Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 31

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 31
LYFJAMAL / AUKAVERKANIR Tilkynningar um aukaverkanir lyfja á íslandi á árunum 1999 til 2004 Ágrip Magnús Jóhannsson1,2 LÆKNIR Eva Ágústsdóttir1 LYFJAFRÆÐINGUR Inngangur: í rúm 30 ár hefur verið tekið við til- kynningum unr aukaverkanir lyfja á Islandi. Mjög lítið barst af slíkum tilkynningum þar til hleypt var af stokkunum sérstöku átaki sem hófst árið 1999. Efniviður og aðferðir: Á árunum 1999-2004 bárust Lyfjastofnun samtals 86 tilkynningar um aukaverk- anir lyfja. Á þessum árum voru skrifaðar greinar og pistlar og haldinn talsverður fjöldi funda til að hvetja lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til að tilkynna aukaverkanir lyfja. Upphaf átaksins markast af grein í Læknablaðinu árið 1999 (1) þar sem læknar voru hvattir til að tilkynna aukaverk- anir lyfja. Niðurstöður: Aukaverkanatilkynningar fóru hægt af stað með aðeins tvær tilkynningar árið 1999 og fimm tilkynningar 2000. Fjöldinn nálgaðist síðan 20 á ári en náði 26 árið 2004. Á öllu tímabilinu bárust 86 tilkynningar sem skiptust þannig að meirihlutinn (63%) varðaði konur en 38% allra aukaverkana voru alvarlegs eðlis. í einu tilviki lést sjúklingur, í átta tilvikum var um að ræða lífs- hættulegt ástand og sjö sjúklingar höfðu ekki náð bata þegar síðast var vitað. Um 60% tilkynninga komu frá sjúkrahúsum eða heilsugæslu. Ef litið er á lyfjaflokka skera tauga- og geðlyf sig nokkuð úr með 21 tilkynningu enda um mjög mikið notuð lyf að ræða. Ályktanir: Tilkynningum um aukaverkanir lyfja hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og má sennilega þakka það átaki sem hefur verið í gangi síðan 1999. Enn vantar mikið á að fjöldi aukaverk- anatilkynninga sé sambærilegur við það sem gerist í nágrannalöndum okkar þó að stefni í rétta átt. ‘Lyfjastofnun, Eiðistorgi 13- 15,170 Seltjarnames 2rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, Háskóla íslands, Haga, Hofsvallagötu 53,107 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Magnús Jóhannsson, Lyfjastofnun, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi. magmis.johannsson @ lyfjastofnun.is Lykilorð: lyfjagát, aukaverk- anir, lyf, náttúruefni. Inngangur Telja má víst að fljótlega eftir að farið var að nota lyf á kerfisbundinn hátt hafi mönnum orðið ljóst að þau geta haft aukaverkanir. Aukaverkanir fylgja flestum eða öllum lyfjum og náttúruefnum (náttúrulyfjum, náttúruvörum og fæðubótarefn- um). Árið 2002 birtust niðurstöður könnunar á aukaverkunum og milliverkunum náttúruefna á íslandi (2). í þessari könnun fundust upplýsingar um 253 aukaverkanir og kom fjöldi þeirra og alvarleiki á óvart. Þekkingin um aukaverkanir lyfja er að miklu leyti byggð á persónulegri reynslu einstakra sjúk- linga og lækna þeirra. Ef þessari þekkingu er ENGLISH SUMMARY Jóhannsson M, Ágústsdóttir E Reporting of adverse drug reactions in lceland in 1999 to 2004 Læknablaðið 2006; 92: 283-7 Objectives: The reporting of adverse drug reactions (ADRs) has been in effect for more than 30 years in lceland. Very few reports were received until a special effort was launched in 1999. Methods: During the period 1999-2004 only 86 ADRs were reported to The lcelandic Medicines Control Agency (IMCA). During this period the special effort included the publishing of papers and memos and of numerous meetings with health care professionals in order to encourage the reporting of ADRs. The effort was initiated with a paper in The lcelandic Medical Journal in 1999 where the importance of the reporting of ADRs was explained. Results: The reporting of ADRs started slowly with 2 reports in year 1999 and 5 reports in 2000. The number of reports was then close to 20 per year until 2004 when it rose to 26. Of the 86 reports received the majority (63%) of cases was women and only 38% of the total number of reports was serious ADRs. One patient died, eight patients had a live threatening reaction and seven had not recovered at the time of reporting. About 60% of the reports came from hospitals and health-care centers. The most commonly reported class of drugs was those acting on the central nervous system with 21 reports. Conclusions: The number of ADR reports has been increasing during the past years and this is probably the result of a special effort that has been ongoing since year 1999. The number of reports is increasing but is still far behind that of the neighboring countries. Keywords: pharmacovigilance, adverse reactions, drugs, herbal remedies. Correspondence: Magnús Jóhannsson, magnus.johannsson@iyfjastofnun.is safnað saman og hún notuð á skynsamlegan hátt, má nota hana til góðs fyrir aðra sjúklinga og sam- félagið allt vegna þess að hún eykur öryggi lyfja. Þetta eru sterk rök fyrir því að sjálfsagður og eðlilegur hluti af starfi sérhvers læknis eigi að vera að tilkynna aukaverkanir lyfja. Til lítils gagns er að hver haldi þessum upplýsingum fyrir sig. Árið 1999 birtist grein í Læknablaðinu (1) þar sem læknar voru hvattir til að senda tilkynningar um aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar á þar til Læknablaðið 2006/92 283
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.