Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 84

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 84
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNING Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Varð það nú hlutverk hans að fara fyrir stofnuninni og móta starfsemi hennar. Jafnframt var honum falið að semja drög að fyrstu heilbrigðisreglugerðinni fyrir allt landið. Þurfti þá að fella úr gildi tugi samþykkta sem voru fyrir einstaka staði. Lauk Baldur verkinu á tveirn- ur árum. Þótti vel hafa til tekizt, enda samþykkti ráðherra tillögur hans og staðfesti án athugasemda í febrúar 1972. Varð nú allt starf við heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaga léttara og skilvirkara, enda reglurnar einfaldar og markvissar. Árið 1975 sagði Baldur upp stöðu sinni og fékk lausn frá störfum, en gegndi þeim að beiðni ráðherra fram í sept- ember 1976. Kennslustörf Baldurs voru þau helzt að hann var stundakennari í næringarefnafræði við Hús- mæðrakennaraskóla Islands 1961-70 og í heilbrigð- is- og sjúkdómafræði við sama skóla 1971 -76, lektor í lífeðlisfræði við tannlæknadeild Háskóla Islands 1961-69 og hann var skipaður prófessor í heilbrigð- isfræði við læknadeildina frá nóvember 1975-76 og síðan aukakennari við deildina til 1979. Manneldismálin stóðu jafnan hug hans nærri og ritaði hann margar greinar um þau mál, þar á meðal um matvælaeftirlit. Þegar Manneldisráð Islands var endurnýjað 1974 var Baldur þar að sjálfsögðu með í flokki. Hann lagði til afburðaþekkingu á heilbrigð- issögunni og árið 1975 ritaði hann grein um fram- tíðarviðhorf í manneldisrannsóknum í ljósi fortíðar og nútíðar. Á vegum ráðsins gerði hann víðtækar rannsóknir á neyzluvenjum skólabarna í Reykjavík 1977-78 og á Vestfjörðum 1978-80. Eftir að Baldur settist í helgan stein ritaði hann fjölda greina um margvísleg hugðarefni sín og vann úr mörgum viðfangsefnum sem liann hafði áður bryddað upp á. Skal hér aðeins nefnt eitt dæmi. Árið 1957 ályktaði hann um það í tímarits- grein hvaða ráð danski læknirinn Peter Schleisner hafði haft til að vinna bug á ginklofanum sem herj- aði á nýbura í Vesmannaeyjum. Árið 1982 kom síðan fylgirit með Læknablaðinu um sama efni og það hvernig Schleisner sigraðist á þessum vágesti. Hafði það vafizt fyrir fræðimönnum fram að því hvaða sértækum ráðum Schleisner beitti því rit- gerð hans frá 1855 um ginklofann var talin glötuð. Baldur hafði upp á ritgerðinni í safni í Bretlandi og í fylgiritinu varpar hann skýru ljósi á málið allt. Er grein hans holl lesning öllum þeim sem fjalla um ungbarnadauða og heilbrigðisástand fyrr á tímum og verður ekki um þessi mál fjallað án þess að vitn- að sé til skrifa Baldurs Johnsen. Ég kynntist Baldri fyrst þegar við Björn son- ur hans vorum að leik í stóra læknishúsinu við Silfurgötu á ísafirði. í kjallaranum var ævintýra- heimur þar sem fram fóru rannsóknir á tilrauna- dýrum og inn í þann heim fengum við að skyggn- ast. Er ekki ólíklegt að þau kynni hafi haft áhrif á eigið verkefnaval löngu síðar. Baldur var reglu- samur og glaðsinna. Ávallt var gott að leita til hans því hann var mjög heilráður og hreinskiptinn. Er mér ljúft og skylt að minnast þessa athafnasama og hugmyndaríka brautryðjanda í heilbrigðis- og hollustumálum. 336 Læknablaðið 2006/92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.