Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 59

Læknablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJAFRÆÐI við meiri áhyggjur af lyfjakostnaði en afleiddum kostnaði þó svo að slæmar afleiðingar kostuðu meira en lyfin. í átt til lyfjastoðar; hvar stendur ísland? Almennt má segja að menntastofnanir og samtök lyfjafræðinga hafi tekið hugmyndafræði lyfjastoð- ar og gert hana að fagsviði innan lyfjafræðinnar. Lyfjastoð er ekki til staðar á Islandi. Fyrir nokkr- um árum var Lindu M Strand boðið hingað til að halda fyrirlestur m.a. með stuðningi Lyfju, sem hóf verkefni á sviði lyfjastoðar sem ekki reyndist grundvöllur fyrir. Almennt hefur tekist mun betur að festa hana í sessi í Bandaríkjunum og á afmörk- uðum sviðunt í Bretlandi en í Evrópu. I Evrópu virðist lyfjastoð framkvæmd meira í smáum mæli- kvarða í einstaklingsreknum apótekum. Lyfjastoð erlendis Aðilar að Pharmaceutical Care Network Europe (PCNE) eru frá 17 Evrópulöndum og Bandaríkjunum og voru samtökin stofnuð 1994. Haldnar eru ráðstefnur annað hvert ár (Working conferences). Verkefnin sem þátttakendur standa að eru fjölbreytileg. Flest tengjast apótekum og hvað fjármögnun varðar aðilum og kennslustofn- unum sem standa að rekstri og kennslu á sviðum heilbrigðisstarfssemi. Unnið er í náinni samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk á öðrum sviðum en lyfja- fræði, aðallega lækna en líka í teymunr. Stundum snúast þau um ákveðna sjúklingahópa, til dæmis sykursjúka eða astmasjúka, fólk á fjöllyfjameð- ferð eða að viðskiptavinum apóteka er boðið upp á lyfjastoð. Kaiser Permanente er amerískt stórfyrirtæki á heilbrigðissviði sem starfar á níu svæðunt í nokk- rum fylkjum Bandaríkjanna. Ræktun heilbrigðis, bæði einstaklingsins og samfélags er yfirlýst mark- mið starfssemi þess sem gengur meðal annars út á að annast alhliða heilbrigðisþjónustu við einstak- linginn frá vöggu til grafar. Forstjóri apóteks- og meðferðarsviðs fyrirtækisins í Colorado, Dennis Helling, kynnti starfsemi þess á sviði lyfjastoðar á PCNE-þingi í febrúar 2005. Ræddi hann við- horfsbreytingar innan fyrirtækisins. Áherslur hefðu færst frá því eftir hvaða kerfi fólk fengi lyfin (apóteks-miðaðar) til þess að veita fólki aðgang að lyfjafræðiþjónustu 24 tíma dagsins allan ársins hring (einstaklings (lyfjaþega)-miðaðar). Mikil umræða fer einmitt fram innan PCNE um hvernig hægt sé að koma á framfæri við ráðamenn á sviði stjórnmála og viðskifta að raunverulegur sparnað- ur felist í lyfjastoð. EuroPharm Forum eru samtök evrópskra lyfjafræðingafélaga og Evrópudeildar Alþjóðahe ilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Markmið samtakanna er að stuðla að framlagi lyfjafræð- inga til heilsu-eflingar á öllum sviðum heilbrigðis. Samtökin voru stofnuð 1992. Starfsemin hefur fyrst og fremst verið fræðilegu plani. Finnland og Holland standa framar en aðrir að því leyti að tengja hugmyndirnar starfsemi apóteka og gera rannsóknir. Fræðsluefni og rannsóknir sent unnin hafa verið á vegum samtakanna er aðgengilegt á geisladiskasafni og ætlað til þess að aðstoða sér- fræðinga og stjórnendur á heilbrigðissviði sem og starfandi lyfjafræðinga við að aðlaga sérfræðisvið lyfjafræðinga að heilbrigðisstarfsemi hvers lands fyrir sig og tengja það starfsemi annara heilbrigð- isstétta. Umræða og lokaorð Óumdeilt virðist að samstarf og teymisvinna í heilbrigðisþjónustu sé það sem koma skal. Það skapar nauðsynlega breidd í heilsugæslu og fólk er öruggara þegar það veit að álit á ástandi þess er stutt mati fleiri aðila. Ennfremur að það á kost á fjölbreyttari úrræðum svo sem h'kamsþjálfun, lyfjameðferð og samtalsmeðferð. Ferlið sjúkdóms- greining > lyf er oft ávísun á lyfjameðferð sem jafnvel er ekki endurskoðuð árum saman. Þátttaka lyfjafræðinga í heilsugæslu er afar mikilvæg eins og sést af því sem vitnað er til hér að ofan. Nauðsynlegt er að heilbrigðistéttir taki höndum saman á fleiri sviðum. Veita þarf stjórnmálamönn- um og stjórnendum á heilbrigðissviði upplýsingar og leiðsögn og taka höndum saman við þá um að skipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að hún standi öllunt til boða og öll úrræði séu inni í myndinni. I hræringum síðustu 10-15 ára hefur ekki tekist sem skyldi að tryggja það. Það má geta þess að vettvangur fyrir þetta samstarf er fyrir hendi en þar á ég við Samtök heilbrigðisstétta. Þau héldu málþing í október 2004 um teymisvinnu í heilbrigðiskerfinu og komu þar aðilar sern hafa tekið þátt í teymisvinnu innan heilbrigðiskerfisins hér á landi. Örlög apótekslyfjafræðinga í breyttu formi apóteksrekstrar eru athyglisverð. Staðan er sú að hlutverk þeirra er tvíþætt. Annars vegar að sjá um rekstur fyrir það fyrirtæki sem apótekseiningin er hluti af og hins vegar að standa skil gagnvart opinberum aðilum, Tryggingastofnun ríkisins og Lyfjastofnun. Þetta er krefjandi og tímafrekt vegna sífelldra breytinga á reglum um greiðslu og á skráningu lyfja. Það tengist aftur framboði lyfja og breytingum hjá lyfjafyrirtækjum hérlendis sem erlendis. Fjölda lyfjafræðinga á apótekssviði er Læknablaðið 2006/92 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.