Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM
Hver á að annast meðferð og eftirlit
langvinnra sjúkdóma?
Á Læknadögum var leitað svara við þessari spurningu sem veldur töluverðum heilabrotum
í heilbrigðiskerfinu
Á málpingi um HOUPE-rannsóknina sem fjallað
var um í febrúarhefti Læknablaðsins urðu þeir
Olav Aasland læknir frá Noregi og Sigurður
Guðmundsson landlæknir sammála um að eitt
þeirra vandamála sem læknar og raunar allt heil-
brigðiskerfið stæðu frammi fyrir væri að kerfið
væri hannað til þess að bregðast við bráðatilfellum
en nú væru langflestir sjúkdómar orðnir langvinnir.
Pað gerði allt aðrar kröfur til heilbrigðisþjón-
ustunnar og um breytta starfshætti lækna. Þessi
breyting var til umræðu á öðru málþingi þar sem
landlæknir kom einnig við sögu.
Yfirskrift þessa málþings var Eftirlit og með-
ferð sjúklinga með langvinna sjúkdóma - hvar og
hvernig? Frummælendur voru Sigurður Ólafsson,
ÓfeigurT. Þorgeirsson, Runólfur Pálsson, Elínborg
Bárðardóttir og áðurnefndur landlæknir.
Fjölþættur vandi
Sigurður Ólafsson reið á vaðið og lýsti viðfangsefni
málþingsins sem er alls ekki bundið við Islands
heldur vel þekkt á Vesturlöndum. Fólki með lang-
vinna sjúkdóma hefur fjölgað ört á síðustu árum
og áratugum og það helst í hendur við auknar lífs-
líkur, fólk verður eldra en áður og við það aukast
líkurnar á langvinnum sjúkdómum. Meðferð
sjúkdóma hefur fleygt fram sem þýðir að fólk lifir
lengur með sjúkdóma sína. Loks hefur nýgengi
ýmissa sjúkdóma aukist og má þar til dæmis nefna
til sögu sykursýki af gerð 2.
Sem dæmi um algenga langvinna sjúkdóma
nefndi hann háþrýsting, kransæðasjúkdóma, slit-
gigt, lungnateppu, heilaáföll og langvinna bólgu-
sjúkdóma í görnum. Við þetta má bæta afleið-
ingum alvarlegra líffærabilana og líffæraígræðslu.
Algengt er að sjúklingar séu með fleiri en einn
langvinnan sjúkdóm, til dæmis er helmingur
sjúklinga með sykursýki 2 einnig með háþrýsting
og 30% þeirra með kransæðasjúkdóm.
Sigurður sagði að erlendis væri reynslan sú að
eftirliti og meðferð sjúklinga með langvinna sjúk-
dóma væri víða ábótavant. Sjúkdómarnir séu van-
meðhöndlaðir, margir læknar sinni sama sjúklingi
án samráðs og sjúklingar séu illa upplýstir. Við
þetta mætti bæta því sem nefnt var í upphafi að
kerfið er sniðið að þörfum bráðveikra og síðast en
ekki síst væru skiptar skoðanir meðal Iækna hvert
skuli vera hlutverk lækna í frumþjónustu - heim-
ilislækna - og annarra lækna.
Þegar litið er á ástandið hér á landi blasir það
við að sjúklingar fá ekki alltaf viðeigandi með-
ferð við langvinnum sjúkdómum. Auk þess sem
að ofan er nefnt sagði hann að þetta gæti einnig
stafað af því að sérfræðilæknar eyddu tíma sínum í
röng vandamál og hefðu ekki nægilegan tíma til að
sinna flóknari viðfangsefnum. Heilsugæslan sé hins
vegar ekki nógu vel búin til að mæta þörfum þessa
hóps og því væri meðferð og eftirlit oft á mörgum
stöðum og óljóst hver bæri ábyrgð á henni. Þetta
ætti sér meðal annars rætur í því að samvinna milli
lækna væri ekki sem skyldi.
Raddir lyflækna
Ófeigur T. Þorgeirsson fjallaði um langvinna sjúk-
dóma frá sjónarhóli lyflækna og vitnaði í erlendar
rannsóknir sem sýna að hjarta- og æðasjúkdómar
og krabbamein eru langstærstu vandamálin og
munu fara vaxandi í framtíðinni. Nú séu líkur á því
að 55 ára gamall karlmaður fái háþrýsting metnar
56%. Á hinn bóginn séu þessi vandamál oft van-
greind. í Evrópu er áætlað að einungis 23-38%
þeirra sem hafa háþrýsting að mörkum 160/95 fái
greiningu og meðhöndlun og mun færri, eða 5-10%
þeirra sem hafa blóðþrýsting að mörkum 140/95.
Um verkaskiptingu lyflækna og heimilislækna
hafði hann þau orð að vissulega ættu báðar stéttir
hlutverki að gegna, hins vegar væri ástandið sums
staðar erlendis orðið þannig að heilsugæslan væri
að kikna undan vinnuálagi sem fylgir langvinnum
sjúkdómum.
Runólfur I’álsson tók undir það að stór hluti
sjúklinga með langvinna sjúkdóma fái ófullnægj-
andi þjónustu, hún hefði þá tilhneigingu að vera
sundurlaus, samstarfi Iækna væri ábótavant og
skráningar- og upplýsingakerfi ófullkomin. Fyrir
þessu væru ýmsar ástæður en þær helstar að þjón-
ustan væri skipulögð út frá hagsmunum lækna eða
stofnana frekar en þörfum sjúklinga og að deilur
hefðu risið milli lækna um það hvaða sérgrein skuli
fást við tiltekin verkefni.
Til þess að breyta þessu og bæta þjónustuna
sagði Runólfur að fyrst og fremst þyrfti að koma á
318 Læknablaðið 2006/92