Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 51

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 51
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA enduraðgerða? Hvað er sammerkt með þeim sjúklingum? Efniviður og aðferð: Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám allra sem farið hafa í endurtekna kviðsjáraðgerð vegna vélinda- bakflæðis á LSH til og með 2004 (N=42). Upplýsingar um rann- sóknir, einkenni og Iyfjanotkun sjúklings frá því fyrir uppruna- lega voru skráðar sem og upplýsingar úr aðögerðarlýsingum og almenn sjúkrasaga. Sjúklingarnir fengu allir tvo spurningalista, Heilsutengd lífsgæði - HL og Gastrointestinal Symptom Rating Scale - GSRS, ásamt viðbótarspurningum. Kannað var hvort þessi sjúklinga hópur ætti eitthvað sam- merkt, til að spá fyrir um hugsanlegan árangur aðgerðar. Þessi hópur sjúklinga var borinn saman við sjúklingahóp úr rannsóknarverkefninu „Langtíma (5 ára) árangur aðgerða við vélindabakflœði“ með tilliti til einkenna fyrir aðgerð (fyrir fyrri aðgerð þessa hóps), annarra sjúkdóma og stigaskorunar á HL og GSRS. Niðurstööur: 33 sjúklingar svöruðu spurningalistum (79% svör- un). 23 eru ánægðir með árangur enduraðgerðar (70%). Tíu eru ekki ánægðir, og af þeim eru 7 með einkenni sem mætti rekja til bakflæðis eða aðgerðarinnar sjálfrar (21%). Sjúklingar sem hafa farið í endurtekna kviðsjáraðgerð vegna vélindabakflæðis reyndust hafa verri og margþættari einkenni bakflæðis fyrir upprunalega aðgerð en sjúklingar sem fengið hafa bót eftir eina aðgerð. Þeir hafa einnig marktækt hærri tíðni annarra sjúkdóma (co-morbiditet). Þegar borinn saman við samanburðarhóp- inn kemur í ljós að skor á HL og GSRS spurningalistunum er marktækt lakara meðal enduraðgerðarsjúklinga. Ályktanir: Ánægja sjúklinga sem fara í enduraðgerð er lægri en þeirra sem fá bata eftir eina aðgerð. Sjúklingar með flókna sjúkrasögu og sjúklingar með svæsin einkenni bakflæðis sýna verri árangur af kviðsjáraðgerðum en bakflæðissjúklingar sem eru að öðru leyti við góða heilsu. E 28 Stilkaður gracilisvöðvaflipi - gróðurmold á berangur! Árni Stcfán Lcifsson', Eiríkur Jónsson', Tryggvi Björn Stefánsson2, Tómas Jónsson2 ‘Þvagfæraskurðlækningadeild, 2almenn skurðlækningadeild, Landspítala Hringbraut Inngangur: Ef gera þarf aðgerð á geisluðum vef er hætt við að gróandinn verði ekki sem skyldi. I sumum tilvikum er því nauð- synlegt að flytja heilbrigðan ógeislaðan vef inn á aðgerðarsvæð- ið. Lýst er reynslu okkar af notkun stilkaðs gracilisvöðvaflipa í þessum tilgangi. Efniviður: Fjórir einstaklingar með alvarleg urogenitorectal vandamál þörfnuðust aðgerðar vegna fistulae. Áður höfðu þeir allir fengið fulla geislameðferð sem hluta af krabbameinsmeð- ferð. Til staðar var prostato-rectal-, rectovaginal-, prostatocut- aneous og vesicovaginal fistula. Hjá tveimur var einnig til staðar holrými fullt af granulationsvef. Samhliða fistillokun eða brott- námi á sjúkum vef var notast við stilkaðan, hægri eða vinstri, gracilisvöðvaflipa. Niðurstöður: í öllum tilvikum reyndist auðvelt að einangra og flytja vöðvaflipann á aðgerðarsvæðið. í þremur tilvikum greru fistlar án vandkvæða. í einu tilviki þar sem vandamálið var bæði frá endaþarmsstúfi og vesicovaginal fistulu var sú síðarnefnda viðvarandi. Einn sjúklingur fékk hematoma og lymphocele á tökusvæði og annar smágirnisáverka vegna samhliða ísetningar á þvaglegg ofan lífbeins. Ályktun: Handhægt er að nota stilkaðan gracilisvöðvaflipa vegna skurðaðgerða á alvarlegum vandamálum í fremri eða aftara grindarbotnsvæði. Við teljum að slíkur hjálparvefur bæti gróanda vefjar sem áður hefur verið geislaður. E 29 Gallblöðruaðgerðir á Landspítala: Er hægt að meta árangur út frá upplýsingum úr tölvukerfi spítalans? Guðjón Birgisson, María Heimisdóttir Landspítali Gallblöðruaðgerðir eru meðal algengustu aðgerða sem gerðar eru á Landspítalanum. Nauðsynlegt er að hafa upplýsingar um árangur og gæði meðferðar aðgengilegar úr tölvukerfi spítalans og því mikilvægt er að vita hvort þessar upplýsingar séu sam- bærilegar við niðurstöður sem notast við gögn úr sjúkraskrám. Upplýsingar um gallblöðruaðgerðir á árunum 2003-2005 voru fengnar úr vöruhúsi gagna hjá Landspítala og niðurstöðurnar bornar saman það sem áður hefur verið rannsakað í þessum efnum. Sérstaklega verður leitað eftir að skoða þætti sem lýsa gæðum og árangri meðferðar. E 30 Fagrýni (audit) á H-deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Slagæðaskurðlækningar við FSA í 15 ár (1990- 2004) Haraldur Hauksson1, Girish Hirlekar2, Shree Datye' 'Handlækningadeild, 2gjörgæslu- og svæfíngadeild FSA Inngangur: Æðaskurðlækningar hafa þróast hratt síðustu tvo til þrjá áratugi til aukinnar sérhæfingar og tekið mið af þróun allra skurðlækninga í átt að lágmarksíhlutunaraðgerðum (mini- mal invasive surgery). Sérfræðingar á röntgendeildum stærri stofnana, sem hafa sérhæft sig í innæðaaðgerðum hafa tekið að sér stóran hluta af aðgerðum í samvinnu við æðaskurðlækna. Sérfræðingar á röntgendeild FSA sjá um æðamyndatökur en enginn er sérhæfður í innæðaaðgerðum. Sérfræðingur í almenn- um skurðlækningum og æðaskurðlækningum tók til starfa á FSA seinni hluta árs 1989. Hann hefur gert nánast allar opnar aðgerðir nema einstaka bráðaaðgerðir vegna blóðreks og allar æðaútvfkkanir. Góð samvinna hefur verið við æðaskurðlækn- ingadeild LSH varðandi rannsóknir og aðgerðir. Flóknari inn- æðaaðgerðir svo og allar hálsslagæðaaðgerðir hafa verið sendar þangað, vegna fæðar aðgerða. Gefið er yfirlit yfir þróun slag- æðaskurðlækninga á FSA og árangur í 15 ár. Efniviður og aðferðir: Uppiýsingar voru fengnar úr skjölum H-deildar FSA varðandi sjúklinga sem gengust undir opnar slagæðaaðgerðir og innæðaaðgerðir (æðaútvíkkanir) á deildinni á tímabilinu frá l.jan. 1990 til 31.des 2004. Skráð voru dauðsföll og helstu fylgikvillar á tímabilinu. Niðurstöður: Alls er urn að ræða 306 slagæðaaðgerðir hjá 200 sjúklingum. 138 fóru í eina aðgerð, en 62 í tvær til sex aðgerðir. Læknablaðið 2006/92 303
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.