Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 85

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALDARMINNING Aldarminning Kjartan R. Guðmundsson læknír Öld er nú liðin frá fæðingu Kjartans R. Guð- mundssonar læknis. Hann leit fyrst dagsins ljós þann 14. aprfl árið 1906 að Ytri-Skógum í Austur- Eyjafjallahreppi í Rangárþingi. Mér þykir vel við hæfi við þessi hans eigin aldarhvörf að minnast hans og votta honum verðskuldað þakklæti og virðingu. I vitund minni var hann fyrsti íslenzki læknirinn sem helgaði taugalæknisfræðinni starf sitt allt. Hann ruddi þessari merku sérgrein braut til sjálfstæðis og treysti undirstöður hennar og framgang með markvissu klínísku starfi og með miklum rannsóknum. Hann lagði hornsteinana að þeirri sjálfsögðu viðurkenningu á ekki aðeins tilvist heldur og einnig mikilvægi sérgreinarinnar í hinu samtengda mennta- og heilbrigðissamfélagi. Víst var hann ekki ávallt einn á ferð en oftast fór hann fremstur. Hann var og ekki fyrsti íslenzki læknirinn sem fékk sérfræðiviðurkenningu í tauga- sjúkdómum. Hann var þar annar í röðinni en Jó- hann Sæmundsson prófessor fékk þessa viðurkenn- ingu fyrstur íslenzkra lækna og var það árið 1938. Prófessor Jóhann kenndi taugasjúkdómafræðin, jók þekkingu á taugasjúkdómum og opnaði hliðin. Þá menntuðust hinir eldri geðlæknar einnig nokk- uð í taugasjúkdómafræði og tíðkaðist um árabil að þeir fengju sérfræðiviðurkenningu í bæði geð- og taugasjúkdómum en starf sitt helguðu þeir næsta alfarið og undantekningarlítið geðsjúkdómum. Kjartan nam taugafræði sín meðal frænda okkar á Norðurlöndum - aðallega í Danmörku en einnig í Svíþjóð. Svo fór hann vissulega víðar um síðar meir og var m.a. tíður gestur á Queen Square í Lundúnum. Hann hóf störf hér árið 1941 og fékk sérfræðiviðurkenningu í taugasjúkdómafræði árið 1942. Hann var mikilvirkur sjálfstætt starfandi taugasjúkdómafræðingur í 25 ár en hann varð jafn- framt ráðgefandi sérfræðingur í taugasjúkdómum á Landspítalanum frá árinu 1957 og gegndi því starfi í raun til dauðadags og þá einnig eftir að hann varð yfirlæknir taugasjúkdómadeildarinnar við stofnun hennar árið 1967 ásamt Gunnari Guðmundssyni taugalækni sem var kynslóð yngri. Kjartan hóf nánast við upphaf ferils síns rann- sóknir á faraldsfræði taugasjúkdóma á Islandi. Hann fór ferðir margar um landið í þessum tilgangi og var óþreytandi. Hann kannaði MS sjúkdóminn, Parkinsonveiki, MND (ALS), heilalömun (cerbral palsy) og fjölmarga sjaldgæfari sjúkdóma í tauga- kerfi, s.s. dystrophia myotonica og Huntington choreu, syringomyeliu, myotoniur (dystoníur) sérstaklega, muscular dystrophiur og myasthenia gravis og birti um niðurstöður sínar greinar í al- þjóðlegum og innlendum vísindaritum og kynnti hér einn eða með öðrum einkum síðar. Hann var og þátttakandi í rannsókn á Akureyrarveikinni (1948) og Patreksfjarðarveikinni (1955) og meðhöfundur að greinum um þær. Þá átti hann samantektir um flogaveiki og heilaæxli og yfirlit um æðasjúkdóma í heila þótt ekki kæmi til greinaskrifa eða þá að frekari vinna kom fyrr eða síðar í hlut annarra. Niðurstöður rannsókna Kjartans hafa haldið velli til dagsins í dag og endurteknar kannanir staðfesta að hann fór nær sanni í hvívetna í niðurstöðum sínum. Rannsóknarstarf Kjartans var með ólík- indum mikið og margþætt og hann varði dokt- orsritgerð sína um faraldsfræðilegar rannsóknir á taugasjúkdómum á íslandi árið 1974. Kjartan varð kennari við læknadeild árið 1959 og hét þá aukakennari en hann kleif upp stigann og árið 1974 varð hann fyrsti prófessorinn í tauga- sjúkdómafræði við læknadeild Háskóla Islands og gegndi því starfi þar til sjötugs. Kjartan beitti sér fyrir stofnun taugasjúkdóma- deildar og festi sérgreinina betur í sessi og jók veg hennar, virðingu og sjálfstæði. Sess þennan skipaði sérgreinin auðvitað þá þegar og löngu fyrr meðal þeirra sem við miðum okkur við. Deild bætir klíníska þjónustu við þá sem sjúkdóma hafa í taugakerfi, þekkingaröflun verður meiri með lærdómi og reynslu og betri aðstaða til rannsókna og kennslu sem og til þróunar stoðgreina. Kjartan gerði sér vel grein fyrir nauðsyn sjálf- stæðrar akademískrar stöðu taugasjúkdómafræð- innar. Hann hafði lagt mikið að mörkum með rannsóknum sínum. Hann beitti sér fyrir háskóla- stöðum í sérgreininni og barátta hans skilaði stig- vaxandi árangri og hann var skipaður prófessor í taugasjúkdómafræði árið 1974 eins og fyrr er greint frá. Sérgreinin var nú enn betur fest í sessi og sjálf- stæði hennar aukið og grundvöllur skapaður fyrir enn frekari kennslu, þjálfun og rannsóknum. Þessir hornsteinar eru verðugir minnisvarðar Kjartans Guðmundssonar. A þeim hvflir enn og áfram tilvera, þróun og árangur taugasjúkdóma- fræðinnar hér á landi. Vissulega studdum við hann taugasjúkdóma- læknarnir sem síðar bættumst í hópinn eftir að við komum heim frá sérnámi okkar og erum nú á Kjartan R. Guðmundsson lœknir 1906-1977. Sverrir Bergmann Læknabladid 2006/92 337
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.