Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2006, Side 31

Læknablaðið - 15.06.2006, Side 31
 ^urðuverk”, segir Halli íAndra því hve illa gengur að ná blóðfitunni niður og ég segist varla geta átt langt eftir svona staddur. Hann spyr mig hvort ég hafi prófað þetta nýja blóðfitulyf, Crestor. Nú, ég hringi í doktorinn og hann lætur mig hafa Crestor. Eg byrja á 40 milligrömmum og blóðfitan byrjar bara strax að lækka. Næst fer ég í 20 millgrömm og fitan lækkar og lækkar og í síðustu blóðprufu, sem var tekin fyrir um þremur mánuðum, er ég kominn enn meira niður. Það er víst þvert á venjur að lækka svona milligrömmin en doktorinn segir að ég sé wonderkeis. Eg er kominn niður í 10 milligrömm núna og ég bíð spenntur eftir að sjá resúltatið út úr því. Best er þó að ég hef alveg sloppið við þetta indælis kál... ég hefði nú seint torgað því magni af káli sem hefði samsvarað þessum árangri, segir Halli °g hristist af hlátri. Pabbi dó úr kransæðastíflu 53 ára og það er nú t.d. einn nteð mér í sundlaugunum sem var skorinn rétt um fertugt, Pabbi hans dó fjörtíu og tveggja ára, þannig að það er náttúrulega bara genetíkin sem ræður. Ætli það sé ekki einn mesti óvinur mannsins að vita ekki að eitthvað sé að honum og það er mikil ástandsbreyting að vita þó alla vega að það er nokkurn veginn í lagi með mann. Rappari eða ráðherra Það er varla hægt að lýsa því hvað hestamennska gefur, segir Halli. Það er sko þessi værð og ró þegar maður er kannski bara að fetríða og ekkert að gera nema láta tímann líða. Ég veit ekki hvort maður er yfir höfuð nokkuð að hugsa. Svo eru það náttúrulega ferðalögin. Ég ríð mikið út með fólki fyrir norðan og það er þessi umpólun, allt annað fólk, allt annað umhverfi. Þá er maður svo gjörsamlega lokaður frá öllu og laus úr símasambandi. Það er allt svo afslappað í hestamennskunni, ekkert kynslóðabil, engin stéttaskipting. Þú ert kannski í ferð með ráðherra eða forstjóra á aðra hönd og rappra eða ýtumann á hina. Allir eru bara að njóta útivistar og samveru því hestar eru hópdýr og við mennirnir líka. 30 fi CRESTOR Sérlyfjatexti á bls.504

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.