Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 44
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA gjöl'um, en ef marka má svör þáttrakenda er þó ljóst að talsvert má draga úr óþarfa blóðgjöfum. Ekki barst nægilegur fjöldi svara til að hægt væri að kanna hvort munur sé á starfsvenjum eftir vinnustað og stöðu. Starfsvenjur íslenskra og norskra svæf- inga- og gjörgæslulækna virðast vera sambærilegar. E-12 Óbein efnaskiptamæling á orkunotkun gjörgæslu- sjúklinga Bjarki Kristinsson', Kristinn Sigvaldason2, Sigurbergur Kárason2 'Læknadeild HI, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Næringargjöf til gjörgæslusjúklinga er mikilvægur þáttur í meðferð þeirra og hefur áhrif á fylgikvilla og dánartíðni. Þó að orkuþörf sjúklinga sé mismunandi er ekki venja að mæla hana. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla orkunotkun sjúklinga á gjörgæsludeild og bera saman við áætlaða orkunotk- un og heildarnæringargjöf og að kanna mun á fyrirskipaðri og raunverulegri næringargjöf. Aðferðir: Allir sjúklingar >18 ára sent voru meðhöndlaðir í önd- unarvél >1 sólarhring á gjörgæsludeildum Landspítala á rann- sóknartímabilinu voru hæfir til þátttöku. Orkunotkun var mæld með óbeinni efnaskiptamælingu daglega í 30 mínútur á meðan á öndunarvélarmeðferð stóð. Niðurstöður mælinganna voru blind- aðar starfsmönnum deildarinnar. Aætluð orkunotkun var metin með Harris-Benedict jöfnu með/án streitustuðuls. Upplýsingum um sjúkling, næringargjöf, blóðsykur og lyfjagjafir var safnað. Niðurstöður: Rannsakaðir voru 12 sjúklingar. Mæld orkunotk- un á sólarhring var 21,5±3,1 kcal/kg/dag (max 27±2,8, mín 16,4±3,6). í samanburði vanmat Harris-Benedict jafnan án streitustuðuls orkunotkunina (18±2kcal/kg/dag (p<0,001, r = 0,58)) en ofmat með streitustuðli (25 ±3 kcal/kg/dag (p<0,001, r = 0,55)). Næringargjöf um sondu hófst að meðaltali 2,4 ±0,2 dögum eftir upphaf öndunarvélarmeðferðar. Meðalnæringargjöf yfir allt tímabilið var 14±3,7 kcal/kg/dag. Munurinn á mældri orkunotkun og heildarnæringargjöf var tölfræðilega marktækur (p<0,001, r = 0,16). Raunveruleg sondunæring var minni en fyr- irskipuð um 1,3 ±0,7 kcal/kg/dag (p<0,001). Umræöa: Sjúklingahópurinn var svipaður því sem almennt ger- ist á gjörgæslu. Mæld orkunotkun er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. Talsverður munur var á mældri orkuþörf milli einstakra sjúklinga og milli mælinga hjá sama sjúklingi. Einnig var lítil fylgni milli mældrar og áætlaðrar orkunotk- unar en hvort tveggja styður gagnsemi efnaskiptamælinga. Næringargjöf var einungis 65% af mældri orkunotkun. Lítill munur var á fyrirskipaðri næringargjöf og raunverulegri. Alyktun: Mun betra er að mæla orkunotkun en áætla. E-13 Hvað þurfa skurðlæknar og svæfingalæknar að vita um efnavopn? Gísli H. Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, læknadeild HÍ Á síðustu árum hafa aðferðir hryðjuverkahópa breyst frá því sem áður var. Eftir að taugagasi var beitt í neðanjarðarbrautakerfi Tókýóborgar árið 1995 og tvær sprengingar sprungu samtímis við sendiráð Bandaríkjanna í Austur-Afríku árið 1998 var ljóst að hryðjuverkamenn voru tilbúnir að fórna þúsundum manns- lífa fyrir málstaðinn. Á þeim tíma sögðu margir að við yrðum að búa okkur undir að lifa í heimi sem væri undir stöðugri ógn hryðjuverkamanna. Ef einhver var enn í vafa þá sannaðist það 11. september 2001 með árásunum á tvíburaturnana í New York og árásunum á neðanjarðarbrautir London síðastliðið sumar. Fram að þessu hafa Norðurlöndin talið sig vera nokkuð örugglega utan þeirra svæða sem hryðjuverkamenn teldu sér óvinveitt. Þetta hefur þó breyst á síðustu vikum þar sem frændur vorir Danir eru orðnir miðpunktur haturs öfgafullra múslima um allan heim. Fjölmargir hópar múslímskra hryðjuverka- manna, þar með taldir hópar tengdir A1 Qaida, hafa hótað árás- um á Norðurlönd. Það má því segja að við Islendingar höfum færst nær víglínu hryðjuverka og því etv kominn tími til að íhuga hvort slíkar árásir gætu átt sér stað hér á landi. Eitt af því sem menn óttast mest er að hryðjuverkamenn nái tökum á notkun eiturvopna, einkum á taugagasi enda eru slík efni tiltölulega einföld í framleiðslu, auðveld í flutningi á milli landa og geta valdið gífurlegu manntjóni. Taugagas (acetylcholinesterasa- hemlar) er hættulegasta tegund efnavopna. Nafngiftin kemur af áhrifunum á taugakerfið, en það hindrar niðurbrot á acetylcholini sem veldur almennri taugalömun og dauða, ef ekki gefst tími til að gefa mótefni. Sarin sem notað var til dæmis í Tókýó er litlaust og lyktarlaust gas, tuttugu sinnum eitraðra heldur en cyanid gas. Það er heldur þyngra en loft og heldur sig þess vegna nálægt jörðinni ef lítil hreyfing er á lofti. Það getur því valdið miklu manntjóni í neðanjarðarbrautum, í stórum samkomusölum eða á íþróttavöllum. Þetta gerir sarin sérstaklega áhugavert fyrir hryðjuverkamenn, sem vilja valda miklu manntjóni. Eftir taugagasárásina í Tókýó 1995 sem til allrar hamingju mis- tókst hrapallega hafa margar ríkisstjórnir undirbúið leiðbeiningar um það hvernig eigi að bregðast við þessari hættu. í nokkrum löndum hafa verið framkvæmdar æfingar til að þjálfa útkallssveit- ir (primary response teams) og starfsfólk á sjúkrahúsum. Gagnaðgerðir geta bjargað mörgum mannslífum, en þá er nauðsynlegt að hafa vel æfðar og vel búnar sveitir, sem geta veitt fyrstu hjálp með hreinsun (detoxification units), gjöf mótefna og endurlífgunaraðgerðum. Þar sem taugagas verkar mjög hratt er ekki hægt að sækja hjálp til nærliggjandi landa. Þó sjúkraflutn- ingamenn og heilbrigðisstarfsfólk bráðamóttöku mundu í flestum tilvikum lenda í fremstu línu meðferðar, ef upp kæmi eiturefnaárás, mundu þeir fljótt þarfnast hjálpar vegna fjölda slasaðra og yrðu þá svæfingalæknar og skurðlæknar kallaðir til. Þess vegna er ráðlegt fyrir þessa hópa að kynna sér grundvall- aratriðin í greiningu, meðferð og meðhöndlun slasaðra eftir eiturefnaárás. E-14 Meðferð verkja eftir gerviliðaaðgerðir Girisli Hirlekar Svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Gerviliðaaðgerðum á mjöðm og hné fer fjölgandi á Vesturlöndum. Gera má ráð fyrir að í flestum tilvikum sé 296 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.