Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 73

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI Þagnarskyldan; hver eru hin siðferðilegu rök? Þagnarskyldan hefur ávallt verið talin forsenda farsæls sambands á milli læknis og sjúklings og ein af þeim grundvallarskyldum sem lækni beri að virða. Margir hafa þó bent á að læknar starfi í teymi með öðru starfsfólki og forsendur þagn- arskyldunnar séu því ekki lengur þær sömu og voru. Aðstæður séu breyttar. Eintal milli læknis og sjúklings þar sem öll greining fari fram og meðferð ákvörðuð eigi sér ekki lengur stað. Að greiningu og meðferð komi margir einstaklingar og því sé það að leita sér bót meina sinna innan heilbrigð- iskerfisins aldrei einkamál (1, 2). Þetta geri að verkum að þagnarskyldan sé ekki jafn mikilvæg og hún var og að nú til dags sé marklaust að tala um hana á sama hátt og áður. Þó að sitthvað sé til í ofannefndri gagnrýni þá tel ég engu að síður að þagnarskyldan sé enn þann dag í dag mjög mik- ilvægur þáttur í starfi allra heilbrigðisstétta. Hin siðferðilegu rök sem þagnarskyldan hvílir á eru enn í fullu gildi. Það er rnikið í húfi að læknar og allar heilbrigðisstéttir geri sér áfram grein fyrir því að traust og virðing sjúklinga fyrir þeirn og starfi þeirra byggist á gagnkvæmni. Læknirinn þarf að sýna í verki að hann virði sjúklinginn, vilja hans og einkalíf. Án þess er hætta á að árangur meðferðar verði ekki sem skyldi. Þrátt fyrir teymisvinnu þar sem fjöldi starfsmanna kemur að greiningu og meðferð sjúklings, þrátt fyrir að rétt sé í einstaka tilfellum að gera undantekningar frá þagnarskyld- unni þýðir það engan veginn að hún sé ekki jafn mikilvæg og áður. Það sýnir fremur að hún er og verður flókin starfsskylda sem reynir mikið á sér- hvern starfsmann í daglegu starfi hans. Hér verður rakið hvers vegna þagnarskyldan er mikilvæg og skoðuð þau siðferðilegu rök sem helst réttlæta undantekningar frá henni. Einnig verða í stuttu máli rædd þau atriði sem huga þarf að þegar undantekningar frá henni eru gerðar. Þótt engum blandist hugur um að í ákveðnum tilvikum sé rétt að gera undantekningar frá þagnarskyldunni getur hinn siðferðileg vandi einmitt verið fólginn í því að ákvarða hvenær og hvernig það er gert, en ekki einvörðungu hvort það sé gert. Hvers vegna er þagnarskyldan mikilvæg? Meginrökin fyrir þagnarskyldu við sjúkling eru að minnsta kosti þríþætt (3, 4): í fyrsta lagi er þagnarskylda liður í því að virða sjúkling sem manneskju, bera virðingu fyrir vilja og óskum þessa einstaklings. Hún er mikilvæg til að sjúklingur sé ekki notaður sem tæki í annarra þágu, heldur sé borin virðing fyrir viija hans og þeim markmiðum sem hann hefur með lífi sínu. Það er hverjum manni mikilvægt að geta ákveðið sjálfur á hvern hátt hann kemur fram við annað fólk, hvaða þætti úr einkalífi sínu hann afhjúpar, hverju hann heldur leyndu eða deilir með öðrum. Það að geta deilt upplýsingum með örfáum og valið hverjir það eru sem maður vill að eigi hlut- deild í reynslu manns gerir kröfu um trúnað (5). Trúnaður og traust er forsenda þess að heilbrigð- isstéttir geti sinnt starfi sínu. Starfið veitir innsýn í persónulega hagi fólks og einkalíf. Mikilvægt er að fagfólk gæti þess að umgangast þær upplýsingar af virðingu og bregðist ekki trausti sjúklings. I öðru lagi er þagnarskylda nauðsynleg fyrir trúnaðarsamband læknis og sjúklings. Ef sjúkling- ur getur ekki treyst lækni til að varðveita þær upp- lýsingar sem honum eru látnar í té deilir hann þeim síður með lækninum sem nær fyrir vikið síðri ár- angri í starfi sínu. Því má bæta við að ef sjúklingur veit að hann getur ekki treyst því heilbrigðisstarfs- fólki sem hann þarf að leita til getur það jafnvel haft þau áhrif að hann leiti ekki eftir heilbrigð- isþjónustu þótt hann þurfi á henni að halda. I þriðja lagi er þagnarskylda mikilvæg til að tryggja að upplýsingar um sjúklinga séu ekki not- aðar á þann hátt sem getur valdið honum skaða. Ekki er nóg að traust ríki milli manna, til dæmis á milli sjúklings og læknis hans, heldur er mik- ilvægt að heilbrigðisstéttir njóti almennt trausts. Jafnframt þurfa þær að líta á sig sem stéttir sem sjúklingur getur treyst. Ef almenningur glatar trausti á fagfólki sem vinnur hjá heilbrigðisþjón- ustunni er kominn alvarlegur brestur í heilbrigð- iskerfið sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ná við- unandi árangri. Það er því grundvallaratriði að við heilbrigðisþjónustu geti ríkt trúnaður. Sjúklingur sem leitar eftir heilbrigðisþjónustu verður að geta gengið að því sem gefnu að fá hana án þess að fórna friðhelgi sinni. Lega á sjúkrahúsi og koma á heilsugæslu þarf að geta verið hluti af einkalífi sjúklingsins. Þagnarskyldan hefur því augljóslega mjög mik- ilvægt siðferðilegt gildi og það verður ávallt að hafa hana í huga. Hún er þó ekki afdráttarlaus. Til að geta metið hvenær og hvernig væri réttlæt- anlegt að gera undantekningu frá henni þurfum við einmitt að gera okkur grein fyrir því í hverju mikilvægi hennar liggur. Þó rétt sé að standa vörð um þau siðferðisgildi sem nefnd hafa verið hér að Ástríður Stefánsdóttir astef@khi.is Annar pistill af nokkrum sem liðsmenn Siðfræðiráðs LÍ skrifa um trúnað, þagnarskyldu og ný sjónarmið samfélagsins gagnvart þeim málefnum. í Siðfræðiráði sitja: Jón G. Snædal formaður Arna Rún Óskarsdóttir Ástríður Stefánsdóttir Benedikt Ó. Sveinsson Guðlaug Þorsteinsdóttir Kristín Sigurðardóttir Sveinn Kjartansson Höfundur er læknir og hefur lokið M.A. gráðu í heimspeki. Læknablaðið 2006/92 325
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.