Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Síða 7

Læknablaðið - 15.02.2006, Síða 7
RITSTJÚRNARGREINAR Verkefni ritstjórnar Læknablaðsins Árið 2005, 91. ár Læknablaðsins, var að minnsta kosti um tvennt sérstakt í sögu þess. í fyrsta lagi tókst, í annarri eða þriðju tilraun að fá vísinda- hluta blaðsins skráðan í gagnagrunn Bandaríska læknisfræðibókasafnsins (National Library of Medicine, NLM). Við getum verið sátt við þenn- an áfanga. Helzta hindrunin var augljós, smæð íslenzks málsamfélags. Áður en markinu var náð þurfti að gera nákvæma grein fyrir efni blaðsins, þar með talið ritstjórnarferli ritrýndra greina og inntaki þeirra eftir því sem kostur var. Við nutum ómetanlegrar aðstoðar íslenzkumælandi lækna sem áratugum saman hafa starfað við þekktar bandarískar háskólastofnanir. Við stöndum í sér- stakri þakkarskuld við prófessorana Gunnlaug P. Nielsen við Harvardháskóla, Kristján T. Ragnars- son við Mount Sinai í New York og Snorra Þorgeirsson við National Institutes of Health fyrir að veita Læknablaðinu þann trúverðugleika gagn- vart NLM, sem nauðsynlegur var. Hinn meginatburður ársins 2005 snerist um ritstjórnarstefnu Læknablaðsins og vinnulag rit- stjórnar. Ritstjórnin klofnaði um þessi atriði og hætti störfum síðastliðið haust, ýmist sjálfviljug (5) eða nauðug (1). Á hvorntveggja atburðinn má líta sem áfanga í þroskaferli. Þátttakan í gagnagrunni NLM leggur okkur ótvíræðar skyldur á herðar, sem við höfum heitið að sinna af kostgæfni. Með þessari þátttöku höfum við til að mynda tekið að okkur að rækja vissar skyldur hvað við kemur ritrýni, fjölda ritrýna og hugsanlegum hagsmunatengslum og hagsmuna- árekstrum þeirra. Við höfum til dæmis ábyrgzt, að öll hugsanleg hagsmunatengsl sem snúa að höfundum og ekki sízt ritstjórn, verði undantekn- ingarlaust gerð opinber. Höfundar vísindagreina verða hér eftir að útskýra eðli og uppruna alls þess fjár sem nýtt var við viðkomandi rannsókn, sömu- leiðis eigin tengsl við styrktaraðila. Síðari atburður ársins 2005 leiddi í ljós algjöran skort á ritstjórnarstefnu og vinnureglum ritstjórn- ar. Vissulega er það svo, að rit eins og Læknablaðið siglir oftast lygnan sjó þannig að sjaldan reynir á ritstjórnarstefnu og innra vinnulag ritstjórnar. Læknablaðið er vísindarit í læknisfræði og jafn- framt vettvangur umræðu heilbrigðisþjónustu í víðasta skilningi. Þetta tvíþætta hlutverk er engan veginn einstakt fyrir íslenzka læknablaðið heldur er það dæmigert fyrir læknablöð beggja vegna Atlantshafsins. Reynsla undanfarinna mánaða sýnir, að ekkert okkar virtist hafa leitt að því hug- ann hvernig blað eigendur Læknablaðsins, það er að segja meðlimir læknafélaganna og þannig í reynd allir íslenzkir læknar vilja að blaðið sé. Til hvers ætlumst við af Læknablaðinu og hvað ber okkur að gera eða forðast að gera ef við viljum veg þess sem mestan? Enginn vafi leikur á því, að Læknablaðið er vettvangur umræðu um heilbrigð- ismál í víðasta skilningi. Þar er ekkert efni utan landhelgi og nægir sú réttlæting ein til umræðu í blaðinu, að eigendur þess telji málið umfjöllunar- vert. Ljóst er að umræða verður að vera snörp og opinská. Við verðum hins vegar að taka til þess afstöðu hvernig sú umræða fer fram. Það er til dæmis afdráttarlaus sannfæring þess, sem þetta ritar að skrif ad hominem nafngreindum einstak- lingum, læknum eða öðrum til lasts, eigi ekki heima í Læknablaðinu. Aðrir íslenzkir prentmiðl- ar hafa svo um munar haslað sér völl í umfjöllun um nafngreint fólk. Læknablaðið lætur þessum miðlum með ánægju eftir umræðu af því tagi. Eins er farið um langæjar ritdeilur einstakra lesenda, deilur sem með tímanum verða öðrum lesendum til ama og þreytu. í slíkum tilvikum er það skylda ritstjórnar að taka af skarið og ákvarða hvar mörk skulu dregin. Það er brýnt er að ritstjórar Læknablaðsins í umboði eigenda þess setji fram skýra ritstjórn- arstefnu, lýsi því hvernig blað við viljum að Læknablaðið sé. Sömuleiðis, að samdar verði regl- ur um vinnulag, samskipti og dreifingu ábyrgðar innan ritstjórnar. Sú ritstjórn sem skipuð var 1. desember síðastliðinn mun helga næstu mánuði þessu verkefni. Afraksturinn munum við síðan birta lesendum blaðsins, ýmist í prent- eða netút- gáfu þess. Jóhannes Björnsson johbj@landspitali. is The Editorial Board‘s Agenda Jóhannes is Professor and Chairman, Department of Pathology, Landspítali University Hospital, and Editor-in-Chief of The Icelandic Medical Journal. Höfundur er meinafræðingur og ábyrgðarmaður Læknablaðsins. Læknablaðið 2006/92 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.