Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 43
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA E-09 Árangur endurlífgunar utan sjúkrahúsa á höfuðborg- arsvæðinu Gísli E. Haraldsson', Brynjólfur Mogensen1, Jón Baldursson1, Felix Vals- son2 'Slysa- og bráöadeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið starfræktur neyðarbíll frá árinu 1982 og er hann kallaður út í bráð sjúkdóms- og slysatilfelli af öllu tagi, þar með talið hjartastopp. Læknar neyðarbíls fylla út endurlífgunarskýrslur eftir endurlífganir sem áhöfn bílsins tekur þátt í. Hafa þær verið skráðar í rafrænt sjúkraskrárkerfi slysa- og bráðasviðs Landspítala frá 1. janúar 2004. Markmið rannsóknarinnar er að meta árangur endurlífg- unar utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Efniviður og aðferðir: Tölfræðilegar upplýsingar um endurlífg- anir voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi bráðasviðs árin 2004 og 2005. Niðurstöður: Af þeim 147 sem fóru í hjartastopp á höfuðborgar- svæðinu og reynd var endurlífgun á var endurlífgun framkvæmd á vettvangi fyrir komu sjúkrabíls í 76 (52%) tilfellum. Þar af var framkvæmd endurlífgun með blæstri í 44 (30%) tilfellum og hjartastuð var veitt fyrir komu sjúkrabíls í 7 (5%) tilfellum. Meðalaldur sjúklinga var 61 ár. 45 (31%) útskrifuðust lifandi heim af sjúkrahúsi. Upplýsingar lágu fyrir um upphafstakt í 132 tilfellum. Upphafstaktur var sleglatif eða sleglahraðtaktur án blóðflæðis í 54 (41%) tilfellum og útskrifuðust 28 þeirra lifandi af sjúkrahúsi. Rafleysa var í 52 (39%) tilfellum og útskrifuðust tveir lifandi. Rafvirkni án dæluvirkni í var í 22 (17%) tilfellum og útskrifuðust tveir lifandi. Einn sjúklingur var með hraðtakt og einn með hægatakt. Ályktun: Lifun að útskrift af sjúkrahúsi eftir endurlífgun á höfuðborgarsvæðinu vegna hjartastopps er góð miðað við það sem þekkist annars staðar. Flestir þeirra sem lifa af hafa sleglatif eða sleglahraðtakt án blóðflæðis sem upphafstakt. Endurlífgunartilraunir leikmanna fyrir komu sjúkrabíls mættu vera tíðari og efla þarf enn frekar endurlífgunarkennslu meðal almennings. E-10 Súrefnismælingar í augnbotnum Sveinn Hákon Harðarson1, Alon Harris2, Róbert Arnar Karlsson’, Gísli Hreinn Halldórsson3, Larry Kagemann2'4, Ehud Rechtman2, Gunnar Már Zoega1, Þór Eysteinsson1, Jón Atli Benediktsson3, Aðalbjörn Porsteinsson5, Peter Koch Jensen6, James Beach7, Einar Stefánsson1 'Augndeild Landspítala, 2augndeild Indiana háskóla/Purdue University School of Medicine, Indianapolis, IN, Yafmagns- og tölvuverkfræðiskor HÍ, 4augndeild háskólans í Pittsburgh, School of Medicine, Pittsburgh, PA, ’svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, 6augndeild Rigshospitalet, Kaupmannahöfn, 7Institute for Technology Development, Stennis Space Center, MS. Tilgangur: Súrefnisskortur gæti verið mikilvægur þáttur í mein- gerð ýmissa augnsjúkdóma. Tilgangur verkefnisins er þróun að- ferðar til að mæla súrefnismettun blóðrauða (SO,) í æðlingum sjónhimnu og að prófa næmi og áreiðanleika sjálfvirks súrefn- ismælis. Mælingar af þessu tagi geta hugsanlega nýst við fleira en augnlækningar, til dæmis við mat á losti. Aðferðir: Súrefnismælirinn tekur samtímis myndir af augnbotni með fjórum bylgjulengdum ljóss. Sérsmíðaður hugbúnaður greinir æðlinga sjónhimnu sjálfvirkt á myndunum og reiknar svokallað ljósþéttnihlutfall (optical density ratio, ODR) fyrir hvern æðling. Areiðanleiki var metinn með því að mæla sama æðling á fimrn myndum sem teknar voru í röð. Gert var ráð fyrir línulegu líkani af sambandi S02 og ODR og stuðlar þess líkans reiknaðir. Eftir kvörðun voru áreiðanleiki og næmi reiknuð í %S02. Til að kanna næmi önduðu heilbrigðir sjálfboðaliðar að sér 12% (n=3), 21% (n=19) og 100% (n=16) 02. Niðurstöður: Sjálfvirki hugbúnaðurinn jók áreiðanleika mælinga og meðaltals staðalfrávik (í % S02) fyrir endurteknar mælingar á slagæðlingum var 3,7% en 5,3% fyrir bláæðlinga (5 endurteknar mælingar, 10 einstaklingar). Líkan sem fékkst við kvörðun var SO, = 125-142-ODR. Við innöndun 21% O, mældist SO, 96±9% (meðaltal±staðalfrávik) en 101 ±8% við innöndun 100% 02 (n=16, marktækur munur, p=0,0027, parað t-próf). Samsvarandi tölur fyrir bláæðlinga voru 55±14% og 78±15% (p<0,0001). Hugbúnaðurinn getur teiknað litakort af S02 á augnbotnamynd. Ályktanir: Sjálfvirki súrefnismælirinn er áreiðanlegur og auð- veldur í notkun og er næmur fyrir breytingum á SO, þegar styrk O, er breytt í innöndunarlofti. E-11 Könnun á starfsvenjum svæfingalækna á íslandi við blóðgjafir í aðgerðum og á gjörgæsludeildum Björn Gunnarsson. Sigurður E. Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Ætlun okkar var að kortleggja við hvaða blóðrauða- gildi (Hb) íslenskir svæfinga- og gjörgæslulæknar telja meiri ávinning en áhættu af því að gefa sjúklingum rauðkornaþykkni („transfusion trigger"). Efniviftur og aðferftir: Sendur var spurningalisti í tölvupósti til félaga í Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi íslands (nöfn og tölvupóstföng voru fengin frá stjórn félagsins) og sjö unglækna á svæfingadeildum FSA og Landspítala. Spurningarnar voru fengnar úr spurningalista sem Ulf E. Kongsgaard et al lögðu fyrir norska svæfinga- og gjörgæslulækna árið 2004. Gefin voru dæmi um fimm skurðsjúklinga og fimm gjörgæslusjúklinga og þátttakendur beðnir um velja „transfusion trigger” fyrir hvert dæmi. Þátttakendur gátu sent ómerkt svarblað með pósti. Einnig var gefinn kostur á að senda svarblað með tölvupósti. í þeim tilvikum var svarblaðið prentað út án þess að nafn svar- enda kæmi fram og tölvupóstinun því næst eytt. Nifturstöftur: Alls voru send út 56 tölvubréf. Tvö voru end- ursend þar sem tölvupóstfang reyndist rangt. 21 svarblað barst til baka (svarhlutfall 37,5%). I einu tilviki vantaði upplýsingar um stöðu og vinnustað og í öðru tilviki var svarblað ekki rétt fyllt út. Að meðaltali var „transfusion trigger” allt frá frá Hb 70 g/L hjá ungum og hraustum einstaklingum upp í 96 g/L hjá alvarlega veikum sjúklingum. Eins og við var að búast voru svar- endur fúsari að gefa blóð þegar um var að ræða alvarleg veikindi og sér í lagi kransæðasjúkdóm. Ályktanir: Könnunin staðfestir að íslenskir svæfinga- og gjör- gæslulæknar hafa nokkuð háan þröskuld þegar kemur að blóð- Læknablaðið 2006/92 295
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.