Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2005, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.06.2005, Qupperneq 33
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF ALDRAÐRA TIL DAUÐANS ef ég veiktist á morgun, segjum að ég fengi hjartaáfall, þá held ég að ég mundi taka því með sœmilegri ró, líka af því að ég heffengið aðlögun og ég veit að það gœti hent mig . . . Nei, ég get ekki sagt að ég sé neitt eins og ég skil að vera saddur lífdaga eða hlakka svolítið til að deyja og vera að bíða eftir því. Ég er það ekki. “ c. Sátt við lífsins gang. Þessi einstaklingur er mjög trúaður og það hefur hjálpað honum í lífinu: „Pað eru búin að vera svo mörg dauðs- föll, við höfum verið svo mörg og þetta hefur verið smátt og smátt að fara og svo eitthvað af yngra fólkinu líka. Það er bara þegar maður er trúaður þá er þetta allt öðruvísi. Maður veit að þetta er lífið, þetta er svo sjálfsagður hlutur og hverjum skammtaður sinn tími. “ d. Nálægð við dauðann veldur æðruleysi: „Já, það var oft skelfilegt að sjá þetta á striðsár- unum, við sigldum í svona skipalest og það kom oft fyrir að það var kannski sprengt skip fyrir frarnan og aftan okkur eða til hœgri eða vinstri, alltaf að ske á hverri einustu nóttu. Þá sá maður fólkið drukkna allt í kringum sig og það var ekkert hœgt að gera. Við urðum bara að horfa á þetta. Þegar ég lenti íþessu þá var ég ekki gamall, 24 ára, og þá hugsaði ég með mér; Ja, á ég að deyja þarna eða kemst ég af? Ég var búinn að gera það upp við mig hvoru tveggja og einhvern veginnfékk égsvo mikinn kraft og styrk, bara ótrúlegan styrk, svo ég var orðinn alveg sáttur við dauðann en samt líka auðvitað sáttur við lífið. Það er svo skrítið þegar fólk kemst svona nálœgt dauðanum er eins og það fái einhvern ótrúlegan styrk sem erfitt er að lýsa. Það kemur einhver ró yfir fólk og það sœttir sig við það þó að það sé alfrískt og ungt, ég segi fyrir mig að ég var búinn að scetta mig við dauðann þarna. “ e. „Lausn frá þjáningu". Fólk óttast fremur við að lifa of lengi í slæmu ástandi en að deyja. Þetta viðhorf er að hluta til byggt á reynslu af örlögum annarra: „ Maður veit náttúrulega að það er ekki langt eftir sem maður á eftir að lifa, kannski 10 ár, vonandi ekki meir, ég er ekki hrœdd við það. Ég er hrœdd við að lifa oflengi heldur en að deyja eins og maður hefur horft upp á. Ég vann á ellideild og talaði mikið og vissi mikið hvernig gamla fólkinu leið og ég vildi helst vera laus við svoleiðis, ekki þurfa að upplifa eins og margir þurfa að gera, vera ósjálfbjarga og vita ekki neitt og bara lifa. “ f. Með von um endurfundi fyrir handan: „Ég vona það allavega að maður fái að hitta sína ættingja sem maður saknar. “ 2. Hver er merking dauðans? a. Trú á líf eftir dauðann: „... þásá maður fólk drukkna allt í kringum sig og það var ekkert hœgt að gera . . . Þetta breytti því þannig trú- arlega séð að ég var ekki mjög trúaður frekar en strákar voru á þeim tíma en eftir þetta þá varð ég virkilega trúaður því ég var vantrú- aður á að líf vœri eftir dauðann en eftir þessa reynslu þá held ég að mér sé óhœtt að segja það að það er lífeftir dauðann, ég trúi því. . b. Sátt við dauðann sem endanlegan en samt opinn hugur: „Ég get ekki trúað á það (fram- haldslíf). Ég vœri mjög ánœgð efþað vœri, en ef það vœri bara ekkert vœri ég líka ánœgð með það. Ég er búin að margvelta þessu fyrir mér en einhvern veginn þá er ég bara sátt við að hætta að spekúlera í því, það er svo stutt í það að maður getur bara kynnt sér það þegar maður kemur yfir. “ c. Veraldlegt viðhorf: „Ég hefþá afstöðu ég trúi ekki á lífeftir dauðann og bara tel að maður fari bara sína leið og lífið haldi áfram þá ja í einhverjum genum kannski." 3. Hvernig vilja menn deyja? a) An inngripa tækninnar. Nefnt var að deyja á náttúrulegan hátt, í friði, með reisn og í svefni: „Já, ég vil bara fá að deyja í friði. Ekkert vesen. Ef ég verð veik og ef þeir geta ekki lœknað mig þá vil ég bara deyja í friði. “ b) Undirbúnir, búnir að ráðstafa eignum og öðru: „Ég er þegar búin að ráðstafa öllu. Ég hefalltaf verið ein og get bara valið fjögur úr fjölskyld- unni til að sjá um þetta allt saman. Við héldum fund og þannig er ég bútin að koma öllu frá mér. Þau fylgjast með mér. Peningamálum og því öllu saman er ég búin að ganga frá. ... Já það er svo mikill munur að þurfa ekki að hugsa um neitt. Ég bara má sofna útaf ein- hverja nóttina eða einltvern daginn. “ 4. Ótti við dauðann? Það kom ekki fram ótti við dauðann hjá nein- um. Neðangreind orð lýsa afstöðunni vel: „Ég get sagt að meðan ég hef góða sjón þá er ég ánœgður með tilveruna en er alveg tilbúinn að fara hvenœr sem er og kvíði engu. “ Tengsl við aðra Tengsl við aðra eru mikilvæg hvort sem er í sam- bandi við lífið eða dauðann. Áður hefur komið fram að tengsl við ástvini er eitt af því sem gefur lífinu hvað mest gildi og eitt af því sem skiptir máli varðandi viðhorf til dauðans, samanber fyrri tilvitnanir. Læknablaðið 2005/91 521
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.