Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 34

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 34
LYFJAMÁL / AUKAVERKANIR Mynd 2.. Myndin sýnir aldursdreifingu fyrir þá sem fengu aukaverkanir. Mynd 3. Myndin sýnir dreifmgu aukaverkanatil- kynninga eftir lyfjaflokki. Flokkunin er samkvœmt ATC-kerfi en „Ná“ táknar náttúruefni. Aldursdreifing þeirra sem fengu aukaverkanir er sýnd á mynd 2. Algengast er að sjúklingar séu 50-80 ára (alls 49 eða 57% tilkynninganna) og athygl- isvert er hve fjöldinn fellur skyndilega eftir 80 ára aldur. Einn einstaklingur var yfir 100 ára gamall. Mynd 3 sýnir dreifingu aukaverkanatilkynn- inga eftir lyfjaflokki. Flokkunin er samkvæmt ATC-kerfinu (sbr. Sérlyfjaskrá) sem er alþjóðlegt flokkunarkerfi lyfja. „Ná“ táknar náttúruefni. Algengustu flokkarnir eru N (tauga- og geðlyf), L (æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistempr- unar) og M (vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf). Athyglisvert er að engar tilkynningar bárust um aukaverkanir lyfja í flokki B. Umræða Sérstöku átaki til að fá íslenska lækna til að senda inn tilkynningar um aukaverkanir lyfja var hleypt af stokkunum árið 1999. Þetta átak er nú farið að skila árangri og lítur út fyrir að innan fárra ára verði fjöldi aukaverkanatilkynninga orðinn hlut- fallslega svipaður og í nágrannalöndum okkar. Stundum er spurt til hvers sé verið að safna tilkynningum um aukaverkanir lyfja. Tilgreina má margar ástæður en fyrst er að telja að slíkar tilkynningar eru nær eina leiðin sem við höfum til að fá upplýsingar um sjaldgæfar aukaverkanir. Sjaldgæfar aukaverkanir koma yfirleitt ekki fram fyrr en eftir markaðssetningu lyfja vegna þess að þær klínísku rannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim tímapunkti eru ekki nægjanlega stórar. Nægjanlega mikill fjöldi sjúklinga fer ekki að taka viðkomandi lyf fyrr en eftir markaðssetningu. Skipuleg söfnun upplýsinga um aukaverkanir og úrvinnsla þeirra upplýsinga eykur þekkingu á viðkomandi lyfi, kostum þess og göllum, og gerir þannig notkun viðkomandi lyfs markvissari og öruggari. Ef slík upplýsingasöfnun er eðlilegur hluti af starfi lækna og annarra heilbrigðisstarfs- manna gerir það alla meira vakandi fyrir aukaverk- unum sem einnig er til hagsbóta fyrir sjúklingana. í Evrópu, og reyndar miklu víðar, er vaxandi áhugi á lyfjagát. Þessi áhugi lýsir sér meðal annars í skerptum reglum og auknum kröfum sem snúa bæði að lyfjastofnunum og lyfjaiðnaðinum. í mörgum nálægum löndum, til dæmis Noregi og Svíþjóð, hvílir lagaleg skylda á læknum að til- kynna alvarlegar og óvæntar aukaverkanir lyfja. I nýlegri sameiginlegri yfirlýsingu samtaka evr- ópskra lækna og lyfjaiðnaðarins (4) er læknum skylt að tilkynna aukaverkanir lyfja. Eðlilegt er að ræða hér á landi hvort breyta eigi lögum í þessa veru. Fátt kom verulega á óvart í því uppgjöri sem hér er kynnt en þó eru nokkur atriði sem vekja athygli. Langflest dauðsföll og stór hluti alvarlegra aukaverkana í Noregi og Svíþjóð voru vegna segavarnalyfja (ATC-flokkur B) en engin tilkynn- inganna hér á landi var vegna þessa lyfjaflokks. Þetta hlýtur að vekja spurningar. Hlutur alvarlegra aukaverkana var svipaður hér á landi (38%) og í Svíþjóð (36%) en talsvert minni en í Noregi (56%). Hlutur barna var svipaður hér og í Noregi en talsverl minni en í Svíþjóð. Fjöldi aukaverk- anatilkynninga hefur verið stöðugt vaxandi í Noregi og Svíþjóð undanfarin ár og var fjölgun tilkynninga í Noregi milli áranna 2003 og 2004 um 30%. Umreiknað á hverja 300.000 íbúa var fjöldi aukaverkanatilkynninga fyrir árið 2004 nálægt 115 í Noregi og 135 í Svíþjóð og mætti stefna að því hér á landi að ná svipuðum tölum á næstu árum. Ekki er síður ástæða til að safna á skipulagðan hátt upplýsingum um aukaverkanir af völdum náttúruefna(náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubót- 286 Læknablaðið 2006/92 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.