Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 76

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 76
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA INNRENNSLISLYFJA Úr sögu innrennslislyfja á íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr. thorkell@sinmet. is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf - Innrennslislyf: Skilgreiningar og upphaf Innrennslislyf eru afbrigði af stungulyfjum. Stungu- lyf eru annað tveggja veigamestu lyfjaforma sem fullgerðum lyfjum er komið í til lækninga (hitt er töflur). Stungulyf tóku að tíðkast á síðari liluta 19. aldar. Notkun þeirra óx þó fyrst að marki er komið var fram á 20. öld. Lyfjadælur og holnálar (syringes) eru forsenda notkunar stungulyfja. Hvorttveggja þekktist í frumstæðum útgáfum upp úr 1850, en átti fyrir höndum áratugalanga þróun til þess er við þekkjum í dag. Meginskilgreining á stungulyfjum (lat.: inject- abile; injectabilia; merkir eiginlega lyf sem „kastað er inn“) er sú að það séu fullgerð lyf í vökvaformi ætluð til innspýtingar (inndælingar) í eða gegnum húð, slímhúð eða vessahúð. Ein meginkrafa til stungulyfja er að þau séu sæfð (steríl) og fram- leidd með smitgát (aseptískt). Stungulyf skulu enn fremur vera án tandurefna (án pýrógena), en það eru lífræn efnasambönd (ekki síst leifar baktería) sem valdið geta hækkuðum líkamshita. Þá skulu stungulyf vera sem næst jafnþrýstin (ísótón) við venjulegt saltvatn (0,9% NaCl), en það er látið jafngilda utanfrymisvökva í líkamanum. Lausn sem er jafnþrýstin við venjulegt saltvatn (metið með mælingu á frostmarkslækkun) á því ekki að skaða frumuhimnur í líkamanum fremur en það. Innrennslislyf (dreypilyf, lat.: infundibile; in- fundibilia) rnerkir lyf sem „hellt eða rennt er inn“. Sömu meginskilgreiningar eiga við innrennslislyf og stungulyf. Þrennt aðgreinir þó einkum þessi tvö lyfjaform: rúmmál vökva, tímalengd gjafar og aðferð við gjöf. Rúmmál stungulyfja sem gefið er í einu er mjög sjaldan meira en 20-50 ml. Rúmmál innrennslislyfja er nær alltaf meira en þessu neniur. Stungulyf eru gefin á stuttum tíma (fáum mín- útuni í hæsta lagi), en innrennslislyfjum er rennt inn á lengri tíma (til dæmis V$-2 klukkustundum). Stungulyfjum er þrýst inn með bullu í dælu, en innrennslislyf eru oftast látin renna inn í líkamann um slöngu og holnál úr íláti sem haft er hærra en sá sem lyfið fær (1). Notkun innrennslislyfja er nátengd skurðlækn- isfræði og svæfingalæknisfræði og framförum í þessum greinum læknisfræði. Eftir því sem skurð- læknar lögðu í aðgerðir á sífellt veikara fólki og raunar einnig á fleiri líffærum en áður er leið á 20. öld, því meiri þörf varð að bæta sjúklingum vökvamissi eða saltmissi í formi innrennslislyfja. Sama gerðist með síaukinni djörfung í meðferð brunaslysa. Þróun svæfinga á árunum fram að síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og raunar sá hildarleikur allur skipti vissulega miklu máli. Hér skal þess samt réttilega getið að innrennslislyf má ekki einungis nota til þess að gefa sölt eða næring- arlausnir heldur einnig mikilvirk lyf. Slík notkun innrennslislyfja hefur færst í vöxt á síðari árum. Segja má að íslenskir læknar og heilbrigðisyfir- völd hafi tekið fremur seint við sér um framleiðslu og notkun innrennslislyfja. Það var þannig komið vel fram yfir 1950 þegar skipuleg framleiðsla inn- rennslislyfja hófst hér á landi. Má það vafalaust enn fremur tengja því að fyrsti lærði svæfingalækn- irinn kom ekki til starfa á Landspítalanum fyrr en 1951. Þegar saman fór að lærðir svæfingalæknar og djarfir og vel menntaðir skurðlæknar kæmu til starfa á Landspítalanum á þessum árum, hlaut að koma að því að heimagert bauk við framleiðslu á innrennslisvökvum í skaftpottastíl á spítölunum sjálfum viki fyrir skipulegri framleiðslu þessara lyfja. Sama átti við blóðgjafir, en Blóðbankinn var settur á laggirnar í lok árs 1953. Aður en vikið verður að upphafi framleiðslu innrennslislyfja á árinu 1954 langar mig að koma að sérstakri minningu frá stúdentsárunum sem nú líkjast fornöld og lítilli hugleiðingu um það hve lítt virðist vera hugað að varðveislu ýmissa lækn- isfræðilegra minja. Innrennslisvökvi búinn til á Kleppsspítala 1953 Haustið 1953 var ég ásamt tveimur öðrum stúd- ent á Kleppsspítala. Þetta var um það bil ári áður en farið var að nota klórprómazín til lækninga á geðveiku fólki (sjá mynd 1). Largactil (klórpró- mazín) var skráð í lyfjaverðskrá 1.9.1954. Allar líkur benda til þess að það hafi fyrst verið notað á Kleppsspítala þá um sumarið (yfirlæknir var dr. med. Helgi Tómasson, 1896-1958). Fyrir þennan tíma voru engin lyf þekkt er verkað gætu sértækt á geðsjúkdóma, ef undan er skilið litíum sem byrjað var að nota á röngum forsendum sem róandi lyf árið 1949 (2). Lyfjagjöf handa geðveiku fólki tók einmitt á þessum árum fyrst og fremst mið af því að slæva sjúklingana og róa eftir þörfum til þess að gera þá meðfærilegri, og í öðru lagi tók hún mið af 328 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.