Læknablaðið - 15.04.2006, Side 55
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP VEGGSPJALDA
sjúkraflutninga og þjónustu þess í dreifbýli, hefur hlotið styrk
hjá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. Heildar kostnaðar-
áætlun verkefnisins er um 50 milljónir og fengu þátttökulöndin
styrk upp á 25,4 milljónir. Verkefnið er til tveggja og hálfs árs og
er áætlað að því ljúki í lok árs 2007.
Sérstaða þessara landa sem falla undir Norðurslóðaáætlunina
tengist fyrst og fremst löngum vegalengdum og fámennum
svæðum. Tilgangur verkefnisins er að greina þau vandamál
er upp koma í dreifbýli hvað varðar sjúkraflutninga, skipulag
þeirra og þjálfun sjúkraflutningamanna svo eitthvað sé nefnt.
Verkefnahópurinn er að vinna að stöðugreiningu í hverju þátt-
tökulandi og í ljósi þeirrar greiningar verða settar fram tillögur
að bættri forgangsröðun í sjúkraflutningum, fjarlækningum og/
eða bráða meðferð sem hafin er á staðnum. Ennfremur verður
unnið að eflingu menntunar og þjálfunar sjúkraflutningamanna.
Líklegt er að með bættu skipulagi og þjálfun tengt sjúkraflutn-
ingum verði auðveldara að velja sem hagkvæmastan flutnings-
máta til sjúkraflutninga hverju sinni, sem getur haft verulegan
ávinning fyrir þjóðina í heild sinni og einnig bætt þjónustu við
fbúa í dreifbýli.
Slíkt samstarfsverkefni er mikilvægt fyrir ísland og gegnir
Sjúkraflutningaskólinn lykilhlutverki hvað varðar skipulag
menntunar sjúkraflutningamanna á Islandi, bæði í dreifbýli og
þéttbýli og fyrir FS A er verkefnið einnig mikilvægt þar sem sjúkra-
flugsvakt fyrir Norður- og Austurland hefur verið rekin af FSA
undanfarin ár og nú hafa Vestfirðir bæst við. Verkefnastjórnun
fer fram í gegnum FSA og Sjúkraflutningaskólann.
V06 Fagrýni (audit) fæðinga á fæðingadeild FSA. Keisara-
skurðir 1995-2005
Jón Torfi Gylfason, Ásta Eir Eymundsdóttir, Ingibjörg Hanna Jónsdóttir,
Alexander Smárason
Fæðinga- og kvensjúkdómadeild FSA
Inngangur: Undanfarin 30 ár hefur keisaraskurðum fjölgað víða
um heim. Alþjóða heilbrigismála-stofnunin hefur gefið frá sér
yfirlýsingu um að keisaratíðni yfir 10-15% feli ekki í sér ávinn-
ing, hvorki fyrir nýbura né móður. Sýnt hefur fram á að keis-
aratíðni lækkar ef beitt er fagrýni (midwifery audit) samkvæmt
kerfi Mike Robson. í þessu tíu hópa kerfi (Robson's 10 groups
classification system) er fæðandi konum skipt í hópa samkvæmt
fyrri fæðingasögu, fjölda fóstra, meðgöngulengd og fósturstöðu
og fagrýni beitt við að skoða og meta útkomu fæðinga. Kerfið
dregur athygli að sérkennum hverrar konu og þá hvaða meðferð
er líklegust til góðs árangurs.
Árið 1999 var keisaratíðni á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri (FSA) sú hæsta á íslandi, eða 24,9%. Árið eftir var
farið að skrá fæðingar á FSA samkvæmt 10 hópa kerfi Robson í
þeirri von að það leiddi til fækkunar á keisaraskurðum.
Efni og aðferðir: Upplýsingum um útkomu fæðinga frá ár-
unum 2000-2005 var safnað með framsýnum hætti (prospective).
Upplýsingar um hverja fæðingu voru færðar inn á fæðingarrit
(partogram) og skráðar í gagnagrunn fæðingadeildar. Mánaðar-
lega var birt uppgjör á fæðingadeild og rætt meðal starfsmanna
(fagrýni - clinical audit cycle). Upplýsingum um fæðingar á
tímabilinu 1995-1999 voru fengnar úr fæðingartilkynningum og
mæðraskrám (afturvirkt - retrospective).
Niðurstöður: Keisaratíðni á FSA lækkaði smám saman úr24,9%
árið 1999 í 14,6% árið 2005. Þessi þróun sást í öllum hópum nema
hjá konum með fóstur í sitjandi stöðu þar sem nánast allar konur
fara í keisaraskurð. Hjá stærsta hópnum (hópur 3), fjölbyrjum í
sjálfkrafa sótt á tíma, fækkaði keisaraskurðum hlutfallslega mest
eða úr 6,8 í 0,6%. Mest vegur þó í heildarfjölda aðgerða, fækkun
keisaraskurða úr 18,4% í 4,3% í næst stærsta hópnum (hópur 1)
sem saman stendur af frumbyrjum í sjálfkrafa sótt á tíma. í hópa
kvenna sem áður höfðu farið í keisaraskurð (hópur 5) fækkaði
keisarskurðum um þriðjung eða úr 89% árið 1999 í um 60%.
Þetta hefur þó tiltölulega lítil áhrif á heildarfjölda keisarskurða
því hópurinn hefur farið stækkandi. Þrátt fyrir fækkun keis-
araskurða hefur hvorki burðarmálsdauði hækkað né fleiri börn
fæðst með lágan APGAR.
Umræður: Eins og áður hefur sést varð fækkun á keisaraskurð-
um á FSA með innleiðingu fagrýni á fæðingum að hætti Robson.
Sé litið til heildarfjölda keisaraskurða í nútið og framtíð er mikil-
vægast að huga að umönnun og útkomu hjá frumbyrjum (hópum
1,2) í fæðingu og svo konum með ör í legi eftir fyrri keisaraskurð
(hópur 5). Ef frumbyrja í fæðingu fer í keisaraskurð verður hún
í hópi 5 í næstu fæðingu og því með meiri líkur á að lenda aftur
í keisaraskurði. Ennfremur þarf að fækka framköllun fæðinga
eins og hægt er hjá frumbyrjum því slíkar fæðingar enda oftar en
sjálfkrafa fæðingar í keisaraskurði. Þessi megin markmið á FSA,
það er fækkun keisaraskurða hjá frumbyrjum og fækkun á fram-
köllun fæðinga og er líklegt að tíu hópa kerfi Robson hafi þar átt
stóran þátt og þá fjölgað eðlilegum fæðingum á FSA án þessa að
skerða öryggi barna í fæðingu.
V08 Pelvic endometriosis occurring in a defined population
over twenty years
Jón Torfi Gylfason1-2, Kristín Jónsdóttir1, Guðlaug Sverrisdóttir1, Kristján
Andri Kristjánsson1. Reynir Tómas Geirsson1
'Department of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital,
Reykjavik, Iceland. 2FacuIty of Medicine, University of Iceland
Introduction: Endometriosis has been estimated to be diagnosed
in 2-10% of women of reproductive age.
lceland has a small homogenous Nordic-Causasian popula-
tion. However, genetic diversity is comparable to larger popula-
tions.The aim of this study was to determine the prevalence and
annual incidence of the disease as well as to gather information
on various operative outcomes.
Materials and methods: A centralised country-wide pathology
registry and information on discharge diagnostic codes was
used to evaluate the prevalence and annual incidence of endo-
metriosis in a whole nation during the years 1981-2000. Based
on this database, several hospitals all around the country were
visited. Information was also scrutinized in local databases on
diagnostic codes from the remaining smaller hospitals and two
private clinics not linked to the centralised registry. For the
smaller hospitals all potential case records on lists of operations
were inspected. Operation notes were evaluated to verify the
likely presence of the disease and its histological confirmation.
Læknablaðið 2006/92 307