Læknablaðið - 15.04.2006, Page 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA INNRENNSLISLYFJA
hafa tilhneigingu til þess að vanrækja litla markaði
og virða miður öryggismál lítils heimamarkaðar.
Því er það ótvírætt rétt sem Haraldur Briem hefur
bent á að Landspítalinn eða heilbrigðisyfirvöld
eigi að hafa ótvíræða neyðarheimild til lyfjafram-
leiðslu.
Áður var nefnt hringrás! Þessi litli pistill lýsir
öðru fremur hringrás frá uppbyggingu framleiðslu
innrennslislyfja í þágu fólksins í landinu og með
öryggissjónarmið að leiðarljósi til niðurbrots fram-
leiðslugagna og gæða vegna útrásar á stærri mark-
aði og í þágu peningahyggju fram hjá almanna-
heill. Skyldi þessi hringrás eða hringavitleysa
vera ein á ferðinni í íslensku samfélagi í dag?
Nei, ég held ekki. Mér kemur strax í hug fyrir-
huguð eyðilegging Reykjavíkurflugvallar af hálfu
Samfylkingarmanna og fleiri og rústun mennta-
málaráðherra á góðu gildi framhaldsskólamennt-
unar í landinu, en úr hvoru tveggja mun verða dýrt
að bæta síðar!
Þakkir
Ég þakka Erling Edwald áratugalangt samstarf og
samvinnu. Jóni Snædal og Haraldi Briem kollegum
mínum og Einari Magnússyni skrifstofustjóra
lyfjamála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu eru þakkaðar persónulegar upplýsingar.
Félaga mínum, Óttari Kjartanssyni kerfisfræðingi,
þakka ég fyrir töku mynda, gerð tölvumynda og
prenthandrits. Sigurði Sigurðarsyni dýralækni er
þakkað lán á mynd.
Heimildir
1. Schou J. Forordningslære. Om fremstilling og ordination af
lægemidler. Nyt Nordisk Forlag. Arnold Busck Kaupmannahöfn
1997 (3. útg.); 90-2.
2. Faurbye A. 40 ár i psykiatrien. Medicinsk Forum 1974; 27:185-
92.
3. Jóhannesson Þ. í Iowa City og víðar í Bandaríkjunum 1963-
1964. Skjöldur 2005; 14:11-7.
4. Skúlason P. Við legstein Kristjáns Jónssonar læknis. Skjöldur
2005; 14:18-20.
5. Edwald E. Um Lyfjaverslun rfkisins. Tlmarit um lyfjafræði
1982; 17:71-7.
6. Jóhannesson Þ. Skuggahverfi - mitt hverfi: Hverfi sem var.
Skjöldur 2004; 13:13-21.
Mynd 7. Borgartún 6
(janúar 2006). Aðsetur
framleiðsludeildar
Lyfjaverslttnar ríkisins
og síðar Lyfjaverslunar
íslands hf. uns hún sam-
einaðist Delta hf. 1998.
Framleiðsla innrennsl-
islyfja hófst þar haustið
1954 og henni lauk
30.6.2002. (Ljósm.: Óttar
Kjartansson.)
Læknablaðið 2006/92 333