Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 5

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 5
II M R Æ D A 0 G F R É T T I R 312 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Framhaldsnám á íslandi Bjarni Pór Eyvindsson 313 Reglur um meðferð einstaklingsmála hjá Læknafélagi íslands 314 Kynni okkar af Kenýa íslenskir læknanemar að störfum í fátækrahverfum Naíróbí Margrét Ólafía Tómasdóttir 318 Hver á að annast meðferð og eftirlit langvinnra sjúkdóma? A Læknadögum var leitað svara við þessari spurningu sem veldur töluverðum heilabrotum í heilbrigðiskerfinu Þröstur Haraldsson 321 Bylting í búsetu og þjónustumálum aldraðra? Ólafur Ólafsson 322 Skilið á milli kaupanda og seljenda Rætt við Jónínu Bjartmarz alþingismann um tillögur nefndar um verkaskiptingu sjúkrahúsa og sérfræðiþjónustu ásamt fleiru Þröstur Haraldsson 325 Þagnarskyldan; hver eru hin siðferðilegu rök? Ástríður Stefánsdóttir 328 Úr sögu innrennslislyfja á íslandi með ívafí eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson 335 In memoriam. Baldur Garðar Johnsen Örn Bjarnason 337 Aldarminning. Kjartan R. Guðmundsson læknir Sverrir Bergmann 340 Markmið og framlag taugasálfræðilegs mats Claudia Ósk Hoeltje F A S T I R P I S T L A R 343 íðorð 186: Málfar í fyrirlestrum Jóhann Heiðar Jóhannsson 345 Einingaverð og taxtar/styrkir 346 Lausar stöður Sérlyfjatextar 355 Ráðstefnur og fundir Úthlutun orlofskosta sumarsins Búið er að úthluta sumrinu, það gengu ekki allar vikur út. Hægt er að sjá á orlofsvefnum undir hnappnum „fréttir" hvar og hvenær er laust í sumar. Af erlendum kostum er Alicante laust 31.05.-14.06. og frá 20.09.-04.10. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Um þessar mundir kætast landsmenn yfir vorinu og ekki síst hestafólk sem hugar að útreiðartúrum. Þuríður Sig- urðardóttir. listamaður, er farin að ríða út en það er hálf ánægjan, hún bíður þess að hrossin losni betur úr hárum því þá getur hún skoðað feld- inn nánar. Hún er allt að því haldin þráhyggju, gaumgæfir blæbrigði í feldi dýranna, liti og áferð og ber síðan hugleiðingar sínar yfir á vinnustofuna þar sem hún byggir upp málverk með lagskiptingu litaflata og fínlegra pens- ilstroka. Nokkur dæmi um útkomuna eru á forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni, án titils, 2005-6, og ef vel er að gáð má sjá hvernig yfirborðið samanstendur af hárum, hvert um sig málað með olíu á striga. Hvernig komu verkin fyrir sjónir fyrst? Hvað gerist við það að átta sig á forsögunni? Abstrakt verk verða Ijósmyndaraunsæisleg! Þuríður leikur á áhorfandann og fær hann til þátttöku í að hugleiða eðll myndlistar - ekki er allt sem sýnist. [ verkum Þuríðar er leikur sem fer saman við yfirvegaða nákvæmnisvinnu og íhugun. Þetta kemur til dæmis fram í verkum hennar um gróður. Hún rýnir í svörðinn og skoðar lagskiptingu jurta, eiginleika lita og skugga og úrvinnslan fer fram í yfirstærð á striga, smára- breiða, skriðsóleyjar, mýrarsef og þar fram eftir götunum. Hún hefur lagt sér- staka áherslu upp á síðkastið á mýrar- gróður og þar kemur fram hugmynda- fræði sem síðan má yfirfæra á önnur verk og ekki síst hestamyndirnar. Hún málar mýrarrauðann, olíubrákina sem er á yfirborði vatnsins og endurkastar málmkenndum litbrigðum. Þessi þunna himna veldur því að maður sér ekki til botns, hún blekkir. Þannig má líka skoða málverk, þau eru yfirborð, þunn himna lita sem hylur eitthvað sem við ekki sjáum en skynjum á annan hátt. Til að draga upp á yfirborðið eitt dæmi má hugsa sér að þótt mynd- list Þuríðar byggi á nánasta umhverfi hennar tengist hún íslenskri arfleifð, sjálfsmynd þjóðarinnar og nálgun lista- manna eins og Birgis Andréssonar. Hann hefur meðal annars sett fram palettu „íslenskra lita“ og hestamynd- irnar eru eins konar þjóðlitir „beint af skepnunni". Stærum við okkur ekki af fjölskrúði litbrigða íslenska hestsins sem hvergi á sinn líka? Svona má leita ýmissa tenginga um leið og við stöndum agndofa yfir hand- bragðinu. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2006/92 257
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.