Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 35
LYFJAMAL / AUKAVERKANIR arefna). Upplýsingar um aukaverkanir efna í þess- um flokki eru mjög af skornum skammti og þörf er fyrir aukna þekkingu á þessum efnum. Notkun náttúruefna fer vaxandi og stöðugt eru ný efni að koma á markað. Það er athyglisvert að af samtals 86 tilkynningum um aukaverkanir á tímabilinu voru níu vegna náttúruefna, eða um 10%. Þetta er miklu meira en í Noregi og Svíþjóð þar sem til- kynningar vegna náttúruefna eru undir 1%. Hér ber þó að hafa í huga að tölurnar eru lágar og um- fjöllun um aukaverkanir náttúruefna árið 2002 (2) kann að hafa haft áhrif. Ályktanir Almennt er viðurkennt að söfnun upplýsinga um aukaverkanir og úrvinnsla þeirra stuðli að auknu öryggi í notkun lyfja. Af þessari ástæðu er vaxandi áhersla á lyfjagát í Evrópu og víðar. Slæmt ástand hefur verið í þessum efnum hér á landi en nú er farið að skila árangri átak sem hófst árið 1999. Heimildir 1. Jóhannsson M. Skráning aukaverkana lyfja á íslandi er að hefjast. Læknablaðið 1999; 85: 643-7. 2. Pórhallsdóttir Ó, Ingólfsdóttir K, Jóhannsson M. Aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna. Læknablaðið 2002; 88: 289-97. 3. Edwards IR, Aronson JK. Adverse drug reactions: definitions, diagnosis, and management. Lancet 2000; 356: 1255-9. 4. Joint Declaration of CPME and EFPIA on the Cooperation Between the Medical Profession and the Pharmaceutical Industry. http://213.49.133.32:591/database/CPME-EFPIA %20 Joint%20Declaration.pdf. 2005. 5. EMEA, European Medicines Agency, EudraVigilance www. eudravigilance.org/highres.htm 2005. 6. UMC, Vigibase www.umc-products.com/2005. 7. MSSO, MedDRA www.meddramsso.com/NewWeb2003/index. htm. 2005. 8. Lindquist M, Edwards IR. The WHO Programme for Inter- national Drug Monitoring, its database, and the technical sup- port of the Uppsala Monitoring Center. J Rheumatol 2001; 28: 1180-7. Spiriva, Innöndunarduft í hylkjum, R03B B04 Innihaldslýsing: Hvert hylki inniheldur 22,5 míkrógrömm af tíótrópínbrómíð einhýdrati samsvarandi 18 míkrógrömmum af tíótrópíni ásamt hjálparefninu Mjólkursykur einhýdrat. Ábendingar: Tíótrópín er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (COPD). Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur af tíótrópínbrómíði er innöndun á innihaldi úr einu hylki með HandiHaler innöndunartæki einu sinni á dag, alltaf á sama tíma dagsins. Ekki má nota stærri skammta en ráðlagðir eru. Tíótrópínbrómíð hylki má ekki gleypa. Skammtastærðir handa bömum: Lyfið er ekki ráðlagt bömum yngri en 18 ára. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar mega nota tíótrópínbrómíö í ráðlögðum skömmtum. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi mega nota tíótrópínbrómíð í ráölögðum skömmtum. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi mega nota tíótrópínbrómíö í ráðlögðum skömmtum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir tíótrópínbrómíði, atrópíni eða afleiöum þess, t.d. ípratrópíni eða oxítrópíni eða hjálparefninu mjólkursykur einhýdrati. Sérstök varnaóarorð og varúóarreglur vió notkun: Tíótrópínbrómíð, sem er berkjuvíkkandi lyf gefið sem viðhaldsmeðferð einu sinni á dag, á ekki að nota sem upphafsmeðferö við bráðum berkjukrampa, þ.e. bráðameðferð. Skyndilegt ofnæmi getur komið fram eftir gjöf tíótrópínbrómíðs innöndunardufts. Eins og á við um önnur andkólínvirk lyf á að nota tíótrópínbrómíð með varúð hjá sjúklingum meó þrönghomsgláku, blöóruhálskirtilsstækkun eða þrengsli í blöðruhálsi. Innöndunartyf geta valdið innöndunartengdum berkjukrampa. Þar sem plasmaþéttni hækkar við skerta nýmastarfsemi hjá sjúklingum meó miðlungs til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 50 ml/mín.) á aöeins aö nota tíótrópínbrómíð ef ávinningur er umfram hugsanlega áhættu. Engin reynsla er af langtímanotkun hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýmastarfsemi. Sjúklingar skulu áminntir um að varast að duftiö berist í augu. Þeim skal sagt að það geti valdið útfellingum eöa versnun þrönghomsgláku, verk í auga eða óþægindum, tímabundinni þokusýn, áru í auga (visual halos) eöa lituöum blettum (coloured images) í tengslum vió roóa í augum vegna vökvasöfnunar í tám eða glæru. Sjúklingar eiga aö hætta notkun tíótrópínbrómíðs og hafa strax samband við lækni ef einkenni eöa merki um þrönghomsgláku koma fram. Munnþurrkur, sem hefur komið fram við notkun andkólvirkra lyfja, getur tengst tannskemmdum sé hann langvarandi. Tíótrópínbrómíð á ekki að nota oftar en einu sinni á dag. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanín Engar formlegar milliverkanarannsóknir hafa verið gerðar en tíótrópínbrómíö innöndunarduft hefur verið notað samtímis öðrum lyflum án þess aö aukaverkanir hafi komið fram. Meöal þessara lyfla eru berkjuvíkkandi lyf með adrenhermandi verkun, metýlxantín, sterar til inntöku og innöndunar, sem almennt eru notuð í meðferð við langvinnri lungnateppu. Samtímis notkun tíótrópínbrómíðs og annarra andkólínvirkra lyfla hefur ekki verið könnuö og er því ekki ráðlögð. Meóganga og brjóstagjöf: Engar klínískar upplýsingar eru fyrirliggjandi um útsetningu fyrir tíóprópínbrómíði á meögöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á æxlun sem tengjast eituráhrifum á móðurina. Engar klínískar upplýsingar eru fyririiggjandi um útsetningu kvenna með bam á brjósti fyrir tíótrópínbrómíði. Byggt á niðurstöðum úr rannsóknum á mjólkandi nagdýrum berst tíótrópínbrómíð í litlu magni í brjóstamjólk. Því skal hvorki nota tíótrópínbrómíö handa þunguðum konum né konum meö barn á brjósti nema væntanlegur ávinningur sé meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið eða barnið. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin sem kom fram í klínískum rannsóknum hjá 906 sjúklingum sem fengu tíótrópínbrómíð í eitt ár var munnþurrkur. Munnþurrkur kom fram hjá um 14% sjúklinga. Munnþurrkur var venjulega vægur og hvarf oft við áframhaldandi meðferð. Aðrar aukaverkanir sem fram komu hjá sjúklingum sem meðhöndlaöir voru meö tíótrópínbrómíði í klínískum rannsóknum í eitt ár (samkvæmt líffæraflokkunarkerfi WHO) voru: Algengar (>1/100,<1/10): Meltingarfæii: Hægðatregða. Vamarkerfi: Sveppasýking (moniliasis). Öndunarfæri: Skútabólga, kokbólga. Sjaldgæfar (>1/1000,<1/100): Almennar: Ofnæmi. Hjartsláttur og taktur: Hraðtaktur. Þvagfæri: Erfiðleikar við þvaglát, þvagteppa. Ofskömmtun: Stórir skammtar af tíótrópínbrómíði geta valdið einkennum andkólínvirkra áhrifa. Þó komu engar almennar aukaverkanir fram vegna andkólínvirkra áhrifa hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum eftir innöndun á einum skammti allt aö 340 míkrógrömmum af tíótrópínbrómíði. Auk þess komu engar aukaverkanir fram sem skipta máli, fyrir utan munnþurrk, hjá heilbrigöum sjálfboðaliðum sem fengu allt aö 170 míkrógrömm af tíótrópínbrómíði á dag í 7 daga. í rannsókn á endurteknum skömmtum hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu sem fengu mest 43 míkrógramma dagsskammt af tíótrópínbrómíði í 4 vikur hafa engar marktækar aukaverkanir komið fram. Bráð eiturverkun vegna inntöku tíótrópínbrómíðs hylkja af vangá er ólíkleg þar sem aðgengi er lítið eftir inntöku. Lyfhrif: Tíótrópínbrómíð er langvirkur, sértækur múskarínviötaka-blokki (andkólínvirkt lyf). Meö bindingu við múskarínviðtaka í sléttum vöðvum í berkjum hindrar tíótrópínbrómíð kólínvirk áhrif (berkjuþrengingu). í öndunarvegi hamlar tíótrópínbrómíð M3-viðtaka í sléttum vöðvum, en hömlunin einkennist af samkeppni og er afturkræf og leiðir til slökunar. Áhrifin vom skammtaháð og stóðu yfir í meira en 24 klst. Greiðslufyrirkomulag: B. Pakkningar og verð: 1. mars 2006, 30 hylki,18pg með HandiHaler*: 6218 kr, 30 hylki,18#jg án HandiHaler*: 5787 kr. Handhafi markaðsleyfis: Boehringer Ingelheim Danmörku A/S, Strodamvej 52, 2100 Kobenhavn 0. Markaðssett í samstarfi við: Pfizer ApS, Danmörku, Lautrupvang 8, 2750 Ballemp. Umboð á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Nánarí upplýsingar er að finna í Sériyfjaskrá. Pfizer, febrúar 2005. spiriw (tiotropium) Læknablaðid 2006/92 287
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.