Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / H ELICOBACTER því ekki eins gott á fyrrihluta þessa tímabils og á það vafalítið þátt í tiltölulega hárri smittíðni á H. pylori. Margar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli H. pylori smits og þjóðfélagshóps, húsnæðisþrengsla og fjölda systkina. Slík fylgni kom ekki fram í okkar rannsókn. Þetta bendir til að þjóðfélagsgerð á íslandi 1950-60 hafi verið á þann veg að það mis- ræmi sem ríkti innan rannsóknarhópsins á þessum tíma hafi ekki verið nógu mikið til þess að hafa áhrif á smittíðni á //. pylori. Það er athyglisvert að íbúðarhúsnæði íslendinga í m2 á íbúa hefur vaxið úr 20 m2 1950 í 50 m2 árið 2003 (45). Rannsókn okkar bendir til að nýsmit á H. pylori sé svo fátítl á Islandi að nýgengi og algengi smits muni halda áfram að minnka án sérstakra inngripa. Rannsókn okkar sýnir að algengi lifrarbólgu- veiru A mótefna eru 4,9% og er engin breyting með aldri. Fyrri rannsókn á Islandi sýndi 6% algengi í aldurshóp sem fæddur var 1950-59 (46). Seinasti marktæki faraldurinn af lifrarbólguveiru A var 1952 og algengi í aldursflokkum sem fæddir eru eftir 1960 eru í kringum 4,7% (46). Algengi lifrarbólguveiru A smits í aldurshópum sem voru fæddir í byrjun 20. aldar var hins vegar um 66% (47). Núverandi og fyrri rannsóknir sýna að smit á lifrarbólguveiru A er minniháttar heilbrigð- isvandamál á íslandi og vafalítið hafa nokkrir einstaklingar smitast erlendis af þeim sem fæddir eru eftir 1952. Rannsókn okkar sýnir hærri smittíðni H. pylori hjá körlum en konum og eru ástæður þess óljósar en einn möguleiki er að það geti tengst reykingum sem eru algengari hjá körlum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt það sama (42, 48, 49) og ein rannsókn hefur leitt í ljós að smitið hverfur frekar hjá konum en körlum (50) og getur það bent til erfðaþáttar sem snýr að svari hýsils við smiti. Tilgátan um að smit með bogfrymli, H. pylori og lifrarbólguveiru A muni minnka algengi ofnæmis og astma í rannsóknarhópnum fær að- eins að hluta stuðning af niðurstöðum rannsókna okkar. Þátttakendur með IgG mótefni gegn einum eða fleiri sýkingarþáttum voru marktækt ólíklegri til þess að hafa urg eða urg þegar þeir voru ekki með öndunarfærasýkingu og önnur astmatengd einkenni gengu í sömu átt en náðu ekki mark- tækni. Urg er eitt af einkennum við astma en sýkingarnar þrjár, hvor fyrir sig eða sameiginlega, höfðu þrátt fyrir það ekki fylgni við algengi astma né ofnæmis. Þröng skilgreining á ofnæmi veikir hins vegar rannsókn okkar varðandi þennan þátt. Möguleiki á að smit með bogfrymli geti tengst lungnastarfsemi hefur ekki verið kannaður í fyrri rannsóknum. Okkar rannsókn bendir til að svo geti verið með því að sýna að IgG mótefni gegn bogfrymli voru marktækt tengd lækkun á FEV/ FVC hlutfalli niður fyrir 70% sem bendir á skerta lungnastarfsemi. Reykingar eru ein algengasta orsök skertrar lungnastarfsemi en okkar rann- sókn leiðrétti fyrir áhrifum reykinga. Þess ber þó að geta að þýðið í rannsókn okkar er það lítið að öll tengsl sem rannsóknin hefur leitt í ljós þarf að taka með fyrirvara og staðfesting í stærra þýði er nauðsynleg. Þakkir Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði (styrk- ur nr. 050405011), af Vísindasjóði Landspítala, Sænsku hjarta- og lungnastofnuninni og Vardal stofnuninni fyrir Heilbrigðisvísindi og ofnæm- isrannsóknir og loks sænsku samtökunum gegn astma og ofnæmi. Lovísu Guðmundsdóttur og Kristínu Báru Jörundsdóttur er sérstaklega þökk- uð aðstoð við gagnasöfnun. Það er enginn hags- munaárekstur fyrir neinn af höfundum varðandi þessa rannsókn. Heimildir 1. Pounder RE, Ng D. The prevalence of Helicobacter pylori infection in different countries. Aliment Pharmacol Ther 1995; 9 Suppl 2: 33-9. 2. Tenter AM, Heckeroth AR, Weiss LM. Toxoplasma gondii: from animals to humans. Int J Parasitol 2000; 30:1217-58. 3. Papaevangelou G. Epidemiology of hepatitis A in Mediterranean countries. Vaccine 1992; 10 Suppl 1: S63-6. 4. McCabe RE, Brooks RG, Dorfman RF, Remington JS. Clinical spectrum in 107 cases of toxoplasmic lymphadenopathy. Rev Infect Dis 1987; 9: 754-74. 5. Baril L, Ancelle T, Goulet V, Thulliez P, Tirard-Fleury V, Carme B. Risk factors for Toxoplasma infection in pregnancy: a case-control study in France. Scand J Infect Dis 1999; 31: 305-9. 6. Blaser MJ. Helicobacter pylori and the pathogenesis of gastroduodenal inflammation. J Infect Dis 1990; 161: 626-33. 7. Parsonnet J. Friedman GD, Vandersteen DP, Chang Y, Vogelman JH, Orentreich N, et al. Helicobacter pylori infection and the risk of gastric carcinoma. N Engl J Med 1991; 325:1127-31. 8. Parsonnet J, Hansen S, Rodriguez L, Gelb AB, Warnke RA, Jellum E, et al. Helicobacter pylori infection and gastric lymphoma. N Engl J Med 1994; 330:1267-71. 9. Bergenzaun P, Kristinsson KG, Thjodleifsson B, Sigvaldadottir E, Molstad S, Held M, et al. Seroprevalence of Helicobacter pylori in south Sweden and Iceland. Scand J Gastroenterol 1996;31:1157-61. 10. Strachan DP. Hay fever, hygiene, and household size. BMJ 1989; 299:1259-60. 11. Matricardi PM, Rosmini F, Riondino S, Fortini M, Ferrigno L, Rapicetta M, et al. Exposure to foodborne and orofecal microbes versus airborne viruses in relation to atopy and allergic asthma: epidemiological study. BMJ 2000; 320: 412-7. 12. Steffen R, Kane MA, Shapiro CN, Billo N, Schoellhorn KJ, van Damme P. Epidemiology and prevention of hepatitis A in travelers. Jama 1994; 272 : 885-9. 13. Frosner GG, Papaevangelou G, Butler R, Iwarson S, Lindholm A, Courouce-Pauty A, et al. Antibody against hepatitis A in seven European countries. I. Comparison of prevalence data in different age groups. Am J Epidemiol 1979; 110: 63-9. 14. Martinez FD. The coming-of-age of the hygiene hypothesis. Respir Res 2001; 2:129-32. 15. Denkers EY, Gazzinelli RT. Regulation and function of T-cell- mediated immunity during Toxoplasma gondii infection. Clin Microbiol Rev 1998; 11: 569-88. 16. Harris PR, Smythies LE, Smith PD, Dubois A. Inflammatory cytokine mRNA expression during early and persistent Helicobacter pylori infection in nonhuman primates. J Infect Dis 2000; 181:783-6., Læknablaðið 2006/92 443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.