Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 71

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISPÓLITÍK „Nú er þetta hlutverk á mörgum höndum, samninganefnd ríkisins er að skoða þarfirnar, læknadeild HI og landlæknir einnig. En þetta á að vera á einum stað og þar eiga allir að geta leitað ráða, bæði ráðherra og veitendur þjónustu. Meginmarkmið tillagnanna er að auka skilvirkni kerfisins, auðvelda samskipti og auka samstarf þeirra mörgu sem starfa á sviði heilbrigðisþjón- ustu.“ Margt er órætt Jónína segir að samskipti sjúkrahúsanna við heilsu- gæsluna hafi ekki verið á dagskrá nefndarinnar og það sama eigi raunar við um öldrunarþjónustuna. „Pað var hins vegar samdóma álit nefndarmanna að heilsugæsluna beri að efla og að hún eigi að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í kerfinu. Eg vil líka fá fleiri fagstéttir þangað inn. Það er líka brýnt að skilgreina betur verkaskiptingu milli heilsugæsl- unnar og sjúkrahúsanna, svo sem það hvenær fólk eigi að leita til heilsugæslu eða slysadeildar. En þetta var ekki á okkar verksviði." Nú liggja þessar tillögur fyrir og framhald máls- ins í höndum ráðherra. Jónína segir að sumt sé tiltölulega einfalt og um það vill hún sjá frumvörp á næsta þingi. Annað krefst meiri undirbúnings. Par nefnir hún fjármögnun heilbrigðisþjónustu og aðferðir við greiðslu kostnaðar, spurninguna um föst fjárlög og afkastahvetjandi greiðslukerfi. „Það urðu okkur nokkur vonbrigði að umræðan skuli hafa farið í þann farveg sem hún gerði því það er margt í tillögunum sem þarf að ræða. Par berum við nefndarmenn nokkra ábyrgð og okkur ber að stuðla að því að tillögurnar verði ræddar sem víðast um samfélagið. í þessu tilviki gerðist það að pólitíkin gjaldfelldi tillögurnar en umræðan þarf að vera þverfagleg og þverpólitísk. Það er eina leiðin til að ná sátt um það hvernig við viljum fjár- magna heilbrigðiskerfið. Nefndin tók ekki afstöðu til neinnar leiðanna en hvatti til umræðu um þær.“ Ánægjulegt nefndarstarf Á fundinum í Öskju heyrðist sú gagnrýni að tillög- ur nefndarinnar bæru þess merki að sjónarhornið hefði verið út um glugga á sjúkrahúsi. Þessu er Jónína ekki sammála því auk fulltrúa fagfólksins hafi starfað í nefndinni alþingismenn sem heyra daglega reynslusögur fólks úr kerfinu og vita því hvar skórinn kreppir að sjúklingum. Á einum stað í tillögum nefndarinnar eru talin upp aðkallandi verkefni sem vinda þurfi bráðan bug að því að ráðast í. Þar er efst á blaði nauðsyn þess að fjármunum verði veitt til uppbyggingar rafrænnar sjúkraskrár og miðlunar upplýsingar innan heilbrigðiskerfisins. Það auki öryggi sjúk- linga og bæti samskiptin og sé í raun forsenda þess að Landspítali og FSA geti rækt þær skyldur sem þessum stofnunum eru lagðar á herðar. Jónína sagði að nefndarstarfið hefði gengið ákafleg vel og verið fræðandi og gefandi fyrir alla sem þátt tóku í því. „Þetta var einvalalið, áhuga- samt og heiðarlegt fólk sem lagði sig fram unt að setja sig vel inn í málin. Eg gæti alveg hugsað mér að vinna meira með þessum hópi,“ sagði Jónína Bjartmarz að lokum. Tillögur nefndarinnar eru í átta liðum en að baki þeim liggur ýtarleg skýrsla sem ber titilinn Hver geri hvað í heilbrigðisþjónustunni. Jónína hvetur fólk til að kynna sér tillögurnar og skýrsl- una en í hana er hægt að ná á heimasíðu heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins, slóðin er www. heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2146 Viðtalið við Jónínu Bjartmarz fór fram í þingflokksherbergi Fram- sóknarflokksins sem eitt sinn hýsti kennslustofur lœknadeildar. Par hangir upp á verk málverk af lœkninum og tónskáldinu Sigvalda Kaldalóns sem er með Jónínu á myndinni. Læknablaðið 2006/92 323
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.