Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI Breiðfirskur kappsiglari með áhuga á sögu Hafsteinn í Þjóðmenning- arhúsinu með Ileilbrigðis- söguna undir arminum daginn sem bókin kom út, 14. desember síðastliðinn. Þröstur Haraldsson Hafsteinn Sæmundsson læknir hefur nýlokið störf- um sem formaður ritnefndar heilbrigðissögunnar en bókin Líf og lœkningctr. íslensk heilbrigðissaga kom út skömntu fyrir jól. Hafsteinn féllst á að lýsa hugðarefnum sínum hér í blaðinu en þau eru all- mörg. Hann skiptir þeim í tvennt og við fyrstu sýn virðast þau harla ólík en tengjast þó með ýmsum hætti þegar nánar er að gætt. „Hugðarefni mín tengjast annars vegar áhuga mínum á útiveru - siglingum, fjallaferðum og skotveiðum - og hins vegar íslenskum fornbók- menntum og sagnfræði," segir Hafsteinn. Við ræðum fyrst um siglingarnar en áhugann á þeim rekur Hafsteinn til bernskuáranna. „Eg er Breiðfirðingur í báðar ættir og fór fyrst á sjó sex ára gamall nteð frændum mínum í Stykkishólmi. Siglingum á seglbátum kynntist ég fyrst þegar ég kom heim úr sérnámi 1982. Þá fór ég að sigla með vini mínum Niels C. Nielsen lækni en hann hafði þá eignast skútu.“ Hafsteinn lét sér ekki nægja að lóna með strönd- um fram heldur sá hann þarna leið til að fá útrás fyrir keppnisskapið. „Ég var farinn að keppa í sigl- ingum 1984 eða 1985 og hef ekki sleppt úr surnri síðan þá. Þetta er skemmtilegt en krefjandi sport sem reynir mikið á rnenn líkamlega þegar atgangur er harður í keppni eða veður slæm. Hópurinn sem stundar þetta er ekki fjölmennur en þeim ntun áhugasamari og upp til hópa góðir félagar. Við erum oftast sex eða sjö á þegar við keppum og árangur byggist á samstilltu átaki allra, þá er mikilvægt að standa sig, annars fær maður það óþvegið frá hinum í áhöfninni. Til að ná árangri í siglingakeppni verða menn að vera kjarkmiklir, vel á sig komnir og hafa viljann til að sigra. Okkur félögunum hefur gengið upp og ofan í gegnum árin en best árið 1994 þegar við unnurn gullverðlaun á íslandsmótinu. Síðastliðin átta ár höfum við keppt á skútu sem heitir Ögrun og er í eigu vinar okkar. Þetta er 33 feta keppnisskúta og er sjö manna áhöfn um borð. Besta árangri okkar á Ögrun náðum við í sumar en þá fengum við brons í þremur stórum mótum og silfurverðlaunin á íslandsmótinu. Þessu náðum við þrátt fyrir að vera með hæsta meðalaldur um borð og höfum reyndar liaft það til margra ára.“ Mannraunir og menningarferðir En siglingarnar snúast ekki bara um að keppa. „Við höfum einnig siglt á milli landa og leigt okkur báta erlendis. Erfiðasta sigling mín var með Niels til Færeyja og heirn árið 1988. Við vorum tveir á 26 feta báti sem hann átti og í samfloti með þremur öðrunt skútum. Við lentum í nokkrum hremm- ingum á útleið en á heimleiðinni fengurn við aftakaveður undan Suðausturlandi og komumst við illan leik eftir tæplega sólarhrings barning inn á Djúpavog. Þetla var mikil lífsraun sem reyndi ntikið á sjómennsku okkar og styrkleika bátsins. Við vorum kannski ekki beint í lífshættu en þetta tók verulega á líkamlega og það hefði ekki mikið mátt bera út af til að illa færi. Síðar fór ég við þriðja mann til Færeyja, Hjaltlands og Noregs á sams konar bát og það gekk ágætlega. Skemmtisiglingar höfum við hjónin farið í til Tyrklands og Króatíu með vinafólki. Þá leigjum við skútu í eina eða tvær vikur og siglum á milli hafna eða akkerislega. A þennan liátt gefst tæki- færi til að kynnast framandi þjóðum og menningu þeirra, fornri og nýrri. Nýlega stigum við stórt skref og keyptum hlut í 41 feta nýlegri skútu á Majorka sem vinir okkar eiga.“ 152 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.