Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI TEGUND 2 þátttöku í annarri rannsókn sem fól í sér íhlut- un. Ekki var jafn fjöldi sjúklinga öll árin vegna þess að sumir greindust á tímabilinu og sumir fluttu burt eða voru skráðir annars staðar (sjá töflu I). Meirihluti úrtaksins var karlkyns (59%). Aldursdreifing úrtaks var frá 43 til 91 árs en með- alaldur 69 ±11,5 ár, þar af voru 65% eldri en 65 ára. Greiningarár var skráð hjá 31 og var meðaltími frá greiningu 3,4 ár en hinir 28 voru greindir fyrir upphaf rannsóknartímabilsins. Meirihluti úrtaks var vigtaður á tímabilinu (76%) og 68% var með skráðan þyngdarstuðul. Meðalþyngd mældra var 96 ± 21 kg og breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Að meðaltali komu fjórar aðrar greiningar lang- vinnra sjúkdóma fram í sjúkraskrám úrtakshóps og meðal annars voru 19 skráðir með offitu sem sjúkdómsgreiningu. Niðurstöður Meðferðarmarkmiðum (4) fyrir meðaltal allra mælinga á HbAlc, blóðþrýsting og heildarkólest- eról var náð árið 2003. Lækkun meðaltalsgilda var marktæk fyrir flestar breytur (sjá töflu I). Engar marktækar breytingar voru á tíðni athugana nema á HDL og þríglýseríðmælingum sem fækkaði mark- tækt á tímabilinu vegna sparnaðarráðstafana. Engar marktækar breytingar áttu sér stað í tíðni hjartalínurita, tauga- og æðaskoðana eða þyngd- armælinga á tímabilinu (sjá mynd 1). Meðaltal allra HbAlc mælinga lækkaði mark- tækt á tímabilinu og náði undir 7%, sem er mark- mið klínískra leiðbeininga, árið 2003 (sjá mynd 2) . Hlutfallslegur fjöldi mældra sjúklinga sem náði þessu markmiði í einhverri mælingu á árinu fjölgaði og á sama hátt fækkaði þeim sem voru í einhverri mælingu yfir þessu marki (sjá mynd 3) . Sykursýkismeðferðin fólst í a) eingöngu mat- arræðisbreytingum hjá 24% (n=14), b) lyfjum í töfluformi hjá 64% (n=38) og c) samsettri meðferð taflna og insúlíns hjá 12% (n=7). Meðaltal skráðs blóðþrýstings lækkaði mark- tækt á tímabilinu (sjá mynd 4) og árið 2002 var markmiðum í efri mörkum blóðþrýstings (systólu) náð. Við síðustu komu til læknis var einn ein- staklingur með sjúkdómsgreininguna háþrýsting en var samt ekki á lyfjameðferð. Allir aðrir sem höfðu verið greindir með háþrýsting voru á blóð- þrýstingslækkandi lyfjum. Við síðustu komu til læknis voru 58% prósent (n=34) á lyfjum sem minnka hættu á segamyndun, og þá aðallega á magnýli en einnig á öðrum segavarnalyfjum á öðrum ábendingum. Meðaltal allra skráðra mælinga á heildarkól- esteróli hjá úrtakshópi lækkaði marktækt á tíma- bilinu og náði settum markmiðum (<5 mmól/l) Læknablaðið 2006/92 455 Percent of sample above 7%HbA1C | 50 £ 40 ■ Percent of sample below 7 % HbAIC MCj árið 2003 (sjá mynd 5). í lok tímabilsins voru 39% (23 af 59) ekki á blóðfitulækkandi lyfjum og af þeim voru fjórir greindir með blóðfituröskun. Meðaltöl HDL, þríglýseríða og LDL breyttist ekki marktækt á tímabilinu (sjá töflu I). Ákveðinn hluti sjúklinga eða 32% (19 af 59) náði settum markmiðum í öllum erftirtöldum þátt- um HbAlc, blóðþrýstingi og heildarkólesteróli við síðustu mælingu árið 2003. Figure 3: Percent of sample above 7% in HbAlc or below 7% in any HbA IC measurement each year. Signiftcant changes wliere observeci in both variables. Umræða Rannsóknin varpar ljósi á þær breytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár í meðferð sykursýki 2 við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi. Þær sýna að rúmlega 30% einstaklinganna (19/59) hafa náð settum markmiðum í öllum þremur megin þáttum í sykursýkismeðferðar, það er blóðsykri, blóðþrýstingi og heildarkólesteróli. Þessum sömu markmiðum klínískra leiðbeininga var einnig náð fyrir meðaltal allra mælinga árið 2003. 180 160 140 120 100 80 60 40 20 Mean average of all recorded diastolic measurements +/- 1 SD I I { { I 1999 2000 2001 2002 2003 Year Figure 4: Mean average of all recorded systolic blood pressure meas- urements eaclt year. The recommended goal (<140 mntHg) was reached in tlte year 2002.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.