Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR ÚR LÆKNADEILD ófrávíkjanleg regla. Það má segja að þetta væri ágætt því þá var verið að tala við nemendur sem kunnu orðið nokkuð góð skil á efninu. Því miður fengum við nær enga verklega kennslu í anatómíu eða fysíólógíu. Þaö voru engar krufningar, trú- lega bæði vegna aðstöðuleysis og erfiðleika við að fá lík. Jón setti fljótt á stofn rannsóknarstofu, fyrst í húsi Líknar, litlu timburhúsi vestanvert við Alþingishúsið, en síðan flutti hann hafa í hús Háskólans eins og kunnugt er. Við fengum leið- beiningar hjá honum á rannsóknarstofunni en að öðru leyti var ekki um verklega kennslu að ræða. Prófin hjá prófessor Jóni voru munnleg eins og öll önnur próf í læknadeildinni nema tvö skrifleg próf - ritgerðir - í síðasta hlutanum. Þessi próf voru í heyranda hljóði ef svo má segja því það gátu allir komið og hlustað á sem það vildu. Þó held ég að það hafi eingöngu verið samstúdentar sem hlustuðu á en kennslustofan var alltaf full af áheyrendum. Svona var þetta hvort sem okkur lík- aði það betur eða verr. Annars vorum við vön að hlustað væri á okkur á prófum því þannig var það í menntaskólanum. Það var yfirleitt verið að prófa okkur upp undir þrjú kortér, alltaf rúman hálftíma. Síðan báru þeir saman bækur sínar prófessorinn og prófdómarinn. Að lokum kom prófessorinn í dyragættina og tilkynnti hvaða vitnisburð við höfð- um fengið. Að sjálfsögðu var það með blendnum tilfinningum sem við hlustuðum á úrslit prófsins í margra áheyrn. Meðan ég var í Alþingishúsinu í fyrsta hlutan- um var ég eina stúlkan og svo var einnig í mið- og síðasta hlutanum. I hinum deildunum, lögfræði, guðfræði og íslenskum fræðum, voru engar stúlkur að staðaldri. í forspjallsvísindum sem svo voru kölluð hjá prófessor Ágústi H. Bjarnasyni voru alltaf nokkr- ar stúlkur. Þær sá ég aldrei því prófessor Ágúst kenndi síðari hluta dags. Þó svo ég væri ein var ég hvorki einmana né einangruð, langt í frá. Það var engin nýlunda fyrir piltana að vera með stúlkum í skóla, því höfðu þeir vanist í menntaskólanum sem voru bara tveir á þessum tíma, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri. Kenn- arar mínir allir komu fram við mig eins og hina stúdentana. Eftir fyrsta hluta prófið urðu þáttaskil meiri að því leyti að nú lauk veru okkar endanlega í Alþingishúsinu. Við kvöddum líka prófessor Jón Steffensen. Hann var alvörugefinn rnaður, okkur fannst hann réttsýnn og okkur velviljaður. Nú fluttumst við í umhverfi Landspítalans, fyrst á Rannsóknarstofu Dungals og síðan á Land- spítalann sjálfan. Kennarar okkar í miðhlutanum voru prófessorarnir Níels Dungal og Kristinn Stefánsson. Dungal kenndi okkur patólógíu og bakteríólógíu. Hann var einstaklega skemmti- legur kennari sem tókst að gera þau fög sem hann kenndi lifandi og áhugaverð. Mér finnst þegar ég lít til baka að hann hafi verið eftirminnilegast kennari minn í deildinni. Við kynntumst honum líka betur en hinum því fyrir utan hinar eiginlegu kennslu- stundir vorurn við með honum á rannsóknarstofu hans og svo aðstoðuðum við hann við krufningar. En svo stóð á að læknirinn (Þórarinn Sveinsson) sem að jafnaði sá um þær var veikur í nokkurn tíma og á meðan sá Dungal um allar krufningar með aðstoð okkar. Á meðan féllu tímar niður en krufningarnar voru ekki síður lærdómsríkar en tímarnir. Það voru fyrst og fremst lík þeirra sem létust á Landspítalanum en þó mörg utan úr bæ því oft þurfti að gera réttarkrufningar. Mér er minnisstætt hvað maður sá mikið af kölkuðum sullum þegar lík gamals fólks voru krufin. Sullaveiki var þá búið að útrýma en þetta sýndi hvað hún hefur náð til margra. Dungal kenndi okkur síðar réttarlæknisfræði og þar naut hans skýra hugsun og framsetning sín einkar vel. Kristinn Stefánsson kenndi okkur lyfjafræði. Við mátum hann mikils því hann lagði mikla alúð við kennsluna. Við kynntumst honum hins vegar ekki eins mikið og Dungal. Prófin hjá báðum voru munnleg og var nákvæmlega eins hátlað og í fyrsta hlutanum eins og ég lýsti hér á undan. Svo var um öll prófin í síðasta hlutanum. Meðan við vorum í miðhlutanum vorum við í ýmsum kúrsunt samtals í níu mánuði, það er í þrjá mánuði á hverri deild á Landspítala í kírúrgí og medisín. Það sem vakti furðu, að ekki sé meira sagt, var að tími á Landakotsspítala var ekki tek- inn gildur. Það var þeim mun undarlegra þar sem Landakotsspítali hafði verið eini kennsluspítali Ragnheiður Guðmunds- dóttir ásamt Sigurbirni Sveinssyni formanni LÍ á aðalfundi félagsins haustið 2004 en þar var Ragnheiður gerð að heið- ursfélaga LÍ. Myndin var tekin í Nesi við Seltjörn, húsi lyfjafrœðinga. Læknablaðið 2005/91 549
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.