Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 41
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA ur þeirra 68 ár, en 73 ár hjá konum (p<0,05). Dánartíðni karla var marktækt lægri en kvenna (17% miðað við 38%, p<0,05). Blóðgös voru mæld í 73% tilvika fyrir meðferð. í 48% tilvika hóf deildarlæknir meðferðina, í 30% svæfinga- og gjörgæslulæknir, í 13% lungnalæknir og í 4% hjartalæknir. Algengustu orsak- ir meðferðar voru lungnabólga (34%), versnun á langvinnri lungnateppu (LLT) (31%) og hjartabilun (27%). Meðferð hófst á bráðamóttöku í 25% tilvika, í 35% á gjörgæslu og í 40% á almennri deild. Helstu aukaverkanir voru húðóþægindi hjá 6% sjúklinga og þoldu 10% ekki meðferðina. Innri öndunarvéla- meðferð þurfti í 19% tilvika, alls létust 26% sjúklinganna. Umræður: Dánartíðni kvenna var hærri en karla. Petta gæti skýrst af hærri meðaldri kvenna og mismunandi orsökum fyrir meðferðinni. Konur voru oftar meðhöndlaðar vegna LLT og karlar oftar vegna hjartabilunar. í þessari rannsókn voru blóð- gös tekin sjaldnar en í sambærilegum erlendum rannsóknum og sjaldnar en mælt er með í klínískum leiðbeiningum. Meðferð með ytri öndunarvélum er orðin viðurkennd sem góður mögu- leiki í meðferð öndunarbilunar. Athuga mætti hvort betri skrán- ing og leiðbeiningar geti bætt meðferðina frekar. E-04 Ástæður brottfalls við valaðgerðir á tveimur skurð- deildum á Landspítala á fjögurra ára tímabili Ólöf Viktorsdóttir1, Oddur Fjalldal', Gísli Vigfússon'. Páll H. Möller2, Björn Zoega2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, 2skurðdeild Landspít- ala Hringbraut og Fossvogi Inngangur: Óvænt brottfall valaðgerða á aðgerðardegi raskar starfsemi skurðdeilda, eykur kostnað við rekstur þeirra og eykur auk þess á andlegt álag sjúklinga sem bíða eftir aðgerð. Tilgangur rannsóknar var að kanna ástæður brottfalls val- aðgerða á tveimur aðskildum skurðdeildum á Landspítala og hugsanleg áhrif innskriftarmiðstöðvar sem starfrækt hefur verið við aðra skurðdeildina unt nokkurra ára skeið, á brottfallstíðni. Aðferð: Skráning aðgerða og brottfalls valaðgerða beggja skurðdeilda var skoðuð á fjögurra ára tímabili, frá janúar 2001 til desember 2004. Ástæður brottfalls við valaðgerðir á þess- um tíma voru greindar og metnar. Á skurðdeild Landspítala Hringbraut voru flestir sjúklingar skoðaðir og metnir á inn- skriftarmiðstöð en á skurðdeild í Fossvogi á deild. Allar und- irgreinar skurðlækninga voru með í úrtakinu nema kven- og fæðingaskurðlækningar. Niðurstöður: Á ofangreindu tímabili var hætt við valaðgerð í Fossvogi í 1343 tilfellum af 12574 (10,68%) fyrirhuguðum aðgerðum en við Hringbraut í 721 tilfellum af 13053 (5,52%). Ástæður brottfalls Fossvogur Hringbraut Heildarfjöldi brottfalls í % 10,68% 5,52% Ekki leguplásstil staðar 2,32% 0,94% Óvænt veikindi sjúklings 1,63% 1,40% Aðrar læknisfræðil. ástæður 1,55% 0,76% Óskýrðar ástæður 1,39% 0,29% Ástæður sem greina hefði mátt við innskrift 3,13% 1,27% Ályktun: Brottfall við valaðgerðir er allnokkurt vandamál á Landspítala. Ástæður brottfalls eru margþættar en þar eru stjórnunarlegar og læknisfræðilegar ástæður mikilvægasti þátt- urinn. Með því að meta sjúklinga í innskrift má minnka ónauð- synlegt brottfall við valaðgerðir. E-05 Vélindaómskoðun við hjartaaðgerðir eftir upptöku nýs skráningakerfis á Landspítala Guðmundur Klemenzson, Felix Valsson, Gunnar S. Ármannsson, Hildur Tómasdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Ivar Gunnarsson, Kári Hreinsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Vélindaómskoðanir (TEE- Transesophagealecho) er notað sem vöktunar og greiningartæki við hjartaaðgerðir á Landspítala samkvæmt ráðleggingum hjartasvæfingalækna um meðferð sjúklinga í hjartaskurðaðgerðum. í mars 2005 var tekið upp nákvæmara skráningarkerfi við vélindaómskoðanir á svæf- ingadeild. Niðurstaða fyrstu 10 mánaða liggur nú fyrir. Markmið: Að auka gæði vélindaómskoðana við aðgerðir al- mennt. I þessu fyrsta uppgjöri var skoðað hversu oft nýjar upplýsingar komu fram og hve oft þær leiddu til breytinga á fyrir- hugaðri aðgerð eða inngripum. Niðurstöður: Frá marsbyrjun 2005 til janúarloka 2006 var 181 sjúklingur ómaður meðan hann gekkst undir hjarta- eða æðaað- gerð á Landspítala Hringbraut. Skipting aðgerða: 119 í kransæðahjáveituaðgerð (CABG) þar af á sláandi hjarta = 29 25 í ósæðarlokuskipti + kransæðahjáveituaðgerð 1 í mftrallokuskipti + kransæðahjáveituaðgerð 16 í ósæðarlokuskipti 2 í mítrallokuskipti 4 í aðrar hjartalokuaðgerðir 14 aðrar aðgerðir (þar af 7 m/ thoracal aneurysma) Áður óþekktar upplýsingar um ástand sjúklings fannst í 46 ein- staklingum (25,4%), þar af í 38 fyrir aðgerð og í átta eftir aðgerð. Þessar nýju upplýsingar leiddu til breytingar á aðgerð eða með- ferð í 20 sjúklingum (11%). Samantekt: I einum af hverjum fjórum sjúklingum sem koma til hjartaaðgerðar á Landspítala uppgötvast áður óþekktar upplýs- ingar, ellegar ástand sjúklings skýrist með hjálp vélindaómunar. Þetta er heldur hærra hlutfall en í uppgjörum frá erlendum há- skólasjúkrahúsum. Mikilvægara er þó að í 11% sjúklinga hefur vélindaómun bein áhrif á eðli aðgerðar ellegar breytir meðferð sjúklings, til dæmis með tilliti til enduraðgerðar, lyfjagjafar eða annarra inngripa. Nokkur dæmi verða sýnd um þetta. E-06 Árangur utanbastverkjameðferðar eftir opnar kviðar- holsaðgerðir á Landspítala. Samanburður á tveimur aldurs- hópum Hanncs Jón Lárusson, Gísli Vigfússon, Kristín Pétursdóttir Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Um margra ára skeið hefur staðbundinni utanbast- Læknablaðið 2006/92 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.