Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 6
RITSTJÚRNARGREINAR Eftirlit og meðferð sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Er breytinga þörf? Sigurður Guðmundsson sigurdur@landlaeknir. is Runólfur Pálsson runolfurQlandspitali. is The care of patients with chronic disease. Do we need to change course? Sigurdur Gudmundsson, M.D., Ph.D. Medical Director of Health, Iceland Runolfur Palsson, M.D., FACP Chief, Divison of Nephrology Landspitali University Hospital Associate Professor of Medicine University of Iceland Sigurður er landlæknir. Runólfur er nýrnalæknir á Landspítala og formaður Félags íslenskra lyflækna. Á undanförnum áratugum hafa langvinnir sjúk- dómar orðið umfangsmesta verkefni heilbrigð- isþjónustu Vesturlanda. Framþróun í læknavís- indum hefur leitt til bættrar meðferðar sem veldur því að fólk með langvinna sjúkdóma lifir lengur. Þessum sjúkdómum fylgja þó oft erfið veikindi og há dánartíðni og þeir hafa í för með sér ört vaxandi kostnað sem er smám saman að sliga heilbrigð- iskerfi vestrænna þjóða. Mikið hefur verið fjallað um þetta undanfarin ár, einkum í Bandaríkjunum þar sem fjölmargir einstaklingar með langvinna sjúkdóma fá ófullnægjandi þjónustu (1). Vísbend- ingar eru um að meðferð langvinnra sjúkdóma sé ábótavant víðast hvar, meðal annars hér á landi. Þetta mál var til umræðu á Læknadögum í janúar síðastliðnum og er greint frá því í þessu tölublaði Læknablaðsins (2). Margir eru haldnir tveimur eða fleiri langvinn- um sjúkdómum, til dæmis háþrýstingi, sykursýki af tegund 2, æðakölkun, hjartabilun, langvinnum nýrnasjúkdómi, gigtsjúkdómi eða illkynja sjúk- dómi og krefst það oft flókinnar lyfjameðferðar. Brestir í eftirliti og meðferð slíkra sjúkdóma geta leitt til innlagna á sjúkrahús vegna bráðra versnana sem koma hefði mátt í veg fyrir og jafnvel dauðs- falla (3). Hvernig gengur okkur að tryggja öryggi sjúk- linga við þær aðstæður sem hér er lýst? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á erlendum sjúkrahúsum hafa varpað ljósi á tíðni óhappa eða mistaka við meðferð sjúklinga (4). í þeim var óhapp skilgreint sem sköddun af völdum meðferðar eða fylgikvilla en ekki sjúkdómsins sem leiddi til innlagnar á sjúkra- hús. Niðurstöður sýndu að óhöpp komu fyrir í um 10% innlagna og að koma hefði mátt í veg fyrir 40- 50% þeirra. Sambærilegar upplýsingar um óhöpp vegna meðferðar sjúklinga utan spítala skortir en líklegt verður að telja að tíðni slíkra óhappa sé umtalsverð eins og á sjúkrahúsum. Hvernig horfir þetta við hérlendis? Engar hlið- stæðar upplýsingar eru til reiðu. Séu ofangreindar meðaltalstölur færðar til Landspítala þar sem um 30 þúsund innlagnir voru árið 2005, má telja að þar hafi orðið um 3000 óhöpp, 600 þeirra verið alvarleg og leitt til langvinnrar örorku, dauðsföll orðið 180, þar af 90 sem koma hefði mátt í veg fyrir. Eðlilegt er að spyrja hvort þetta sé virkilega svona hér á landi? Er ekki líklegt að öryggis- ventill smæðarinnar hefði gefið til kynna allan þennan fjölda? Það vitum við ekki en okkur er til efs að svo sé. Könnun á lyfjafyrirmælum lækna á Landspítala árið 2004 bendir til að við séum í þessu efni síst árvökulli en kollegar okkar í öðrum löndum (Rannveig Einarsdóttir og Sigurður B. Þorsteinsson, óbirtar niðurstöður). Villur fundust í skráningu lyfjafyrirmæla eða skráningu vantaði í rúmlega 20% ávísana á föst lyf, en þegar litið var til lyfja sem gefin eru eftir þörfum var fátítt að ekki væri eitthvað að. Hvar kreppir þá skórinn að þegar meðferð sjúk- linga með langvinna sjúkdóma er annars vegar? Ábendingar og kvartanir sem berast til stjórnenda heilbrigðisstofnana og Landlæknisembættisins draga fram nokkur áberandi atriði. Skortur á sam- skiptum og upplýsingaflæði milli lækna er tíður. Miklar og gagnlegar upplýsingar eru oft á tíðum til á stofum lækna, en þær eru iðulega torfengnar þegar sinna þarf sjúklingum á sjúkrahúsi. Þá eru annmarkar á skráningu í sjúkraskrár of algengir. Loks er algengt að sjúklingar með flókin og erfið vandamál telji að enginn læknir hafi heildarsýn yfir vandamál þeirra og að meðferð þeirra sé oft í höndum sérgreinalækna sem meðhöndla eingöngu „sinn“ sjúkdóm en vísa öðrum vandamálum til annarra sérfræðilækna. Afleiðingin getur orðið óþörf endurtekning rannsókna og óhófleg fjöllyfja- meðferð. Margt bendir til að verkstjórn okkar sé ekki næg og að samráð skorti. Ljóst er að hvorki heilsugæslan, stofur sjálfstætt starfandi sérfræðilækna né göngudeildir sjúkra- húsa hafa þróast með hliðsjón af því krefjandi verkefni sem meðferð langvinnra sjúkdóma er. Rannsóknir sem hafa borið saman sérgreinalækna og heilsugæslulækna hafa gefið til kynna skort á heildrænni meðferð hjá báðum aðilum (5). Vand- inn varðar ekki sérgrein eða heilsugæslu heldur skipulag og verkstjórn þjónustu sem á að byggja á þörfum sjúklinga en ekki á þörfum lækna, annars heilbrigðisstarfsfólks eða kerfisins. Hvað er þá til ráða? Augljóst er að við getum bætt framangreinda vankanta og ef til vill skiptir mestu að við tileinkum okkur aðra hætti í sam- skiptum við sjúklinga sem miða að samþættri og samfelldri þjónustu og verði til þess að sjúklingur geti sagt „þetta er læknirinn minn“. Mikilvægt er að styrkja tengsl heilsugæslu- stöðva, sjálfstætt starfandi lækna og sjúkrahúsa. Lykill að því er rafræn sjúkraskrá sem þarf að vera samtengd og engin rök hníga að því að hún geti ekki náð til þeirra 300 þúsund sálna sem hér búa. 258 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.