Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF ALDRAÐRA TIL DAUÐANS
Tafla I. Tólf meginþrep í rannsóknarferti Vancouver-skólans í fyrirbærafræði.
1. Velja samræðufélaga (val á úrtaki).
2. Fyrst er að vera kyrr (áður en byrjað er á samræðum).
3. Þátttaka í samræðum (gagnasöfnun).
4. Skerpt vitund varöandi orð (byrjandi gagnagreining).
5. Byrjandi greining á þemum (að setja orð á hugmyndir).
6. Átta sig á heildarmynd reynslu hvers einstaklings.
7. Staðfesting á heildarmynd hvers einstaklings með honum sjálfum.
8. Átta sig á heildarmynd fyrirbærisins sjálfs (meginniðurstöður rannsóknar).
9. Bera saman niðurstöður við rannsóknargögn.
10. Velja rannsókn heiti sem lýsir niðurstöðu hennar í örstuttu máli (felur í sér
túlkun á niðurstöðum rannsóknar).
11. Sannreyna niðurstöður með einhverjum meðrannsakenda.
12. Skrá niðurstööur rannsóknar.
Heimild: Halldórsdóttir S. Handbók í aðferðafreeði og heilbrigðisvísindum. 2003; 251.
fötlun. Stundum er hægt að halda sjúklingum á lífi
sem eiga sér litla sem enga von um bata, en í því-
líku ástandi að margir kysu frekar að deyja en að
lifa. Vegna þess að horfur sjúklings eru ekki alltaf
ljósar og einstaklingar hafa mismunandi viðhorf
til þess hvað sé líf sem sé þess virði að lifa því geta
ákvarðanir unt hvenær beri að takmarka meðferð
ekki verið eingöngu læknisfræðilegar heldur líka
siðferðilegar og persónulegar. Hér á landi hafa
Landlæknisembættið og Landspítali gefið út leið-
beiningar um hvernig staðið skuli að takmörkun
meðferðar við lífslok (1). Þær leiðbeiningar byggja
á viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti einstak-
linga og upplýstu samþykki (2). Meðferð við lífs-
lok er skilgreind sem sú meðferð sent ntöguleg er
þegar horfur eru mjög slæmar. Meðferðin getur
falist í því markmiði að lengja líf sjúklings eða að
létta sjúklingi dauðastríðið og bæta lífsgæði (líkn-
armeðferð).
Mælt er með að rætt sé við sjúkling og að-
standendur hans urn valkosti nteðferðar og ef
sjúklingur hafnar meðferð ber að virða óskir hans.
Þessi rannsókn er gerð til að auka þekkingu og
dýpka skilning á viðhorfum aldraðra einstaklinga
á Islandi til lífsins og dauðans, læknisfræðilegrar
meðferðar við lífslok og hvernig þessar hugmyndir
tengjast. Henni er meðal annars ætlað að svara
spurningunum: „Hvaða hugmyndir hafa menn um
líf og dauða, hvers konar gildi liggja til grundar-
vallar mismunandi hugmyndum um líf sem fólk
vill lifa?“ og „Hverjar eru óskir manna um með-
ferð þegar horfur eru lélegar og á hverju grund-
vallast ákvarðanir unt nteðferð við lífslok?"
Aðferðir
Fyrirbærafræði er rannsóknaraðferð sem reynsl
hefur vel þegar ætlunin er að auka skilning á
mannlegum fyrirbærum og var því valin sem
aðferð fyrir rannsóknina. Notaðar voru gagna-
söfnunaraðferðir sent eru byggðar á Vancouver-
skólanunt í fyrirbærafræði (3, 4). Þar er leitast við
að hlusta og skilja huglæga sýn einstaklingsins á
viðfangsefnið. Viðhorf einstaklingsins er aðalat-
riðið og rannsakandinn túlkar það í samhengi við
viðfangsefnið. Aðferðin byggir á tólf meginþrep-
um (sjá töflu I).
Gagnasöfnun fór fram með samræðum. Spurn-
ingavalið byggðist á rannsókn fyrsta höfundar á ósk-
um aldraðra um endurlífgun (5). Sú rannsókn leiddi
í ljós að hugmyndir manna um lífið og dauðann
höfðu meira forspárgildi um óskir um endurlífgun
en lýðfræðilegar og heilsufarslegar upplýsingar. í
þessari rannsókn hér er leitast við að skilja belur
hvaða hugmyndir það eru sem móta viðhorf til með-
ferðar við lífslok og með hvaða hætti þær gera það.
Vísindasiðanefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur sam-
þykkti rannsóknaráætlunina og gaf heimild fyrir
henni. Enginn styrkur var veittur til rannsókn-
arinnar né höfðu höfundar neinn fjárhagslegan
ávinning af gerð hennar.
Leitað var til einstaklinga, karla og kvenna,
sem voru eldri en 70 ára og bjuggu heima. Við-
mælendur þurftu að vera færir um að taka þátt í
viðtali hvað varðar mál, minni og heyrn. Leitað
var að viðmælendum meðal samstarfsmanna og
vina. Þeir höfðu samband við ættingja sína og
fengu leyfi fyrir rannsakendur til að nálgast þá.
Útilokaðir voru þeir sem viðtalstaki hafði sinnt í
starfi sínu sem læknir og þeir sem voru að deyja.
Aflað var upplýsts samþykkis allra viðmælenda.
Viðmælendur í rannsókninni voru átta, sex konur
og tveir karlar. Aldur þeirra var frá 72 til 91. Einn
var ógiftur og barnlaus, fjórir ekkjur eða ekklar
og þrír voru í hjónabandi. Allir bjuggu sjálfstætt,
aðeins einn bjó hjá ættingjum og þurfti aðstoð við
daglega umhirðu.
Lagðar voru tvær meginspurningar fyrir við-
mælendur, fyrst um almennt viðhorf til lífs og
dauða og síðan um viðhorf til meðferðar við lífs-
lok. Viðtalið hófst með því að viðmælandi var
spurður um hvaða hugmyndir hann hefði um
dauðann. Síðan var hann spurður um óskir og hug-
myndir hans um endurlífgun og/eða öndunarvél.
Þeir þættir sem voru hafðir í huga í viðtalinu voru:
lífsviðhorf og viðhorf til dauðans - leitað var eftir
því hvort viðmælandinn væri sáltur við lífið og
dauðann; heilsa og færni og hvað gæfi lífinu mest
gildi; reynsla og lífslok nákominna; reynsla af heil-
brigðiskerfinu, ákvarðanir um meðferð við lífslok
og almennar hugmyndir um hvernig ætti að standa
að þeim. Fyrsti höfundur annaðist gagnasöfnun og
gagnagreiningu.
Niðurstódur
A hverju byggja menn svör sín þegar meðferð sem
varðar líf og dauða er rædd?
518 Læknablaðið 2005/91