mm i þvermál og ná sumar í gegnum beinið. Flestar vefskemmdir er að finna á efri hluta mjaðmaspaða, sér- staklega á vinstra beininu. • Lærleggur: Ein vefskemmd er á aftari hluta af vinstri lærleggjarhálsinum, 4 mm í þver- mál. Allar þessar beineyðandi vefskemmdir eru Mynd 3. Læknablaðið 2005/91 507
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.