Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 50

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 50
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA í öllum aldursflokkum úr umferðaslysum fækkaði um 50%. Á sama tímabili hefur hins vegar orðið mikil hækkun á tíðni hálstognunar eða fimmföld hækkun hjá körlum og sexföld hjá konum. Tíðni hálstognunar var langhæst öll árin á aldurs- tímabilinu 15-24 ára hjá báðum kynjum. Kynskiptingin hefur í stórum dráttum haldist óbreytt, um það bil 60% konur og 40% karlar. Líkur á að hljóta hálstognun í umferðarslysi í Reykjavík á lífsleiðinni, miðað við tíðnitölur á árunum 1999 til 2004 eru 46% fyrir karla og 70% fyrir konur. Hálstognunum vegna ann- arra slysa hefur einnig fjölgað en aukningin er minni en fjölgun hálstognunar eftir umferðarslys. Líkur á að hljóta hálstognun í öðrum slysum en umferðarslysum á lífsleiðinni, miðað við tíðnitölur á árunum 1999 til 2004 eru 18% fyrir karla og 17% fyrir konur. íbúum og bifreiðum í Reykjavík hefur fjölgað mikið á sama tíma en þó mun minna en tíðniauking hálstognunar. Umræða: Tíðni hálstognunar hjá konum og körlum vegna um- ferðarslysa hefur aukist mikið síðastliðin 30 ár. Á sama tímabili hefur slysum fækkað og alvarlegum slysum úr umferðinni hefur fækkað um helming. Ekki er ljóst hvað hefur valdið þessari öfug þróun. E 25 Nýrnahettubrottnám með kviðsjá á íslandi 1997-2005 Bergþór Björnsson', Margrét Oddsdóttir12 'Skurðdeild Landspítala, 2Læknadeild HÍ Inngangur: Æxli í nýrnahettum eru sjaldgæf en geta verið marg- vísleg. Frá 1997 hafa valaðgerðir vegna nýrnahettuæxla á Islandi verið gerðar með kviðsjártækni. Flestar aðgerðirnar hafa verið gerðar af einum skurðlækni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur umræddra aðgerða hér á landi og bera saman við erlendar niðurstöður. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár allra voru skoðaðar og upp- lýsingum safnað um ástæður aðgerða, þætti tengda aðgerð, fylgikvilla, fjölda legudaga og vefjagreiningu. Niðurstöður: Fjarlægðar voru 53 nýrnahettur úr 48 sjúklingum á tímabilinu frá 1997 út apríl 2005. Konur voru í meirihluta (37), meðalaldur sjúklinga var 53,6 ár (24,4-78,8). Algengara var að vinstri nýrnahetta væri fjarlægð en sú hægri (34/19), í fjórum tilfellum voru báðar nýrnahettur fjarlægðar í sömu aðgerð. Meðalstærð sýna var 6,8 cm (4,5-10,5). Ástæður aðgerða voru 10 aldosteronoma, 12 óvirk adenoma, tvö Conn’s heilkenni, fjögur Cushings heilkenni, sex vegna stærðar kirtils, þrjú adrenogenital heilkenni, tvö grunur um meinvarp og 10 vegna gruns um litfíkilsæxli. Meðal aðgerðartími var 168 (87-370) mín (ein nýrnahetta) og meðal blæðing var 117 ml (0-650). Aðgerðartími var heldur lengri þegar um litfíkilsæxli var að ræða (233 mín) en aðrar fyrirferðir og í þeim aðgerðum var blæðing einnig meiri en í öðrum (259 ml). Fylgikvillar voru sjaldgæfir, engir meiriháttar. Meðallegutími var 2,6 dagar (1-6 dagar). Aldrei þurfti að skipta yfir í opna aðgerð. Einn sjúklingur reyndist óvænt vera með illkynja æxli og einn sem talinn var vera með litfíkilsæxli reyndist ekki hafa það. Ályktanir: Nýrnahettubrottnám um kviðsjá hafa gengið vel á íslandi og er í dag valmeðferð við góðkynja fyrirferð í nýrna- hettu. Niðurstöður á íslandi eru í góðu samræmi við niðurstöður erlenda rannsókna. Brottnám litfíkilsæxla með kviðsjá er örugg, þó það sé tímafrekara og hafi í för með sér lítillega meiri blæð- ingu en brottnám annara æxla. E 26 Langtíma (5-10 ára) árangur aðgerða við vélinda- bakflæði Aöiilliciöur Jóhanncsdóttir. Kristinn Tómasson, Margrct Oddsdóttir Skurödeild Landspítala Bakgrunnur: Langtíma árangur bakflæðisaðgerða um opinn skurð er góður í um 90% tilfella. Þessar aðgerðir hófust um kviðsjá á íslandi 1994 og voru fyrstu 5 árin nánast eingöngu í höndum eins skurðlæknis. Erlendis er mat á langtímaárangri oft erfitt, vegna fjölda skurðlækna sem að uppgjörinu koma og hve fáa sjúklinga næst í til langtíma mats. Mat á langtíma árangri hérlendis getur því gefið mikilvægar upplýsingar. Tilgangur: Að meta lífsgæði 5-10 árum eftir bakflæðisaðgerð. Að meta einkenni frá meltingarfærum og einkenni um bakflæði svo löngu eftir aðgerð, ásamt því að athuga hvort finna mætti mun á þeim sem töldu að aðgerðin hefði heppnast vel og þeim sem töldu að hún hefði misheppnast. Efniviður og aðfcrðir: 158 sjúklingar sem gengust undir aðgerð 1994-1999 uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Þeim voru sendir 4 spurningalistar. GSRS (Gastrointestinal Symptom Rating Scale), QOLRAD (Qualitiy of Life in Reflux and Dyspepsia), HL (Heilsutengd lífsgæði) og spurningar um lyfjanotkun við bakflæði. Auk þess voru sóttar upplýsingar í sjúkraskrár sjúk- linganna. Sjúkraskrárupplýsingar voru bornar saman við svör sjúklinga 5-10 árum eftir aðgerðina. Niðurstöður: Svör bárust frá 120 sem gefur 76% svörun. Svarendum var skipt í tvo hópa. Þá sem voru ánægðir með ár- angur aðgerðar og þá sem voru óánægðir. 99 svarendur voru ánægðir eða 83%, 21 svarendur voru óánægðir eða 17%. Þeir sem töldu að aðgerðin hefði heppnast höfðu betri heilsutengd lífsgæði en þeir sem töldu að aðgerðin hefði misheppnast. Þeir höfðu einnig minni einkenni frá meltingarfærum. Samtals 35 hafa fundið bakflæðiseinkenni frá aðgerð og svöruðu þeir sértækum lista fyrir bakflæði, QOLRAD. í Ijós að bakflæð- iseinkenni þeirra óánægðu voru marktækt verri en þeirra sem ánægðir voru. Ályktun: 5-10 árum eftir aðgerð eru >80% sjúklinga ánægðir með árangur bakflæðisaðgerðar. Þeir ánægðu hafa marktækt betri lífsgæðiog minni einkenni frá meltingarfærum en þeir sem eru óánægðir með árangur sinnar aðgerðar. E 27 Árangur enduraðgerða vegna vélindabakflæðis. Er eitthvað sammerkt með þeim sem fara í enduraðgerð? Hildur Guöjónsdóttir. Kristinn Tómasson, Margrét Oddsdóttir Skurðdeild Landspítala Inngangur: Góður árangur vélindabakflæðisaðgerða um kviðsjá er vel þekktur. Hluti sjúklinga hlýtur ekki fullnægjandi bata af aðgerðinni og þarf á enduraðgerð að halda. Hver er árangur 302 Læknablaðið 2006/92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.