Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2006, Page 71

Læknablaðið - 15.02.2006, Page 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI pallhýsi sem í eru öll þægindi. Pannig höfum við náð að kynnast flestum markverðum stöðum hér á landi og gengið á ntörg fjöll. Þetta hefur svo leitt til þess að ég les mikið um sögu einstakra héraða og hef sérstakan áhuga á gömlum þjóðleiðum. Allt sem tengist því hvernig þessi þjóð lifði hér í gegn- urn aldirnar finnst mér afar áhugaverl. Skotveiði hef ég stundað frá því í læknadeild og við erum saman í þessu, ég Niels og Þorsteinn Gíslason. Nú orðið er þetta fyrst og fremst gæsa- veiði og nær eingöngu veiði á heiðagæs og hels- ingja. Við byrjum inni á hálendinu í ágúst og endum austur á söndum þegar komið er fram í október. Þetta hafa stundum orðið erfiðar slark- ferðir í misjöfnum veðrum. Þá er nauðsynlegt að vera á góðum bílum og hafa húsaskjól í pallhýsinu á trukknum mínum.“ Bóklestur á veturna En það er ekki hægt að stunda útivist og veiðiskap allt árið eins og viðrar hér á landi. „Þegar kemur fram í október taka við önnur hugðarefni sem er lestur íslenskra fornbókmennta og sagnfræði en hvort tveggja hefur verið áhuga- mál hjá mér frá því ég kynntist slíkum lestri ungur að árum hjá afa mínum í Stykkishólmi, gömlum sjómanni úr Breiðafjarðareyjum. Eg er í 12 manna leshóp sem hefur hist aðra hverja viku yfir vetur- inn síðastliðin 15 ár og lesið fornsögur. Við köllum okkur Sturlunga því það var fyrsta sagan sem við lásum og reyndar höfum við lesið hana tvisvar. Síðan förum við í ferðalag á söguslóðir á vorin og toppurinn er þá að hitta heimamenn sem þekkja vel til sögunnar og geta tengt hana staðháttum. í sagnfræðinni á ég mér nokkur aðaláhuga- mál og kaupi mikið af bókum sent þeim tengj- ast. Frá árinu 2004 hefur áhugi minn beinst að íslandssögunni frá 1262 til siðskipta, það er norsku, ensku og þýsku öldinni. Önnur uppáhaldsefni eru víkingar, sérstaklega siglingar þeirra, norðmannar og krossferðir. Ég hef átt því láni að fagna að kom- ast í góðar ferðir á söguslóðir með skemmtilegu fólki. Til dæmis fórum við hjónin til Norðmandí og Suður-Englands í júní síðastliðinn á slóðir víkinga og Vilhjálms sigurvegara sem vann frækilegan sigur við Hastings 1066. Þessi áhugi á siglingum, fornsögum, sagnfræði og fleiru hefur leitt til þess að ég kaupi ntikið af bókum. Ég er því tíður gestur á fornbókasölum og á orðið allgott bókasafn. Enda er það besta afslöppun sem ég þekki að sitja í bókastofunni og handfjatla gersemar á borð við Fornbréfasafnið, Safn til sögu Islands, Sýslumannsævir og margt fleira,“ segir Hafsteinn Sæmundsson. Hafsteinn í fullum her- klœðum við pallbílinn ú leið í kvöldflug heiðargœs- anna ú Síðuafrétti. Læknablaðið 2006/92 155

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.