Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Síða 11

Læknablaðið - 15.06.2006, Síða 11
FRÆÐIGREINAR / HELICOBACTERI Efniviður og aðferðir Evrópurannsóknin lungu og heilsa (ECRHS I) var verkefni sem lagt var í til að rannsaka landfræði- legan mun á tíðni astma og ofnæmissjúkdóma og áhættuþætti þeirra hjá ungu fullorðnu fólki (27). Yfirlit um rannsóknina er sýnt á mynd 1 og frekari upplýsingar á vefslóð www.ECRHS.org Markhópurinn fyrir okkar rannsókn voru allir sem bjuggu á Reykjavíkursvæðinu og tóku þátt í ECRHS I og voru boðnir til endurrannsóknar á árunum 1999-2001 (ECRHS II) (25, 26). Miðgildi fyrir eftirfylgni var 8,4 ár. Blóðsýni til ákvörð- unar á H. pylori, lifrarbólguveiru A og bogfrymils- mótefnum var safnað frá 505 einstaklingum og af þeim voru 442 frá slembihópnum og 63 frá einkennahópnum sem var tekinn með til að auka getu (power) rannsóknarinnar til að greina tengsl við ofnæmi og lungnastarfsemi. Algengi smits í einkennahópnum var ekki marktækt frábrugðið algengi í slembivalshóp. Tölfræðileg tengsl ættu ekki að skékkjast við að sameina þessa tvo hópa. Vísindasiðanefnd veitti samþykki fyrir rannsókn- inni. Aðferðir til mælinga á mótefnum í sermi Notuð var Enzyme-Linked Immunosorbent Assay (ELISA) til að mæla IgG mótefni fyrir bogfrymli (28). ELISA aðferðin notaði plötur, sem voru þaktar með óvirkum bogfrymilsmótefnavökum. Til stilling- ar var notaður bogfrymils IgG staðall, stilltur í sam- ræmi við þriðju alþjóðlegu staðla WHO. Öll hvarf- efni voru fengin frá Novatec Immunodiagnostica GmbH Dietzenbach, Pýskalandi. Sermi sýni með titra >35 IU/ml voru flokkuð sem jákvæð en sýni með gildi 30-35 IU/ml og sýni með gildi <30 IU/ml voru flokkuð sem neikvæð. Næmi og sértæki fyrir bogfrymils IgG ELISA aðferðina hefur sýnt sig að vera 96,8% og 100% fyrir hvort um sig (21). Tilvist H. pylori smitunar var fundin með mælingu á H. pylori IgG mótefnum. Notað var Capita™ H. pylori IgG ELISA frá Trinity Biotech, Bray, írlandi. Neikvæð og jákvæð við- miðunarsýni fylgja hvarfefnum ásamt sérstökum staðli til að ákvarða viðmiðunarmörk. Sá staðall er búinn til með því að þynna jákvætt sermi þannig að niðurstöður mælinga gefi viðmiðunarmörk að- ferðarinnar (cutoff value). Ónæmisstöðuhlutfall (Immune Status Ratio (ISR)) sjúklingasýna var reiknað samkvæmt leiðbeiningum frá framleið- anda hvarfefna. Reikningur fólst í að margfalda meðaltal ljósgleypnimælinga á staðli fyrir viðmið- unarmörk með sérstökum leiðréttingarfasa, sem framleiðandi hvarfefna gefur hverri hvarfefnalotu. Til þess að fá fram ISR var því margfeldi deill upp í niðurstöður Ijósgleypnimælingar á einstökum sjúklingasýnum. Sermi sýni með ISR > eða = og 1,1 voru flokkuð sem jákvæð en sermi sýni með gildi á bilinu 0,91-1,09 og sýni með ISR gildi < eða = 0,9 voru flokkuð sem neikvæð. Næmi er 89% og sértæki 78% fyrir H. pylori IgG ELISA aðferðina (29). Tilvist lifrarbólguveiru A mótefna var mæld með „competitive electrochemilumines- cence immunoassay" með Elecsys 2010 autom- ated instrument (Roche Switserland). Aðferðin er stöðluð með öðrum alþjóðlegum staðli fyrir „Anti-Hepatitis Human Immunoglobulin of the National Institute for Biological Standards and Control (NIBSC code 97/646)“. Sermissýni með þéttni hærri en 20 IU/L voru flokkuð sem jákvæð en sýni með þéttni minna en 20 IU/L voru flokkuð sem neikvæð. Mælingin hefur 100% næmi og 99% sértæki (30). Spurningalisti og viðtal Þátttakendur fóru í gegnum staðlað viðtal þar sem skráðar voru nákvæmar upplýsingar um einkenni frá lungum og fyrri greiningar, reyk- ingasögu, starfsgrein og útsetningu fyrir áreitum frá barnsaldri. Astmi var skilgreindur sem astmi greindur af lækni og astmatengd einkenni eða astmaköst seinustu 12 mánuði (23). Samkvæmt svörum á spurningalista var þátttakendum raðað í þrjá reykingaflokka: Þeir sem aldrei höfðu reykt, fyrrverandi reykingamenn og núverandi reyk- ingamenn. Eftirfarandi atriði eða áreiti fyrr á æv- inni voru skráð: Spítalavist fyrir fimm ára aldur út ECRHS I (n= 3600) Figure 1. An overview ofthe ECHRS studies / & II. Percentage response rate shown in parenthesis. Læknablaðið 2006/92 439

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.