Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2006, Page 50

Læknablaðið - 15.02.2006, Page 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR skoðanaleysi og naflaskoðun - Læknadagar buðu upp á sitt lítið af hverju eins og þeir eiga að gera Þröstur Haraldsson Arna Guðmundsdóttir setur Lœknadaga og kynn- ir sjálfa sig. Þess má geta að skammstöfunin MOT stendur fyrir „mother of three". Það blésu ferskir vindar um Læknadaga enda komin kona í staðinn fyrir karlinn í brúnni. Arna Guðmundsdóttir sem tók við formennsku í Fræðslustofnun lækna af Arnóri Víkingssyni í fyrra leiddi undirbúning Læknadaga í fyrsta sinn og fórst það afar vel úr hendi því það var mál manna að rétt eins og síðustu ár hefðu Læknadagar í ár slegið þeim síðustu við hvað varðar gæði, fjölbreytni og almennt gagn og gaman. Tónninn var sleginn strax á setningarhátíðinni. Þar setti Arna þingið og gerði meðal annars þá játningu að hún hefði valið sér læknisstarfið af ein- skærum mótþróa, þetta var fag sem var nokkurn veginn eins langt frá áhugasviði föður hennar og hugsast gat. En viti menn, það var ekki liðin vika frá því hún hlaut læknaleyfið þegar faðir hennar var orðinn heilbrigðisráðherra og þar með - par definition - einhver hataðasti maður í stétt lækna! Að ávarpi sínu loknu kallaði hún á svið Sigur- björn Sveinsson formann LÍ og bað hann að kynna heiðursgest setningarhátíðarinnar. Eftir nokkrar vangaveltur um magn og gæði á Læknadögum vatt hann sér í það að kynna gestinn, til þess að gera ný- skipaðan Seðlabankastjóra, sem hann sagðist ekki hafa hitt augliti til auglitis síðan Davíð Oddsson var í framboði til Inspectors Scholae í MR fyrir 1970. Auk þess vissi hann að þeir væru skyldir í 9. lið en það væri nokkurn veginn vísindalega ómögu- legt hér á landi, að sögn Kára Stefánssonar. Davíð lá að mestu á skoðunum sínum, aldrei þessu vant. Þessi kynning varð til þess að Davíð kallaði Sigurbjörn ávallt frænda sinn þegar hann vitnaði til hans í hátíðarræðunni. Hún fjallaði hins vegar aðallega um það hversu gott honum fyndist að vera kominn í skoðanafrí og að hvergi væri betra að vera í slíku fríi en í seðlabanka. Þar þurfi menn sjaldan að tjá sig um neitt nema ef vera skyldi peninga og ef það hendi þá beri mönnum að vera svo loðmæltir og fullir af fyrirvörum að enginn skilji hvað þeir eru að segja. Hann fjallaði einnig nokkuð um þá reynslu sína að vera 19 daga sam- fleytt í eigu Þvottahúss rfkisspítalanna og þótti það merkileg reynsla. Og að sjálfsögðu gat þessi gamli stjórnmálarefur ekki stillt sig um að hafa skoðun. Hún var sú að nú væri búið að taka ákvörðun um byggingu nýs sjúkrahúss og tími umræðu um hana liðinn. Nú væri bara að bretta upp ermarnar. Inn í þetta fléttaði hann ótal gamansögum og var ekki annað að sjá en að læknum þætti þessi nýi skoðana- lausi Davíð ekkert síðri en sá með skoðanirnar. Að skima eða ekki skima Eins og áður segir voru Læknadagar fjölbreyttir að vanda og á dagskrá þeirra mátti finna ómeng- aða læknisfræði og harða klíník í bland við heil- brigðispólitík. Og að sjálfsögðu var naflaskoð- unin á sínum stað en hún þykir blaðamanni alltaf skemmtilegust. Heilbrigðispólitíkin var á dagskrá á málþingi á þriðjudag en þá var fjallað um ristilkrabbamein 134 Læknablaðid 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.