Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2006, Page 26

Læknablaðið - 15.02.2006, Page 26
FRÆÐIGREINAR / NÆRINGARFRÆÐI Tafla llb. Ukamsmál, grunnorkuþörfog orkuskeröing meöal kvenna í rann- sókninni (n=71). Lægsta gildi Hæsta gildi Meöaltal SD Þyngd, kg 71,4 109,6 84,3 6,5 Hæð, m 1,58 1,85 1,68 0,06 LÞS, kg/m2 27,7 32,7 30,0 1,4 Grunnefnaskipti, kcal/dag 1364 1966 1485 79 Heildarorkuþörf, kcal/dag* 1773 2556 1931 102 Ráölögð orkuinntaka miðað við 30% skeröingu, kcal/dag 1241 1789 1352 71 Heildarorkuskerðing, kcal/dag 532 767 579 31 * Miðað við PAL (Physical activity level) 1,3. Tafla lla. Líkamsmál, grunnorkuþörf og orkuskerðing meðal karia í rann- sókninni (n=43). Lægsta gildi Hæsta gildi Meöaltal SD Þyngd, kg 83,8 122,3 98,2 9,0 Hæð, m 1,69 1,95 1,81 0,06 LÞS, kg/m2 27,5 32,5 30,0 1,4 Grunnefnaskipti, kcal/dag 1633 2178 1856 118 Heildarorkuþörf, kcal/dag* 2123 2831 2412 153 Ráðlögð orkuinntaka miðað við 30% skerðingu, kcal/dag 1486 1982 1689 107 Heildarorkuskerðing, kcal/dag 637 849 724 46 * Miöaö við PAL (Physical activity level) 1,3. Tafla III. Þyngdarbreytingar og breytingar á útreiknuöum líkamsþyngdarstuðli á 8 vikna rannsóknartímabilinu. Þyngd(kg) Fyrir íhlutun Að íhlutun lokinni Breyting Meðaltal SD Meðaltal SD Meðaltal SD Allir (n=114) 89,6 10,1 84,7 9,5 4,9 3,1 Karlar (n=43) 98,2 9,0 92,2 8,1 5,9 3,5 Konur (n=71) 84,3 6,5 80,1 7,1 4,2 2,6 LÞS (kg/m2) Allir (n=114) 30,0 1,4 28,4 1,5 1,6 1,0 Karlar (n=43) 30,0 1,4 28,2 1,6 1,8 1,0 Konur (n=71) 30,0 1,4 28,5 1,5 1,5 0,9 (11.0) var notað við gagnavinnslu og lýsandi töl- fræði. Munur á þyngdartapi kvenna og karla var metið með t-prófi (independent sample t-test). Niðurstöður Alls luku 114 einstaklingar (81%) átta vikna íhlut- un. Meðalaldur var 29,8 ± 5,2 ár. Reiknuð grunn- efnaskipti (hitaeiningar/dag) þátttakenda voru á bilinu 1364 hitaeiningar/dag til 2178 kcal/dag og heildarorkuþörf dagsins var metin sem 2113 hitaein- ingar/dag að meðaltali eða um 1930 hitaeiningar/ dag meðal kvenna og rúmar 2400 hitaeiningar/dag meðal karla. í töflu Ila og Ilb sést heildarorkuþörf dagsins fyrir orkuskerðingu, ráðlögð orkuinntaka eftir 30% skerðingu auk þess hve mörgum hita- einingum 30% orkuskerðing samsvaraði hjá þátt- takendunum í rannsókninni. Matseðlarnir hlupu á 100 hitaeiningum þannig að sá einstaklingur sem minnst þurfti fékk matseðil sem gaf 1200 hitaein- ingar á dag. Sá sem þurfti mest fékk matseðil sem gaf 2000 hitaeiningar á dag. Líkamsþyngdarstuðull í upphafi íhlutunar (þegar orkuþörfin var reiknuð) var um 30 kg/m2, bæði meðal karla og kvenna eins og sjá má í töflu lla og Ilb. Heildarþyngdartap allra þátttakendanna var tæp fimm kg á átta vikum, eða að meðaltali 625 gr á viku (tafla III). Þyngdartap karla í rannsókninni var marktækt meira en meðal kvenna (um 740 gr á viku á móti 525 gr á viku, p=0,003). Ef þyngdar- tap er metið sem hlutfall af upprunalegri þyngd þá léttust karlmenn að meðaltali um 6% af upp- runalegri þyngd, en konur um 5%. Sá munur á milli kynjanna var ekki tölfræðilega marktækur. Einstaklingar í rannsókninni töpuðu frá 3% upp í 15% af upprunalegu þyngd á því átta vikna tímabili sem rannsóknin náði yfir. Líkamsþyngdarstuðull lækkaði að meðaltali um 1,6 ± 1,0 kg/m2. í upp- hafi íhlutunar töldust 47% (n=54) í offitu (LÞS 30 kg/m2). Þeim hafði fækkað niður í 15% (n=17) í lok íhlutunar. Fimm einstaklingar þyngdust um 0,1 til 2,2 kg meðan á íhlutun stóð. Mittis- og mjaðmamál þátttakenda minnkaði einnig marktækt á þeim átta vikum sem íhlutunin stóð. Mittismál minnkaði á tímabilinu að meðaltali um 4,5 (±2,9) cm sem samsvarar 5% lækkun frá mittismáli í upphafi íhlutunar. Mjaðmamál minnk- aði að jafnaði um 3,4 (±2,3) cm á tímabilinu og samsvarar það um það bil 3% minnkun ef miðað er við mjaðmamál fyrir fhlutun. Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að næringar- útreiknaðir matseðlar, þar sem orkuskerðing var 30% miðað við áætlaða orkuþörf einstaklingsins, ásamt viðtali og ráðgjöf næringarfræðings, reyn- ast vel við að ná fram þyngdartapi meðal ungra íslendinga með líkamþyngdarstuðul á bilinu 28- 32 kg/m2. Skipting orkuefnanna í matseðlunum var í samræmi við opinberar ráðleggingar (10). Hópurinn sem um ræðir er mjög mikilvægur mark- hópur, þar um er að ræða ungt fólk á aldrinum 20-40 ára. Sérfræðingar hafa undanfarin ár velt því fyrir sér hvaða aðferð henti best til þyngdar- taps. Til að tapa þyngd þarf orkuneysla að vera minni en orkuþörf og í rannsókninni sem lýst er í 110 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.