Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / MERGÆXLI I BEINAGRIND Mynd 4. hringlaga og allt að 5 mm í þvermál, nema þar sem tvær eða fleiri hafa sameinast. Brúnir þeirra eru mjög skarpar og ekki er að sjá nein merki um Mynd 5. óeðlilega beinamyndun eða eyðingu umhverfis þær. Eftir að rannsókn á sýnilegum skemmdum var lokið voru teknar röntgenmyndir af höfuðkúpu (sjá mynd 3), rifbeinum, vinstri mjaðmarspaða, og vinstri leggjarbeinum (upparmslegg, sveif, öln, lærlegg, sköflungi og dálk - sjá mynd 5). Röntgenmyndirnar sýna víðtæka myndun beineyðandi vefskemmda í frauðbeini sem hafa ekki rofið barkarbein í nánast allri höfuðkúpunni, í öllum rifbeinum, í mjaðmarspaðanum og í efsta hluta lærleggs. Sjúkdómsgreining Þegar unnin er meinafræðileg rannsókn á manna- beinum sem grafin hafa verið upp við fornleifa- rannsóknir er ávallt fyrsta skrefið að greina á milli breytinga af völdum sjúkdóma og breytinga af völdum umhverfistengdra skemmda í gröfinni sem geta líkst þeim breytingum sem sjúkdómar valda (e. pseudo-pathology) (19). í þessu tilfelli þarf til dæmis að athuga að ýmis skordýr geta valdið skemmdum sem líkjast mjög þeim holum sem sjást á beinunum. Röntgenmyndirnar sem sýna holu- myndun í frauðbeini sem er ekki sjáanleg á bark- arbeini útiloka þá skýringu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hér sé um illkynja krabbamein að ræða, mergæxli (e. multiple myeloma). Helsti vandinn við grein- ingu á mergæxli í fornum beinum er að greina á milli þess og beineyðandi meinvarps (e. osteolytic metastatic carcinoma), en áhrif á bein geta verið mjög svipuð í þessum sjúkdómum. Því er mjög mikilvægt að hafa heila, tiltölulega vel varðveitta beinagrind eins og á við í þessu tilfelli, til að sem bestar upplýsingar fáist um dreifingu skemmda í beinagrindinni svo að hægt sé að greina á milli með einhverri vissu (20, 21). Röntgenmyndir af beinum konunnar sýna bein- eyður dæmigerðar fyrir mergæxli. Þá ber helst að nefna dreifingu beinbreytinga í frauðbeini höfuð- kúpu, hrygg, rifbeinum og efri enda lærleggs, en auk þess sést ekki nýmyndun beins umhverfis æxliseyðurnar sem eru útslegnar (e. punched out lesions), en slíkt er einkennandi fyrir mergæxli. Aðeins ein önnur greining væri hugsanleg, það er meinvörp frá brjóstakrabbameini en slík meinvörp eru sjaldgæf í höfuðkúpu og sýna oftast nýmyndun beins umhverfis vefskemmdirnar. Allt bendir til að konan hafi lifað mjög lengi með þennan sjúkdóm, jafnvel nokkra áratugi og byggir sú ályktun á því hve beineyðurnar eru útbreiddar (22). Það merkilega er að röntgen- myndirnar sem teknar voru eru í engu frábrugðnar myndum af lifandi fólki með mergæxli, og líklegt er að síðustu mánuði eða jafnvel ár ævinnar hafi konan frá Hofstöðum verið sárkvalin sem bendir til þess að líklegt sé að hún hafi fengið einhverja umönnun og hjúkrun í veikindum sínum. 508 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.