Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 89

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 89
UMRÆÐA & FRETTIR / TAUGASALFRÆÐI Taugasálfræðilegt mat og skimun (MMSE) Ókostur ítarlegs taugasálfræðilegs mats er hversu tímafrekt og kostnaðarsamt það er. Þar af leið- andi hafa próf eins og MMSE (Mini Mental State Exam) notið vaxandi vinsælda á síðustu árum. Kostir þess eru að það er stutt, hlutlægt og auðvelt í fyrirlögn. Prófið gefur vísbendingu um hvort lík- legt sé að viðkomandi sé með hrörnunarsjúkdóm. Á hinn bóginn eru ókostir MMSE eftirtaldir: • Pað gefur bara upplýsingar um almenna hug- ræna getu. Undirþættir (til dæmis „athygli") eru skilgreindir og mældir of víðtækt til að komi að gagni við mismunagreiningu. • Niðurstöður úr MMSE eru háðar menntun og aldri. Það leiðir til margra falsk-jákvæðra niöurstaðna, það er fyrir fólki yfir 60 ára sem hefur litla menntun greina niðurstöður próf- sins viðkomandi oft með sjúkdóm sem er ekki til staðar, • Hlutfallslega er lögð of mikil áhersla á yrt efni (language). • Niðurstöður geta orðið breytilegar eftir því á hvaða tíma prófið er lagt fyrir og líðan sjúklings (dagsformi), og er oft erfitt að túlka þýðingu mismunar á prófgildum. • Prófið tekur ekki tillit til annarra hugrænna þátta sem hafa sýnt sig vera mikilvæga í mis- munagreiningu, eins og óhlutbundin og tákn- ræn hugsun, athygli/úthald, sjónrænt minni og kennslaminni, sjálfsstjórn og hvatvísi. Hvenær er taugasálfræðilegt mat æskilegt? Tilvísun til taugasálfræðings er æskileg ef ákveð- in einkenni (gefin í skyn af viðkomandi sjálfum, fjölskyldu, eða við skimun) eru til staðar hjá ein- staklingi sem benda til óútskýrðra breytinga á hug- rænni getu eða atferli, eins og til dæmis: • minniserfiðleikar • truflun á dómgreind og innsæi • skerðing á athygli • breyting á persónuleika/skapsveiflur • erfiðleikar með mál og tal • erfiðleikar við athafnir daglegs lífs, svo sem að klæða sig/rata/finna hluti • óeðlilega þreytu og hugsunartregðu • erfiðleikar með form- og rýmdarskynjun Tilvísun til taugasálfræðings er líka ráðlögð ef þörf eru á að prófa hæfni (competence - sjá að ofan), eða hjálpa til með mismunagreiningu. Hvers geta skjólstæðingar vænst af taugasál- fræðilegri prófun? Taugasálfræðilegt mat og útlistun (feedback) niðurstaðna leggja grundvöll að því að skjólstæð- ingurinn geti öðlast aukna sjálfsþekkingu. Fjöl- skyldufundir eru nauðsynlegur hluti af matsferli til að upplýsa nánustu fjölskyldumeðlimi. útskýra taugasálfræðilegar niðurstöður, ræða þýðingu niðurstaðna svo og gera áætlanir um framtíðina. Taugasálfræðileg skoðun snemma í sjúkdómsferli gerir sjúklingum þannig kleift að aðlagast fyrr breyttum lífshorfum og að undirbúa/skipuleggja framtíð sína með betri fyrirvara. Þegar hrörnunar- sjúkdómur er greindur snemma getur læknismeð- ferð (til dæmis lyfjameðferð) og meðferð annarra fagstétta (félagsráðgjöf eða iðjuþjálfun) líka hafist fyrr. Lokaorð Þýðingarmikil þverskurðarmynd atferlis- og hug- rænnar skerðingar getur einungis verið skilgreind með ítarlegri taugasálfræðilegri prófun. Þjónusta af þessu tagi eykur skilning okkar og faglega þekk- ingu á breytingum sem eiga sér stað við hrörn- unarsjúkdóma og öðru ástandi miðtaugakerfis. Hins vegar ætti taugasálfræðileg prófun ekki fara fram ein og sér - hún nýtur sín best í þverfaglegri samvinnu. Þannig er mikilvægt að þróa taugasál- fræðilega greiningu alltaf í samræmi við niðurstöð- ur úr öðrum fagstéttum eins og tauga- og geðlækn- isfræði, myndgreiningu, ónæmisfræði, gentengdum og blóðrannsóknum, svo eitthvað sé nefnt. Læknablaðið 2006/92 341
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.