Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / SÉRFRÆÐINÁM
HERLEND
Afstaða unglækna og læknanema
til sérfræðináms á Islandi
Inga Sif
Ólafsdóttir1,2
LÆKNIR í SHRFRÆÐINÁMI
í ALMENNUM
LYFLÆKNINGUM
Sædís
Sævarsdóttir1,2
DEILDARLÆKNIR OG DOKT-
ORSNEMI VIÐ LÆKNADEILD
Kolbrún
Pálsdóttir1,3
LÆKNAKANDIDAT
Á Landspítala
Hannes Petersen'
SÉRFRÆÐINGUR í HALS-,
NEF- OG EYRNALÆKN-
INGUM
Ólafur
Baldursson1
SÉRFRÆÐINGUR í LYF-
LÆKNINGUM OG LUNGNA-
SJÚKDÓMUM
'Framhaldsmenntunarráði
læknadeildar, 2Félagi ungra
lækna, 3Félagi læknanema.
Fyrstu tveir höfundar lögðu
jafnt til handritsins.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ólafur Baldursson,
Lyflækningasviði I, E7
Landspítala Fossvogi,
108 Reykjavík.
olafbald@landspitali. is
Lykilorö: lœknisfrœðinám,
sérmenntun, sérfrœðinám,
unglœknar.
Ágrip
Inngangur: Ymsir hafa lýst áhuga á skipulegu sér-
fræðinámi í læknisfræði á íslandi. Áhugi og afstaða
unglækna og læknanema til slíks náms hefur ekki
verið athuguð áður.
Efniviður og aðferðir: í ársbyrjun 2004 var sendur
spurningalisti til 146 unglækna og 84 læknanema
á fimmta og sjötta ári í læknisfræði. Spurt var um
kyn, afstöðu til sérfræðináms á Islandi, áhuga á að
stunda slíkt nám og í hvaða sérgrein viðkomandi
stefndi. Einnig var spurt hvaða þættir hefðu áhrif
á ákvarðanir svarenda um val á sérfræðinámi og
þáttum raðað eftir mikilvægi.
Niðurstöður: Alls svöruðu 100 manns spurninga-
lista (svarhlutfall 45%), 61 unglæknir (deildar-
læknar og kandídatar) og 39 læknanemar. Af inn-
sendum svörum voru langflestir unglæknar (97%)
og læknanemar (87%) mjög hlynntir eða frekar
hlynntir sérfræðinámi á Islandi. Meirihluti þeirra
er svaraði vildi stunda hluta sérfræðináms hér-
lendis. Þeir sem kusu hluta sérfræðináms á fslandi
sögðu verklega þjálfun, aðgengi að sérfræðingum,
fjölskylduaðstæður og skipulega fræðslu ráða
mestu um þetta val. Þeir sem vildu alfarið sérfræði-
nám erlendis mátu mest sjúklingaúrval, verklega
þjálfun, skipulega fræðslu og rannsóknatækifæri.
Samantekt: Unglæknar og læknanemar eru hlynnt-
ir því að taka hluta síns sérfræðináms á íslandi.
Þeir sem kusu sérfræðinám erlendis mátu sjúk-
lingaúrval og rannsóknatækifæri meir en þeir sem
vildu sérfræðinám á íslandi.
Inngangur
Flestir íslenskir læknar fara utan til sérfræðináms
eftir að hafa starfað á íslandi í nokkur ár (1-3).
Fáum blandast hugur um mikilvægi þess að íslensk-
ir læknar sæki sérfræðinám til menntastofnana
erlendis. Sú hefð virðist hafa reynst íslendingum
vel og mörgum sýnist ekki augljós ástæða til
breytinga. Hins vegar er áhugavert að skoða hvort
breyttar aðstæður hér heima og erlendis hafi áhrif
á val unglækna og þar með hefðina. Nefna má að í
sumum löndum hefur dregið talsvert úr framboði
á námsstöðum fyrir útlendinga (1, 4).
Sérgreinafélög, unglæknar og framhaldsmennt-
unarráð læknadeildar hafa lýst yfir áhuga á skipu-
lögðu sérfræðinámi á Islandi í tilteknum sérgrein-
um. Benda má á að víða erlendis gegna læknar
í sérfræðinámi veigamiklu hlutverki í starfsemi
ENGLISH SUMMARY
Ólafsdóttir IS, Sævarsdóttir, S, Pálsdóttir K,
Petersen H, Baldursson Ó
Postgraduate medical education in lceland;
medical students’ and residents’ attitude
Læknablaðið 2005; 91:511-4
Background: Various parties have expressed interest
in establishing formal postgraduate medical education
programs. The interest of residents and medical
students to such programs in lceland has not been
evaluated before.
Methods: A questionnaire was sent to 146 interns
and residents and 84 senior medical students. The
following variables were analyzed: Gender, attitude
towards postgraduate training in lceland, interest to
participate in such training, preferred speciality and
which factors might influence their decision.
Results: 100 subjects completed the questionnaire
(response rate 45%), 61 interns and residents and
39 medical students. Of those completing the
questionnaire, most intems and residents (97%) and
medical students (87%) agreed or agreed strongly
with the concept of postgraduate training in lceland.
The majority of responders wanted to undergo
part of their postgraduate training in lceland if this
option would be available. Those who preferred
postgraduate training in lceland did so for the following
reasons: The importance of “hands-on” training,
availability of consultants, favorable social setting and
organized teaching. Those who wanted to do all their
postgraduate training abroad rated case variability,
“hands-on” training, organized teaching and research
opportunities as the main factors influencing their
decision.
Conclusions: Interns, residents and medical students
are in favor of undergoing part of their postgraduate
training in lceland. Those who chose to train abroad
rated case variability and research opportunities higher
than those in favor of training in lceland.
Key words: medical education, postgraduate medical
education, specialist training, residency, fellowship.
Correspondence: Ólafur Baldursson, olafbald@landspitali.is
háskólasjúkrahúsa. Þennan sterka hlekk hefur
íslenskt heilbrigðiskerfi ekki getað treyst á þrátt
fyrir að flestir unglæknar dvelji hér við störf í nokk-
ur ár eftir útskrift úr læknadeild. Ótryggt er að er-
lendar menntastofnanir viðurkenni þennan starfs-
tíma sem hluta sérfræðináms.Til þess að svo mætti
verða væri æskilegt að skipuleggja sérfræðinám á
Læknablaðið 2005/91 511