Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 41
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
ur þeirra 68 ár, en 73 ár hjá konum (p<0,05). Dánartíðni karla
var marktækt lægri en kvenna (17% miðað við 38%, p<0,05).
Blóðgös voru mæld í 73% tilvika fyrir meðferð. í 48% tilvika hóf
deildarlæknir meðferðina, í 30% svæfinga- og gjörgæslulæknir,
í 13% lungnalæknir og í 4% hjartalæknir. Algengustu orsak-
ir meðferðar voru lungnabólga (34%), versnun á langvinnri
lungnateppu (LLT) (31%) og hjartabilun (27%). Meðferð hófst
á bráðamóttöku í 25% tilvika, í 35% á gjörgæslu og í 40% á
almennri deild. Helstu aukaverkanir voru húðóþægindi hjá 6%
sjúklinga og þoldu 10% ekki meðferðina. Innri öndunarvéla-
meðferð þurfti í 19% tilvika, alls létust 26% sjúklinganna.
Umræður: Dánartíðni kvenna var hærri en karla. Petta gæti
skýrst af hærri meðaldri kvenna og mismunandi orsökum fyrir
meðferðinni. Konur voru oftar meðhöndlaðar vegna LLT og
karlar oftar vegna hjartabilunar. í þessari rannsókn voru blóð-
gös tekin sjaldnar en í sambærilegum erlendum rannsóknum og
sjaldnar en mælt er með í klínískum leiðbeiningum. Meðferð
með ytri öndunarvélum er orðin viðurkennd sem góður mögu-
leiki í meðferð öndunarbilunar. Athuga mætti hvort betri skrán-
ing og leiðbeiningar geti bætt meðferðina frekar.
E-04 Ástæður brottfalls við valaðgerðir á tveimur skurð-
deildum á Landspítala á fjögurra ára tímabili
Ólöf Viktorsdóttir1, Oddur Fjalldal', Gísli Vigfússon'. Páll H. Möller2, Björn
Zoega2
'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, 2skurðdeild Landspít-
ala Hringbraut og Fossvogi
Inngangur: Óvænt brottfall valaðgerða á aðgerðardegi raskar
starfsemi skurðdeilda, eykur kostnað við rekstur þeirra og
eykur auk þess á andlegt álag sjúklinga sem bíða eftir aðgerð.
Tilgangur rannsóknar var að kanna ástæður brottfalls val-
aðgerða á tveimur aðskildum skurðdeildum á Landspítala og
hugsanleg áhrif innskriftarmiðstöðvar sem starfrækt hefur verið
við aðra skurðdeildina unt nokkurra ára skeið, á brottfallstíðni.
Aðferð: Skráning aðgerða og brottfalls valaðgerða beggja
skurðdeilda var skoðuð á fjögurra ára tímabili, frá janúar 2001
til desember 2004. Ástæður brottfalls við valaðgerðir á þess-
um tíma voru greindar og metnar. Á skurðdeild Landspítala
Hringbraut voru flestir sjúklingar skoðaðir og metnir á inn-
skriftarmiðstöð en á skurðdeild í Fossvogi á deild. Allar und-
irgreinar skurðlækninga voru með í úrtakinu nema kven- og
fæðingaskurðlækningar.
Niðurstöður: Á ofangreindu tímabili var hætt við valaðgerð
í Fossvogi í 1343 tilfellum af 12574 (10,68%) fyrirhuguðum
aðgerðum en við Hringbraut í 721 tilfellum af 13053 (5,52%).
Ástæður brottfalls Fossvogur Hringbraut
Heildarfjöldi brottfalls í % 10,68% 5,52%
Ekki leguplásstil staðar 2,32% 0,94%
Óvænt veikindi sjúklings 1,63% 1,40%
Aðrar læknisfræðil. ástæður 1,55% 0,76%
Óskýrðar ástæður 1,39% 0,29%
Ástæður sem greina hefði mátt við innskrift 3,13% 1,27%
Ályktun: Brottfall við valaðgerðir er allnokkurt vandamál á
Landspítala. Ástæður brottfalls eru margþættar en þar eru
stjórnunarlegar og læknisfræðilegar ástæður mikilvægasti þátt-
urinn. Með því að meta sjúklinga í innskrift má minnka ónauð-
synlegt brottfall við valaðgerðir.
E-05 Vélindaómskoðun við hjartaaðgerðir eftir upptöku
nýs skráningakerfis á Landspítala
Guðmundur Klemenzson, Felix Valsson, Gunnar S. Ármannsson, Hildur
Tómasdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Ivar Gunnarsson, Kári Hreinsson
Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala
Inngangur: Vélindaómskoðanir (TEE- Transesophagealecho)
er notað sem vöktunar og greiningartæki við hjartaaðgerðir á
Landspítala samkvæmt ráðleggingum hjartasvæfingalækna um
meðferð sjúklinga í hjartaskurðaðgerðum. í mars 2005 var tekið
upp nákvæmara skráningarkerfi við vélindaómskoðanir á svæf-
ingadeild. Niðurstaða fyrstu 10 mánaða liggur nú fyrir.
Markmið: Að auka gæði vélindaómskoðana við aðgerðir al-
mennt. I þessu fyrsta uppgjöri var skoðað hversu oft nýjar
upplýsingar komu fram og hve oft þær leiddu til breytinga á fyrir-
hugaðri aðgerð eða inngripum.
Niðurstöður: Frá marsbyrjun 2005 til janúarloka 2006 var 181
sjúklingur ómaður meðan hann gekkst undir hjarta- eða æðaað-
gerð á Landspítala Hringbraut.
Skipting aðgerða:
119 í kransæðahjáveituaðgerð (CABG)
þar af á sláandi hjarta = 29
25 í ósæðarlokuskipti + kransæðahjáveituaðgerð
1 í mftrallokuskipti + kransæðahjáveituaðgerð
16 í ósæðarlokuskipti
2 í mítrallokuskipti
4 í aðrar hjartalokuaðgerðir
14 aðrar aðgerðir (þar af 7 m/ thoracal aneurysma)
Áður óþekktar upplýsingar um ástand sjúklings fannst í 46 ein-
staklingum (25,4%), þar af í 38 fyrir aðgerð og í átta eftir aðgerð.
Þessar nýju upplýsingar leiddu til breytingar á aðgerð eða með-
ferð í 20 sjúklingum (11%).
Samantekt: I einum af hverjum fjórum sjúklingum sem koma til
hjartaaðgerðar á Landspítala uppgötvast áður óþekktar upplýs-
ingar, ellegar ástand sjúklings skýrist með hjálp vélindaómunar.
Þetta er heldur hærra hlutfall en í uppgjörum frá erlendum há-
skólasjúkrahúsum. Mikilvægara er þó að í 11% sjúklinga hefur
vélindaómun bein áhrif á eðli aðgerðar ellegar breytir meðferð
sjúklings, til dæmis með tilliti til enduraðgerðar, lyfjagjafar eða
annarra inngripa. Nokkur dæmi verða sýnd um þetta.
E-06 Árangur utanbastverkjameðferðar eftir opnar kviðar-
holsaðgerðir á Landspítala. Samanburður á tveimur aldurs-
hópum
Hanncs Jón Lárusson, Gísli Vigfússon, Kristín Pétursdóttir
Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut
Inngangur: Um margra ára skeið hefur staðbundinni utanbast-
Læknablaðið 2006/92 293