Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 83

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 83
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNING ln memoriam Baldur Garðar Johnsen Hann var fæddur 22. október 1910 og dáinn 7. febrúar 2006. Útförin fór fram í kyrrþey að fyrir- mælum hins látna. Baldur varð stúdent úr stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík árið 1930 og lauk kandídats- prófi í læknisfræði 20. júní 1936. A háskólaárunum tók hann virkan þátt í félagslífi. Hann hafði for- göngu um að endurreisa Iþróttafélag stúdenta og var í stjórn þess. Starfsárið 1932-33 voru í stúd- entaráði Háskóla Islands læknanemarnir Baldur Johnsen, Bjarni Jónsson og Olafur Geirsson. Mun þeim hafa komið saman um að annar aðili en ráðið væri heppilegri og réttari til þess að vinna að hagsmunamálum læknanema og gengust þeir því fyrir stofnun Félags læknanema. Baldur Johnsen var síðan kjörinn fulltrúi hægri manna í stúd- entaráðinu haustið 1933 og varð hann formaður þess næsta starfsár. Baldur fékk snemma mikinn áhuga á náttúru- vísindum og fyrstu vísindaritgerð sína birti hann í Náttúrufræðingnum árið 1932. Fjallaði hann þar um eigin tilraunir á lyfjagrasinu (Pinguicula vulgaris) sem einnig hefir verið nefnt hleypisgras vegna nota þess við skyrgerð. Sumarið 1932 hóf Baldur könnun á gróðurfari heimabyggðar sinnar, Vestmannaeyja, og hélt þeim áfram sumarið eftir. Hann beitti þar, eins og hann segir frá í formáls- orðum, mælingaaðferðum danska grasafræðings- ins Christen Raunkiær. Niðurstöðurnar birtust í riti Vísindafélags íslendinga 1939. Baldur áttaði sig snemma á tengslum manns og náttúru og tileinkaði sér þá þegar þau fræði sem fengu heitið vistfræði í lok sjöunda áratugarins. Baldur kvæntist árið 1936 Jóhönnu Jóhanns- dóttur frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Þeim fæddust fjögur börn: Björn 1936, Sigfús 1940, Skúli 1941 og Anna 1946. Jóhanna Johnsen andaðist 1996. Baldur stundaði framhaldsnám í Kaupmanna- höfn 1936-38 og jafnframt klíníska náminu kynnti hann sér heilbrigðisfræði, lífeðlisfræði og meina- fræði. Hann var skipaður héraðslæknir í Ögur- héraði 1938 og í ísafjarðarhéraði 1942 og gegndi jafnframt Ögur- og Hesteyrarhéruðum þegar ekki fengust læknar þangað. Á ísafjarðarárunum tóku Baldur og Jóhanna virkan þátt í bæjarlífinu. Hún hafði lært söng og söngkennslu í Danmörku og kenndi söng og annaðist raddþjálfun. í ritdómi í Morgunblaðinu árið 1945 segir gagnrýnandi um hljómleika Sunnu- kórsins frá ísafirði að tónmyndin hafi verið einkar samfelld og laus við ofreynslu, enda raddirnar óvenju þýðar. Þakkar hann það meðal annars kennslu og raddþjálfun Jóhönnu Johnsen. Hann bætir því við að hæfileiki Jóhönnu til að veita kvenröddum hinn eftirsótta höfuðresónans muni sjaldgæfur hér á landi og væri mikill fengur að fá frú Jóhönnu suður til lengri dvalar og tilsagnar söngfólks. Sjálfum er mér í barnsminni uppfærzla tónlistarfélaganna á ísafirði á Meyjaskemmunni, söngleik byggðum á lögum eftir Franz Schubert. Þar söng frú Jóhanna eitt aðalhlutverkið með miklum glæsibrag og geislaði af henni á sviðinu. Baldurvaríbæjarstjórn ogfræðsluráði ísafjarðar 1944-50 og jafnframt formaður skólanefndar hús- mæðraskólans. Hann var í stjórn ýmissa félagasam- taka og gekkst fyrir stofnun Læknafélags Vest- fjarða, fyrsta svæðisfélaginu utan Reykjavíkur. Þá stofnaði hann golfklúbb á Skipeyri 1944. Síðar varð golfsvæðið undirstaða flugvallarins. Baldur stundaði golf af kappi og varð meðal þeirra fyrstu er fóru „holu í höggi“ hér á landi. Á árunum 1957-59 sótti hann námskeið í Royal Institute of Public Health & Hygiene í London og lauk þaðan prófi í heilbrigðisfræðum, sem nú er farið að nefna lýðheilsufræði. Prófritgerð hans fjallaði um manneldi og heilsufar á íslandi í ellefu aldir með sérstakri skírskotun til tannskemmda. Hann hlaut sérfræðiviðurkenningu í hagnýtri heil- brigðisfræði 1949. Árið 1950-51 var Baldur starfandi læknir í Reykjavík og jafnframt læknir við bandaríska her- sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli og árið 1951 varð hann héraðslæknir í Vestmannaeyjum. Hann tók þar við góðu búi og nú gat hann komið á þeim nýj- ungum sem hann hafði viðað að sér í Bretlandi. Árið 1960 venti hann kvæði sínu í kross og gerð- ist aðstoðarlæknir á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Níu árum síðar hlaut hann sérfræði- viðurkenningu í líffærameinafræði og hafði þá lagt fram ritgerð um kannanir sínar á burðarmáls- dauða. Þeim athugunum hélt hann áfram næstu árin og árið 1983 birti hann í Læknablaðinu grein með endanlegum niðurstöðum sínum um orsakir burðarmálsdauða á íslandi 1955-76. Baldur var sérfræðingur á rannsóknastofunni til ársins 1970 og síðan ráðgjafi stofnunarinnar í líffærameina- fræði ungbarna 1970-77. Lög um hollustuvernd og heilbrigðiseftirlit voru samþykkt 1969 og snemma árs 1970 var Baldur Johnsen skipaður forstöðumaður og yfirlæknir Baldur Garðar Jolinsen lœknir 1910-2006. Örn Bjarnason Læknablaðið 2006/92 335
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.