Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRETTIR / MINNINGAR UR LÆKNADEILD Læknanám fyrir 60 árum Ragnheiður Guðmundsdóttir Erindi flutt á jólafundi Félags kvenna í læknastétt 4. janúar 2001 í Þingholti, Hótel Holti. Örlítiö breytt fyrir prentun. Á þessu ári eru 60 ár frá því ég lauk prófi frá Læknadeild Háskóla Islands. 1945 var mikið merkisár því einmitt á því ári-8. maí - lauk síðari heimsstyrjöldinni hér í Evrópu, en nokkru síðar - 14. ágúst - einnig stríðinu við Japani. Miklu fargi var létt af þjóðum heims eftir sex löng styrjaldarár með rniklu mannfalli og margskonar hörmungum öðrum. Við vorum aðeins fjögur sem lukum læknaprófi á þessu vori (auk mín voru þar Þorgeir Gestsson, Björn Guðbrandsson og Einar Th. Guðmundsson en í janúar hafði lokið prófi Jón Hjaltalín Gunnlaugsson). Þetta var alveg óvenju fámennur árgangur. MiL p, wm® u m Á jarðhœð í austurenda Alþingishússins, gegnt anddyri Dómkirkjunnar, var kennslustofa lœkna- deildar á stríðsárunum. Þar er nú þingflokks- herbergi Fratnsóknar- flokksins. Höfundur er læknir og heiðursfélagi Læknafélags íslands. Ég var sjöunda konar sem lauk læknanámi hér, en Kristín Ólafsdóttir sú fyrsta lauk prófi 1917 og varð fyrsta konan sem lauk prófi frá Háskóla Islands. Þess má til gamans geta að þetta ár höfðu aðeins níu konur lokið prófi frá HÍ, því auk okkar sjö úr læknadeild höfðu aðeins tvær lokið prófi úr öðrum deildum, önnur úr lagadeild, hin úr guð- fræðideild. Þetta er heldur rýr eftirtekja á 34 árunt frá stofnun Háskóla íslands 17. júní 1911. Á menntaskólaárum mínum hafði ég þegar ákveðið að leggja stund á nám í bókmenntum. Ég hef alltaf haft ánægju af að lesa og mennta- skólanemendur í minni tíð voru yfirleitt mjög vel lesnir bæði í íslenskum og erlendum bókmenntum. Ég hóf því nám við háskólann í Kaupmannahöfn í þýskum og enskum bókmenntum, auk náms í heimspeki sem var heilmikið nám, sex fyrirlestrar í viku í átta mánuði. Auk prófs í heimspeki lauk ég aðeins ýmsurn forprófum á þýsku og ensku. Þar sem þýska var mitt aðalfag hugleiddi ég að ljúka námi við þýskan háskóla. Árið 1937 átti ég þess kost að fara til Þýskalands og fór þá meðal annars til Heidelberg en þar er gamall og gróinn háskóli. Hefði allt verið með felldu hefði ég hugsanlega farið þangað. En það var ekki allt með felldu því þetta voru miklir uppgangstímar hjá Hitler og stjórn hans og andrúmsloftið með þeim hætti að ég gat alls ekki hugsað mér að vera þar. Ég venti því mínu kvæði í kross eins og sagt er og hóf nám við Háskóla íslands. Hér var ekki margra kosta völ á þessum tíma. Það voru aðeins fjórar deildir: læknadeild, lögfræðideild, guðfræði- deild og norræna eða íslensk fræði eins og námið var kallað. Af þessum greinum áleit ég að læknisfræðin myndi höfða mest til mín enda fjölbreytt og áhuga- verð námsgrein eins og varla þarf að taka fram hér. Háskólinn var á þessum tíma í Alþingishúsinu. Háskólinn hafði til umráða alla neðri hæðina en þingsalir voru á efri hæðinni eins og nú er. Við skólasetningu á haustin fékk háskólinn til umráða sal sameinaðs Alþingis sem nú er þingsalurinn síðan alþingi varð ein málstofa. Anddyrið var sam- eiginlegt fyrir alþingi og háskólann. Að sjálfsögðu var þröngt um bæði okkur og þingmenn en ég held að sambýlið hafi yfirleitt verið hnökralaust og auðvitað datt engum í hug að kvarta um aðstöðu- leysi sem var nokkuð áberandi, ekki síst hjá okkur í læknadeild. Stofa deildarinnar var í austurenda hússins, allrúmgóð og vísuðu gluggarnir beint að dyrum Dómkirkjunnar. Stofan er nú þingflokks- herbergi Framsóknarflokksins. Ég tók öll prófin í fyrsta hluta námsins í þessari stofu í Alþingishúsinu. Trausti Olafsson kenndi okkur efnafræði, lífræna og ólífræna. Verklega námið, efnagreiningin, fór fram í smáhúsi bak við Menntaskólann, Fjósið svonefnda sem hefur trúlega borið nafn með rentu í upphafi. Verklega námið var frá hausti til vors, tvisvar í viku, þrír tímar í senn, svo við fengum mikla æfingu í efna- greiningu. Mér þótti efnafræðin skemmtileg. Jón Steffensen kenndi okkur anatómíu, embryológíu og einnig fysíólógíu og bíókemíu. Han kenndi ekki í fyrirlestrarformi heldur tók upp eða ræddi efnið við þá sem komnir voru að prófi en þeir sátu á fremsta bekk, næstir honum. Þetta var eiginlega 548 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.